Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

549. spurningaþraut sem er sérsniðin fyrir Jón Óskar

549. spurningaþraut sem er sérsniðin fyrir Jón Óskar

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið sem sést hér að ofan (að hluta)?

***

Aðalspurningar:

1.  Þann 6. apríl 1979 kom út í fyrsta sinn nýtt íslenskt vikublað sem átti sér svo litríka sögu í rúman áratug. Nokkrum árum seinna var blaðið svo endurvakið í fáein ár. Hvað hét þetta blað?

2.  Á forsíðu fyrsta eintaks blaðsins 1979 var mynd og stutt viðtal við vinsælan íslenskan stjórnmálaforingja undir fyrirsögninni „Nýtt blað, nýr formaður.“ Stjórnmálaforinginn hafði einmitt verið kosinn formaður í flokki sínum örfáum dögum fyrr. Hver var maðurinn?

3.  Fyrsta sólóplata David Bowies kom út árið 1967 og nefndist einfaldlega David Bowie. Næsta sólóplata Bowies kom út tveim árum seinna. Hún er oft kölluð Space Oddity eftir fyrsta lagi plötunnar, en í rauninni hét platan ... hvað?

4.  Karlmaður nokkur fæddist árið 1934 og varð frægur um alla heimsbyggðina árið 1961. Þessi afreksmaður lést svo mjög sviplega í flugslysi árið 1968. Hvað hét hann?

5.  Einu sinni var maður nokkur sem Tom hét að fornafni og bjó í hinni sólríku Kaliforníu um 1970. Hann varð frægur í sínum hópi fyrir ansi groddalega hegðun á fylleríi einu sinni, en var þó allra kunnastur hæfni sína á sjóbrettum á ströndinni. Ákveðið vinsælt fyrirbæri var nefnt eftir honum (eftirnafni hans) og hans „frægðarverki“, og þykir fyrirbærið öflugt. En reyndar eru þeir til sem fullyrða að þessi saga sé uppspuni frá rótum og nafn fyrirbærisins sé bara út í loftið, eins og oft mun vera með nöfn á þessum freistandi en stundum varasömu fyrirbærum. En nú er spurt: Hvers konar fyrirbæri var nefnt eftir Tom þessum — nú, eða ekki? Og fyrir lárviðarstig: Hvað kallast þetta sérstaka fyrirbæri?

6.  Adelina Poerio lék eitt helsta hlutverkið í víðfrægri bíómynd frá árinu 1973. Raunar brá henni mjög sjaldan fyrir í myndinni og það sást ekki framan í hana nema andartak — en það var mjög eftirminnilegt andartak. En nærvera hennar myndina út í gegn var sterk og hafði mikil áhrif á aðalpersónurnar. Hvað hét bíómyndin sem Adelina lék í?

7.  Hvar var Aleta drottning?

8.  Fimm eru þau, hverfin í New York-borg. Hvað heita þau? — og já, það þarf að nefna öll fimm til að fá aðeins eitt stig!

9.  „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði; / áburð og ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði; / mér var þó löngum meir í hug / melgrasskúfurinn harði, / runninn upp þar sem Kaldakvísl / kemur úr Vonarskarði.“ Hver orti svo?

10.  Úr íslenskri landafræði: Um það leyti sem síðustu ísöld var að ljúka, eða fyrir 10-13 þúsund árum, þá fór að gjósa á nýjum stað. Margoft hefur gosið þar síðan og er hæsti tindurinn á svæðinu 283 metra hár. Eldstöðvar munu þar enn vera virkar. Hvaða staður er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Helgarpósturinn.

2.  Steingrímur Hermannsson.

3.  David Bowie.

4.  Gagarin.

5.  Fyrirbærið er kokkteill — og nafn þessa tiltekna fyrirbæris er Harvey Wallbanger. Tom nokkur Harvey á að hafa gengið svo af göflunum þegar hann bragðaði kokkteilinn að hann fór að kasta sér utan í veggi á barnum þar sem boðið var upp á drykkinn.

6.  Don't Look Now.

Adelina Poerioí hlutverki sínu í Don't Look Now.

7.  Á Þokueyjum.

8.  Manhattan, Brooklyn, Queens, Bronx, Staten Island.

9.  Jón Helgason.

10.  Vestmanneyjar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er brot af málverkinu Fimmta innsiglið rofið eftir El Greco.

En neðri myndin er aftur á móti ættuð úr kvikmyndinni Resevoir Dogs:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa
6
Stjórnmál

Pírat­ar sætt­ast og leyfa vara­mönn­um að kjósa

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, 24 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, hef­ur tek­ið við sem formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Pírata sem í reynd má segja að sé æðsta lýð­ræð­is­lega embætti stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hall­dór Auð­ar Svans­son hef­ur stig­ið til hlið­ar úr því hlut­verki og vara­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn verð­ur boð­ið að taka full­an þátt í starfi fram­kvæmda­stjórn­ar, með at­kvæð­is­rétt.
Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
10
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
2
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
9
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
10
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár