Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

553. spurningaþraut: Nýtt almanak á hraða hljóðsins og fótum skordýra

553. spurningaþraut: Nýtt almanak á hraða hljóðsins og fótum skordýra

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvað er þar að sjá?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu marga fætur hafa skordýr?

2.  Laust fyrir miðja fyrstu öld fyrir Krist stóð Rómverji einn fyrir því að laga almanakið í ríkinu sem komið var í rugl. Hann úrskurðaði að miða skyldi almanakið við sólina og í hverju ári ættu að vera 365 dagar en svo hlaupársdagur á fjögurra ára fresti. Hver var þessi Rómverji?

3.  Hver er hraði hljóðsins — svona nokkurn veginn? Er það 110 kílómetrar á klukkustund, 1.100 kílómetrar á klukkustund, 11.000 kílómetrar á klukkustund, 110.000 kílómetrar á klukkustund eða 1,1 milljón kílómetra á klukkustund? 

4.  Í hvaða núverandi ríki var borgin Babýlon?

5.  Hver orti ljóð sem hefst svo: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“?

6.  Hver er „rauða reikistjarnan·?

7.  Hversu mörg ríki eru nú Evrópusambandinu? Muna má einu ríki til eða frá.

8.  Frá hvaða landi er hljómsveitin Rammstein?

9.  Hvað hét síðasta konan sem var tekin af lífi af yfirvöldum á Íslandi?

10.  Aron Pálmarsson hefur verið einn besti handboltamaður Íslendinga um árabil. Með hvaða liði spilar hann nú?

Seinni aukaspurning:

Hvar er þetta hús?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex.

2.  Caesar.

3.  1.100 kílómetra á klukkustund.

4.  Írak.

5.  Steinn Steinarr.

6.  Mars.

7.  Þau eru 27, svo rétt er 26-28.

8.  Þýskalandi.

9.  Agnes. Hún var Magnúsdóttir en það er óþarfi að vita það.

10.  Með liði Álaborgar í Danmörku.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru makkarónur. Það dugar EKKI að segja smákökur!

Húsið á neðri myndinni er á Elliðaey í Vestmannaeyjum. Þið áttuð að átta ykkur á því vegna þess að enginn bílavegur liggur upp að húsinu. Í Vestmannaeyjum dugar reyndar sem rétt svar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár