Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi ráðgjafi Samherja í Namibíu, fór í túr með togaranum Blæng Nk sem er í eigu Síldarvinnslunnar nú í september. Þetta staðfestir annar af skipstjórum Blængs, Bjarni Ólafur Hjálmarsson.
Samherji er stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar sem skráð var á markað fyrr á árinu. Eignarhlutur Samherja er tæplega 1/3 af hlutafénu. Síldarvinnslan er því almenningshlutafélag og eru lífeyrissjóðir stórir í hluthafahópnum, meðal annars Gildi, Stapi og Lífeyrissjóður verslunarmanna.
Stjórnarformaður Síldarvinnslunnar er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Um var að ræða síðasta túr sem Blængur fór í en togarinn landaði á Neskaupsstað þann 28. september síðastliðinn.
„Hann kom einn túr um daginn bara.“
Bjarni segir að Jón Óttar hafi farið í túr á togaranum fyrir nokkrum vikum. „Hann kom einn túr um daginn bara. Hann er ekki fastur nei heldur leysti bara af einn túr. Það er ekkert áframhald á því svo ég viti til,“ segir …
Athugasemdir