Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

548. spurningaþraut: „Ég hlýt að snúa mér undan, uns myrkrið víkur frá mér“

548. spurningaþraut: „Ég hlýt að snúa mér undan, uns myrkrið víkur frá mér“

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða bíómynd eða bíómyndum birtist persónan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  „Ég sé rauða hurð / og ég þrái að hún verði máluð svört. / Enga liti meir! / Ég vil að þeir verði svartir. / Ég sé stúlkurnar ganga hjá, / klæddar sínu sumarskarti, / ég hlýt að snúa mér undan, / uns myrkrið víkur frá mér.“ — Þetta er lausleg íslensk þýðing á alkunnu ljóði, sem heitir hvað á frummálinu?

2.  Árið 1801 tók Geir Vídalín við nýju starfi á Íslandi en áður hafði hann gegnt mjög sambærilegu starfi í hluta landsins. Hvað var hið nýja starf Geirs?

3.  Hversu margar plágur lét guð Gamla Testamentisins ganga yfir Egiftaland?

4.  Andri Lucas Guðjohnsen er ungur að árum en skorar reglulega fyrir íslenska landsliðið. Fyrir hvaða félagslið úti í hinum stóra heimi spilar hann?

5.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Burkina Faso?

6.  Hver mælti svo: „Að vera eða ekki vera, það er spurningin.“

7.  Hvaða númer eða tala er gjarnan talin sérstaklega tengd djöflinum sjálfum?

8.  Árið 490 fyrir Krist var háð orrusta ein, sem varð afdrifarík. Með sigri í orrustunni stöðvaði smáríki um tíma grimma ásókn stórveldis. En bærinn, þar sem orrustan var háð, hefur þó orðið enn frægari vegna svolítils sem gerðist EFTIR orrustuna. Hvað heitir bærinn?

9.  Söngkonan GDRN eða Guðrún Ýr upplýsti um daginn að hún hefði verið mjög áhugasöm íþróttakona og hefði ef til vill lagt alfarið út á þá braut ef hún hefði ekki meiðst á unglingsárum, sem batt endi á íþróttaferilinn. Hvaða íþrótt stundaði hún af svo miklum kappi?

10.  Heimsmeistaramót í hvaða tölvuleik hófst í Laugardalshöll fyrr í haust?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hinn glaðhlakkalegi ungi karl á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Paint It Black. Smellið á hlekkinn frá Youtube.

Smellið hér á YouTube linkinn.

2.  Biskup Íslands.

3.  Tíu.

4.  Real Madrid.

5.  Afríku.

6.  Hamlet.

7.  666.

8.  Maraþon.

9.  Fótbolta.

10.  League of Legends.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr Kill Bill númer 1 eða 2.

Neðri myndin er af Tony Blair.

***

Lítið á hlekki á fyrri þrautir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár