„Við erum ekki ánægð með þessa ákvörðun fyrirtækisins,“ segir bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Rebekka Hilmarsdóttir, aðspurð um hvað henni finnst um það að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish frá Ísafirði hafi notað sláturskipið Norwegian Gannet til að slátra upp úr kvíum sínum í Tálknafirði nú í október. Skipið slátrar eldislaxi beint upp úr sjókvíum og siglir svo með hann í verksmiðju í Hirtshals í Danmörku þaðan sem laxinum er komið á markað.
„Þetta eru nokkrar milljónir sem sveitarfélagið verður af vegna þessa“
Samtals slátraði Norwegian Gannet eldislaxi sem varð að 500 tonnum af slægðum fiski og flutti skipið afurðirnar beint úr landi án þess að aflinn kæmi nokkru sinni á land á Íslandi. Um er að ræða aflaverðmæti fyrir á að giska 400 til 500 milljónir íslenskra króna. „Við höfum haft áhyggjur af því að þessar aðstæður gætu verið að skapast,“ segir Rebekka.
Nokkurra milljóna tekjutap fyrir Vesturbyggð
Fyrir vikið varð …
Athugasemdir