Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

538. spurningaþraut: Guð dauður? Er guð dauður? Hver segir það?

538. spurningaþraut: Guð dauður? Er guð dauður? Hver segir það?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér? Bæði þarf skírnar- og föðurnafn.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða mynt er notuð í Danmörku?

2.  Hver var aðal listgrein Salvadors Dali?

3.  Hvað heitir sú trjátegund sem ber heiðgul blóm sem hanga í strengjum niður úr greinunum?

4.  Banksy heitir listamaður einn á Bretlandi sem heldur nafni sínu leyndu. Verk hans birtast gjarnan óforvarandis á opinberum vettvangi. Þótt flest sé á huldu um Banksy, þá er ljóst að hann er sérstaklega tengdur einni ákveðinni breskri borg, þar sem hann komst til manns sem listamaður. Hvaða borg er það?

5.  „Er nauðsynlegt að skjóta þá?“ Hverja þá?

6.  Helgafellsklaustur, Kirkjubæjarklaustur, Munkaþverárklaustur, Möðruvallaklaustur, Reynistaðaklaustur, Saurbæjarklaustur, Skriðuklaustur, Viðeyjarklausur, Þykkvabæjarklaustur. Hvert af þessum níu klaustrum var ekki til, heldur er tilbúningur minn?

7.  Breski tónlistarmaðurinn Sting var hér á árum áður býsna kunnur, bæði fyrir sólóferil sinn og svo fyrir að vera í hljómsveit sem nefnd var ...?

8.  Á hvaða nesi stendur alþjóðaflugvöllurinn sem oftast er kenndur við Keflavík? 

9.  Heimspekingur einn fullyrti í frægi bók, sem hafin var útgáfa á 1883, að guð væri dauður. Ýmsir höfðu svo sem haft orð á þessu áður en ekki svo skýrt og skilmerkilega, og andlátsfregnin er því jafnan tengd nafni þessa heimspekings. Og hann hét ...?

10.  Sami heimspekingur setti í sömu bók, ef mér skjöplast ekki, fram kenningu um manninn, sem einnig varð mjög fræg — en líka mjög misskilin. Samkvæmt kenningunni skyldi maðurinn stefna að því, eftir að guð væri dauður, að verða ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða þjóð eða þjóðahópur sigldi bátum af því tagi sem hér að neðan sjást?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Krónur.

2.  Myndlist.

3.  Gullregn.

4.  Bristol.

5.  Hvali.

6.  Saurbæjarklaustur hefur ekki verið stofnað enn.

7.  Police.

8.  Miðnes. Einnig gef ég rétt fyrir Rosmhvalanes.

9.  Nietzsche.

10.  Übermensch, ofurmenni, á ensku superman.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Vanda Sigurgeirsdóttir.

Á neðri myndinni er bátur Pólynesa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár