Engin leið var fyrir lögregluna að komast að niðurstöðu um hvort einher hafi átt við kjörgögn í Norðvesturkjördæmi eftir að talningafólk lauk vinnu sinni og yfirgaf talningarstað að morgni 26. september. Í rannsókn lögreglu var hins vegar staðfest að ferðir inn í salinn voru á annan tug en ekki er getið til um hversu margir starfsmenn fóru þar inn á meðan kjörgögn lágu óinnsigluð. Þrír þeirra tóku myndir af eftirlitslausum seðlunum.
Eftirlitsmyndavélar á hótelinu eru staðsettar fyrir utan sjálfan talningarsalinn. Vegna þess hvernig sjónarhorn þeirra er hverfur starfsfólkið annað slagið úr sjónarsviði eftirlitsmyndavélanna. Tíminn sem fólkið er inni í salnum og ekki í mynd er frá því að vera í nokkrar sekúndur upp í tvær mínútur og 25 sekúndur. Lögregla tók skýrslu af starfsfólki hótelsins sem fullyrða að það hafi ekki átt við gögnin. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Ingi Tryggvason, formaður …
Athugasemdir