Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

547. spurningaþraut: Hér er spurt um grínaktugan kaftein, og fleira

547. spurningaþraut: Hér er spurt um grínaktugan kaftein, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvaða dýr má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða leikriti kemur veðurrannsóknarmaðurinn Tobías við sögu?

2.  Mikhaíl Tal hét karl einn sem var heimsmeistari í sinni grein í eitt ár 1960-1961 en þótti áratugum saman sannkallaður töframaður í þessari grein og vann mörg góð afrek. Hver var þessi sérgrein Tals?

3.  Hver orti kvæðið um „Sprengisand“ sem hefst á orðunum „Ríðum, ríðum ...“?

4.  Hversu marga afkomendur á Arnór Guðjohnsen sem leikið hafa aðallandsleiki í fótbolta karla?

5.  Hver samdi óperuna Aidu?

6.  Hvað hét höfundur skáldsagnanna um James Bond?

7.  „Ráðskona óskast í sveit — má hafa með sér barn.“ Hver skrifaði þá skáldsögu?

8.  Skáld-Rósa var líka nefnd ... hvað?

9.  Hvað heitir höfuðborg Úkraínu?

10.  Árið 2003 kom út grínaktug barnabók á Íslandi um kaftein nokkurn. Hún var prýdd fjölda grínaktugra teikninga. Síðan fylgdu margar fleiri bækur um þennan kaftein. Hann nefndist Kafteinn ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Kardimommubænum.

2.  Skák.

3.  Grímur Thomsen.

4.  Þrjá.

5.  Verdi.

6.  Fleming.

7.  Snjólaug Bragadóttir.

8.  Vatnsenda-Rósa.

9.  Kíev.

10.  Ofurbrók.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er villihundur. Það er sem sé tegundin villihundur, en ekki villtur hundur.

Neðri myndin er úr Guðföðurnum og sýnir eiginkonu mafíuforingjans Vito Corleone og eitt barnabarna þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár