Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

553. spurningaþraut: Nýtt almanak á hraða hljóðsins og fótum skordýra

553. spurningaþraut: Nýtt almanak á hraða hljóðsins og fótum skordýra

Fyrri aukaspurning:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvað er þar að sjá?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu marga fætur hafa skordýr?

2.  Laust fyrir miðja fyrstu öld fyrir Krist stóð Rómverji einn fyrir því að laga almanakið í ríkinu sem komið var í rugl. Hann úrskurðaði að miða skyldi almanakið við sólina og í hverju ári ættu að vera 365 dagar en svo hlaupársdagur á fjögurra ára fresti. Hver var þessi Rómverji?

3.  Hver er hraði hljóðsins — svona nokkurn veginn? Er það 110 kílómetrar á klukkustund, 1.100 kílómetrar á klukkustund, 11.000 kílómetrar á klukkustund, 110.000 kílómetrar á klukkustund eða 1,1 milljón kílómetra á klukkustund? 

4.  Í hvaða núverandi ríki var borgin Babýlon?

5.  Hver orti ljóð sem hefst svo: „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“?

6.  Hver er „rauða reikistjarnan·?

7.  Hversu mörg ríki eru nú Evrópusambandinu? Muna má einu ríki til eða frá.

8.  Frá hvaða landi er hljómsveitin Rammstein?

9.  Hvað hét síðasta konan sem var tekin af lífi af yfirvöldum á Íslandi?

10.  Aron Pálmarsson hefur verið einn besti handboltamaður Íslendinga um árabil. Með hvaða liði spilar hann nú?

Seinni aukaspurning:

Hvar er þetta hús?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sex.

2.  Caesar.

3.  1.100 kílómetra á klukkustund.

4.  Írak.

5.  Steinn Steinarr.

6.  Mars.

7.  Þau eru 27, svo rétt er 26-28.

8.  Þýskalandi.

9.  Agnes. Hún var Magnúsdóttir en það er óþarfi að vita það.

10.  Með liði Álaborgar í Danmörku.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru makkarónur. Það dugar EKKI að segja smákökur!

Húsið á neðri myndinni er á Elliðaey í Vestmannaeyjum. Þið áttuð að átta ykkur á því vegna þess að enginn bílavegur liggur upp að húsinu. Í Vestmannaeyjum dugar reyndar sem rétt svar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár