Fékk sprengju til að drepa mús

Jón­ína Leós­dótt­ir rit­höf­und­ur rek­ur lé­legt heilsu­far til lyfja­gjaf­ar í æsku.

Fékk sprengju til að drepa mús

Þegar ég var barn voru mér gefnir mjög sterkir skammtar af penisilíni sem klúðruðu algjörlega í mér ónæmiskerfinu og höfðu þannig neikvæð áhrif á heilsu mína til frambúðar. Ég hef glímt við heilsufarsvandamál allar götur síðan.

Penisilínið átti auðvitað að gera mér gott. En á þessum tíma hafði það aðeins verið í almennri notkun á Vesturlöndum í nokkur ár og til að byrja með var lyfið afar breiðvirkandi og notað í miklum styrkleika. Ég fékk fyrstu penisilínsprautuna þegar ég var aðeins tveggja vikna gömul og ástæðan var einfaldlega sú að ég var með eyrnabólgu. Þetta var svolítið eins og að nota sprengju til þess að drepa litla mús og yrði aldrei gert í dag.

En báðir foreldrar mínir voru brenndir af því að hafa misst nákomna ættingja úr sýkingum áður en penisilín kom til sögunnar. Fjórtán ára gömul hafði mamma misst móður sína eftir að kjúklingabein festist í hálsinum á henni og sýking kom í sárið. Einnig hafði systir mömmu misst ungan son sex árum áður en ég fæddist og pabbi hafði misst tveggja ára bróður. Fjölskylda mín tók lyfinu því fagnandi, bæði þegar ég fékk fyrstu eyrnabólguna og alltaf þegar ég veiktist eftir það. Ég skil það vel og hefði eflaust gert það sama í þeirra sporum. En líf mitt hefði orðið öðruvísi ef þessu „undraefni“ hefði ekki verið dælt í mig í barnæsku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár