Sú nefnd í Stokkhólmi sem útdeilir Nóbelsverðlaunum í bókmenntum hefur gaman af að koma fólki á óvart. Lengi hefur verið búist við því að nefndin verðlaunaði loks svartan afrískan rithöfund og virtist einboðið að þá yrði Ngũgĩ wa Thiong’o frá Keníu fyrir valinu enda sennilega frægasti og virtasti höfundurinn af því tagi um þessar mundir. En þegar talsmaður Nóbelsnefndarinnar birtist loks á dögunum og las upp nafn verðlaunahafans þá reyndist að vísu um að ræða svartan Afríkumann en ekki Ngũgĩ frá Keníu heldur Abdulrazak Gurnah frá Tansaníu. Óhætt er að segja að enginn hafi búist við að hann fengi þessi eftirsóttustu bókmenntaverðlaun heimsins, enda spurði hann víst sjálfur hvort einhver væri að atast í honum þegar Nóbelsnefndin hringdi og tilkynnti honum um verðlaunin.
Áhrif nýlendustefnunnar
Eftir á að hyggja virðast flestir þó sáttir við verðlaunaveitinguna til Gurnahs. Nefndin sagði að hann fengi þau fyrir „einarða og …
Athugasemdir