Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

549. spurningaþraut sem er sérsniðin fyrir Jón Óskar

549. spurningaþraut sem er sérsniðin fyrir Jón Óskar

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið sem sést hér að ofan (að hluta)?

***

Aðalspurningar:

1.  Þann 6. apríl 1979 kom út í fyrsta sinn nýtt íslenskt vikublað sem átti sér svo litríka sögu í rúman áratug. Nokkrum árum seinna var blaðið svo endurvakið í fáein ár. Hvað hét þetta blað?

2.  Á forsíðu fyrsta eintaks blaðsins 1979 var mynd og stutt viðtal við vinsælan íslenskan stjórnmálaforingja undir fyrirsögninni „Nýtt blað, nýr formaður.“ Stjórnmálaforinginn hafði einmitt verið kosinn formaður í flokki sínum örfáum dögum fyrr. Hver var maðurinn?

3.  Fyrsta sólóplata David Bowies kom út árið 1967 og nefndist einfaldlega David Bowie. Næsta sólóplata Bowies kom út tveim árum seinna. Hún er oft kölluð Space Oddity eftir fyrsta lagi plötunnar, en í rauninni hét platan ... hvað?

4.  Karlmaður nokkur fæddist árið 1934 og varð frægur um alla heimsbyggðina árið 1961. Þessi afreksmaður lést svo mjög sviplega í flugslysi árið 1968. Hvað hét hann?

5.  Einu sinni var maður nokkur sem Tom hét að fornafni og bjó í hinni sólríku Kaliforníu um 1970. Hann varð frægur í sínum hópi fyrir ansi groddalega hegðun á fylleríi einu sinni, en var þó allra kunnastur hæfni sína á sjóbrettum á ströndinni. Ákveðið vinsælt fyrirbæri var nefnt eftir honum (eftirnafni hans) og hans „frægðarverki“, og þykir fyrirbærið öflugt. En reyndar eru þeir til sem fullyrða að þessi saga sé uppspuni frá rótum og nafn fyrirbærisins sé bara út í loftið, eins og oft mun vera með nöfn á þessum freistandi en stundum varasömu fyrirbærum. En nú er spurt: Hvers konar fyrirbæri var nefnt eftir Tom þessum — nú, eða ekki? Og fyrir lárviðarstig: Hvað kallast þetta sérstaka fyrirbæri?

6.  Adelina Poerio lék eitt helsta hlutverkið í víðfrægri bíómynd frá árinu 1973. Raunar brá henni mjög sjaldan fyrir í myndinni og það sást ekki framan í hana nema andartak — en það var mjög eftirminnilegt andartak. En nærvera hennar myndina út í gegn var sterk og hafði mikil áhrif á aðalpersónurnar. Hvað hét bíómyndin sem Adelina lék í?

7.  Hvar var Aleta drottning?

8.  Fimm eru þau, hverfin í New York-borg. Hvað heita þau? — og já, það þarf að nefna öll fimm til að fá aðeins eitt stig!

9.  „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm / sólvermd í hlýjum garði; / áburð og ljós og aðra virkt / enginn til þeirra sparði; / mér var þó löngum meir í hug / melgrasskúfurinn harði, / runninn upp þar sem Kaldakvísl / kemur úr Vonarskarði.“ Hver orti svo?

10.  Úr íslenskri landafræði: Um það leyti sem síðustu ísöld var að ljúka, eða fyrir 10-13 þúsund árum, þá fór að gjósa á nýjum stað. Margoft hefur gosið þar síðan og er hæsti tindurinn á svæðinu 283 metra hár. Eldstöðvar munu þar enn vera virkar. Hvaða staður er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Helgarpósturinn.

2.  Steingrímur Hermannsson.

3.  David Bowie.

4.  Gagarin.

5.  Fyrirbærið er kokkteill — og nafn þessa tiltekna fyrirbæris er Harvey Wallbanger. Tom nokkur Harvey á að hafa gengið svo af göflunum þegar hann bragðaði kokkteilinn að hann fór að kasta sér utan í veggi á barnum þar sem boðið var upp á drykkinn.

6.  Don't Look Now.

Adelina Poerioí hlutverki sínu í Don't Look Now.

7.  Á Þokueyjum.

8.  Manhattan, Brooklyn, Queens, Bronx, Staten Island.

9.  Jón Helgason.

10.  Vestmanneyjar.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er brot af málverkinu Fimmta innsiglið rofið eftir El Greco.

En neðri myndin er aftur á móti ættuð úr kvikmyndinni Resevoir Dogs:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár