Halldór Vilhjálmsson, fyrrverandi fjármálastjóri Icelandair, segir ekkert athugavert við að félagið hafi notast við fyrirtæki í skattaskjólinu Tortóla til að kaupa Boeing-þotur í gegnum dótturfélag sitt. Upplýsingar um viðskiptin, sem áttu sér stað árið 2004, koma fram í Pandóruskjölunum svokölluðu. „Það eru 16 ár síðan ég hætti þarna og þetta gerðist löngu áður en ég hætti. Þetta var bara allt eðlilegt og við vorum í samstarfi um þetta sem minnihlutaeigendur,“ segir Halldór. „Það var ekkert óeðlilegt við þetta. Það hefur aldrei verið neitt óeðlilegt við það að flugvélaviðskipti séu gerð svona stundum,“ segir Halldór.
Eins og Stundin greindi frá fyrir skömmu þá keypti fyrirtæki í skattaskjólinu Tortóla, sem var í eigu dótturfélags flugfélagsins Icelandair, þrjár Boeing-þotur með lánum frá Íslandsbanka, síðar Glitni árið 2004. Tortólafélagið heitir Barkham Associates S.A. Félagið á Tortóla var í …
Athugasemdir