Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

552. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Keir og Keir

552. spurningaþraut: Hér er spurt um bæði Keir og Keir

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg er brúin á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi voru fyrstu bílaverksmiðjur Honda?

2.  Keir Starmer — hvaða starfi gegnir hann?

3.  Úr hvaða tungumáli er nafnið Keir komið?

4.  Keir Dullea lék eitt helsta hlutverkið í frægri og speisaðri kvikmynd frá 1968. Hver er sú kvikmynd?

5.  Hvað heitir staður sá í Hvalfirði þar sem Skúli Mogensen er að byggja upp ferðaþjónustu?

6.  Hvað hét dóttir Brynjólfs Sveinssonar biskups?

7.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Bahrein?

8.  Hún skrifaði marglofaða bók um gullöld íslensku revíunnar, er virtur dagskrárgerðarmaður hjá Rás eitt Ríkisútvarpsins og hefur tjáð sig í fjölmiðlum um þráhyggjuröskun sem hrjáir hana. Hvað heitir hún?

9.  Hvaða fótboltalið á Englandi hefur bækistöðvar sínar á vellinum Old Trafford?

10.  Niðureftir hve mörgum vegum verður maður að ganga áður en þú fellst á að kalla hann mann?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá mestan hlut af umslagi frægrar plötu sem út kom 1993. Hver var hljómsveitin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Japan.

2.  Leiðtogi Verkamannsflokksins á Bretlandi.

3.  Gelísku.

4.  2001: A Space Odyssey.

5.  Hvammsvík.

6.  Ragnheiður.

7.  Asíu.

8.  Una Margrét.

9.  Manchester United.

10.  Svarið, vinur minn, feykist í vindinum.

Eða: The answer, my friend, is blowing in the wind.

***

Brúin á efri myndinni er í Feneyjum.

Plötuna Pablo Honey gaf hljómsveitin Radiohead út.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár