Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

548. spurningaþraut: „Ég hlýt að snúa mér undan, uns myrkrið víkur frá mér“

548. spurningaþraut: „Ég hlýt að snúa mér undan, uns myrkrið víkur frá mér“

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða bíómynd eða bíómyndum birtist persónan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Ég sé rauða hurð / og ég þrái að hún verði máluð svört. / Enga liti meir! / Ég vil að þeir verði svartir. / Ég sé stúlkurnar ganga hjá, / klæddar sínu sumarskarti, / ég hlýt að snúa mér undan, / uns myrkrið víkur frá mér.“ — Þetta er lausleg íslensk þýðing á alkunnu ljóði, sem heitir hvað á frummálinu?

2.  Árið 1801 tók Geir Vídalín við nýju starfi á Íslandi en áður hafði hann gegnt mjög sambærilegu starfi í hluta landsins. Hvað var hið nýja starf Geirs?

3.  Hversu margar plágur lét guð Gamla Testamentisins ganga yfir Egiftaland?

4.  Andri Lucas Guðjohnsen er ungur að árum en skorar reglulega fyrir íslenska landsliðið. Fyrir hvaða félagslið úti í hinum stóra heimi spilar hann?

5.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Burkina Faso?

6.  Hver mælti svo: „Að vera eða ekki vera, það er spurningin.“

7.  Hvaða númer eða tala er gjarnan talin sérstaklega tengd djöflinum sjálfum?

8.  Árið 490 fyrir Krist var háð orrusta ein, sem varð afdrifarík. Með sigri í orrustunni stöðvaði smáríki um tíma grimma ásókn stórveldis. En bærinn, þar sem orrustan var háð, hefur þó orðið enn frægari vegna svolítils sem gerðist EFTIR orrustuna. Hvað heitir bærinn?

9.  Söngkonan GDRN eða Guðrún Ýr upplýsti um daginn að hún hefði verið mjög áhugasöm íþróttakona og hefði ef til vill lagt alfarið út á þá braut ef hún hefði ekki meiðst á unglingsárum, sem batt endi á íþróttaferilinn. Hvaða íþrótt stundaði hún af svo miklum kappi?

10.  Heimsmeistaramót í hvaða tölvuleik hófst í Laugardalshöll fyrr í haust?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hinn glaðhlakkalegi ungi karl á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Paint It Black. Smellið á hlekkinn frá Youtube.

Smellið hér á YouTube linkinn.

2.  Biskup Íslands.

3.  Tíu.

4.  Real Madrid.

5.  Afríku.

6.  Hamlet.

7.  666.

8.  Maraþon.

9.  Fótbolta.

10.  League of Legends.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr Kill Bill númer 1 eða 2.

Neðri myndin er af Tony Blair.

***

Lítið á hlekki á fyrri þrautir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár