Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fékk sprengju til að drepa mús

Jón­ína Leós­dótt­ir rit­höf­und­ur rek­ur lé­legt heilsu­far til lyfja­gjaf­ar í æsku.

Fékk sprengju til að drepa mús

Þegar ég var barn voru mér gefnir mjög sterkir skammtar af penisilíni sem klúðruðu algjörlega í mér ónæmiskerfinu og höfðu þannig neikvæð áhrif á heilsu mína til frambúðar. Ég hef glímt við heilsufarsvandamál allar götur síðan.

Penisilínið átti auðvitað að gera mér gott. En á þessum tíma hafði það aðeins verið í almennri notkun á Vesturlöndum í nokkur ár og til að byrja með var lyfið afar breiðvirkandi og notað í miklum styrkleika. Ég fékk fyrstu penisilínsprautuna þegar ég var aðeins tveggja vikna gömul og ástæðan var einfaldlega sú að ég var með eyrnabólgu. Þetta var svolítið eins og að nota sprengju til þess að drepa litla mús og yrði aldrei gert í dag.

En báðir foreldrar mínir voru brenndir af því að hafa misst nákomna ættingja úr sýkingum áður en penisilín kom til sögunnar. Fjórtán ára gömul hafði mamma misst móður sína eftir að kjúklingabein festist í hálsinum á henni og sýking kom í sárið. Einnig hafði systir mömmu misst ungan son sex árum áður en ég fæddist og pabbi hafði misst tveggja ára bróður. Fjölskylda mín tók lyfinu því fagnandi, bæði þegar ég fékk fyrstu eyrnabólguna og alltaf þegar ég veiktist eftir það. Ég skil það vel og hefði eflaust gert það sama í þeirra sporum. En líf mitt hefði orðið öðruvísi ef þessu „undraefni“ hefði ekki verið dælt í mig í barnæsku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár