Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fékk sprengju til að drepa mús

Jón­ína Leós­dótt­ir rit­höf­und­ur rek­ur lé­legt heilsu­far til lyfja­gjaf­ar í æsku.

Fékk sprengju til að drepa mús

Þegar ég var barn voru mér gefnir mjög sterkir skammtar af penisilíni sem klúðruðu algjörlega í mér ónæmiskerfinu og höfðu þannig neikvæð áhrif á heilsu mína til frambúðar. Ég hef glímt við heilsufarsvandamál allar götur síðan.

Penisilínið átti auðvitað að gera mér gott. En á þessum tíma hafði það aðeins verið í almennri notkun á Vesturlöndum í nokkur ár og til að byrja með var lyfið afar breiðvirkandi og notað í miklum styrkleika. Ég fékk fyrstu penisilínsprautuna þegar ég var aðeins tveggja vikna gömul og ástæðan var einfaldlega sú að ég var með eyrnabólgu. Þetta var svolítið eins og að nota sprengju til þess að drepa litla mús og yrði aldrei gert í dag.

En báðir foreldrar mínir voru brenndir af því að hafa misst nákomna ættingja úr sýkingum áður en penisilín kom til sögunnar. Fjórtán ára gömul hafði mamma misst móður sína eftir að kjúklingabein festist í hálsinum á henni og sýking kom í sárið. Einnig hafði systir mömmu misst ungan son sex árum áður en ég fæddist og pabbi hafði misst tveggja ára bróður. Fjölskylda mín tók lyfinu því fagnandi, bæði þegar ég fékk fyrstu eyrnabólguna og alltaf þegar ég veiktist eftir það. Ég skil það vel og hefði eflaust gert það sama í þeirra sporum. En líf mitt hefði orðið öðruvísi ef þessu „undraefni“ hefði ekki verið dælt í mig í barnæsku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár