Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

538. spurningaþraut: Guð dauður? Er guð dauður? Hver segir það?

538. spurningaþraut: Guð dauður? Er guð dauður? Hver segir það?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér? Bæði þarf skírnar- og föðurnafn.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða mynt er notuð í Danmörku?

2.  Hver var aðal listgrein Salvadors Dali?

3.  Hvað heitir sú trjátegund sem ber heiðgul blóm sem hanga í strengjum niður úr greinunum?

4.  Banksy heitir listamaður einn á Bretlandi sem heldur nafni sínu leyndu. Verk hans birtast gjarnan óforvarandis á opinberum vettvangi. Þótt flest sé á huldu um Banksy, þá er ljóst að hann er sérstaklega tengdur einni ákveðinni breskri borg, þar sem hann komst til manns sem listamaður. Hvaða borg er það?

5.  „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Hverja þá?

6.  Helgafellsklaustur, Kirkjubæjarklaustur, Munkaþverárklaustur, Möðruvallaklaustur, Reynistaðaklaustur, Saurbæjarklaustur, Skriðuklaustur, Viðeyjarklausur, Þykkvabæjarklaustur. Hvert af þessum níu klaustrum var ekki til, heldur er tilbúningur minn?

7.  Breski tónlistarmaðurinn Sting var hér á árum áður býsna kunnur, bæði fyrir sólóferil sinn og svo fyrir að vera í hljómsveit sem nefnd var ...?

8.  Á hvaða nesi stendur alþjóðaflugvöllurinn sem oftast er kenndur við Keflavík? 

9.  Heimspekingur einn fullyrti í frægi bók, sem hafin var útgáfa á 1883, að guð væri dauður. Ýmsir höfðu svo sem haft orð á þessu áður en ekki svo skýrt og skilmerkilega, og andlátsfregnin er því jafnan tengd nafni þessa heimspekings. Og hann hét ...?

10.  Sami heimspekingur setti í sömu bók, ef mér skjöplast ekki, fram kenningu um manninn, sem einnig varð mjög fræg — en líka mjög misskilin. Samkvæmt kenningunni skyldi maðurinn stefna að því, eftir að guð væri dauður, að verða ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða þjóð eða þjóðahópur sigldi bátum af því tagi sem hér að neðan sjást?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Krónur.

2.  Myndlist.

3.  Gullregn.

4.  Bristol.

5.  Hvali.

6.  Saurbæjarklaustur hefur ekki verið stofnað enn.

7.  Police.

8.  Miðnes. Einnig gef ég rétt fyrir Rosmhvalanes.

9.  Nietzsche.

10.  Übermensch, ofurmenni, á ensku superman.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Vanda Sigurgeirsdóttir.

Á neðri myndinni er bátur Pólynesa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu