Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér

Við fyr­ir­töku í máli á hend­ur Jó­hann­esi Tryggva Svein­björns­syni með­höndlara í gær fór lög­fræð­ing­ur hans fram á að mál­ið yrði rek­ið fyr­ir lukt­um dyr­um. Ragn­hild­ur Eik Árna­dótt­ir, sem Jó­hann­es er ákærð­ur fyr­ir að hafa brot­ið gegn, fer hins veg­ar fram á þing­hald verði op­ið.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér
Segir opið þinghald óréttlátt Lögmaður Jóhannesar Tryggva fer fram á að þinghald í máli á hendur honum vegna kynferðisbrot verði lokað.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, meðhöndlari sem dæmdur var fyrir fjórar nauðganir í janúar síðastliðnum og sætir nú ákæru vegna fimmtu nauðgunarinnar, hefur farið fram á að þinghald í máli á hendur honum verði lokað. Ragnhildur Eik Árnadóttir, konan sem Jóhannes er ákærður fyrir að hafa brotið gegn, hefur hins vegar farið fram á að þinghald í málinu verði opið.

Fyrirtaka í málinu fór fram í gær, miðvikudaginn 29. september. Lögmaður Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, sendi dómara, saksóknara og lögmanni Ragnhildar tölvupóst klukkan 23.11 að kvöldi þriðjudags þar sem hann lýsti þeirri kröfu Jóhannesar að þinghald færi fram fyrir luktum dyrum. Fyrirtaka í málinu fór fram klukkan 14.30 í gær.

Í stjórnarskrá segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði nema að dómari ákveði annað lögum samkvæmt. Í lögum um meðferð sakamála er stuðst við þá grundvallarlöggjöf en tilteknar ástæður þess að dómari geti vikið frá henni. Byggir Steinbergur kröfuna á ákvæðum 10. greinar laga um sakamál en þar segir í a. lið að dómari geti ákveðið að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, „til hlífðar sakborningi, brotaþola, vanadamanni þeirra, vitni eða öðrum er málið varðar“ og í d. lið, sem Steinbergur vísar einnig til, „af velsæmisástæðum“.

Almennt litið svo á að lokað þinghald sé til hagsmuna fyrir brotaþola

Í athugasemdum við frumvarp til laga um meðferð sakamála, sem samþykkt voru sem lög árið 2008, var gerð grein fyrir þeim forsendum sem lágu fyrir við samningu frumvarpsins. Þar segir að „leggja ber áherslu á að hér er um að ræða undantekningar frá fyrrgreindri meginreglu um opinbera málsmeðferð“. Jafnframt er vísað til laga um meðferð opinberra mála sem sett voru árið 1999 og tiltekið að í þeim hafi verið gerðar nokkrar breytingar, meðal annar til þess að „styrkja réttarstöðu brotaþola. Ein af þeim var sú að sá, sem sættir sig ekki við þá ákvörðun dómara að þinghald skuli eftir atvikum vera opið eða lokað, geti krafist þess að hann kveði upp úrskurð um það hvort þinghald skuli háð fyrir luktum dyrum.“ Séu athugasemdir við frumvarpið lesnar má því færa rök fyrir því að vilji löggjafans hafi ekki síst staðið til þess að styrkja stöðu brotaþola hvað varðar afstöðu til þess hvort þinghald fari fram í heyranda hljóði.

„Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu“
Ragnhildur Eik Árnadóttir

Ragnhildur lýsti því í viðtali við Stundina í júlí á þessu ári að hún vildi að þinghald í málinu yrði opið. „Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu, ekki einu sinni eftir að brotaþoli ber vitni. Ef þinghaldið er lokað hefur brotaþoli þannig engan möguleika á að fylgjast með því hvað gerist í málinu, nema með því að tala við réttargæslumanninn sinn, sem ég held að sé eitthvað sem fæstir brotaþolar átti sig á,“ sagði Ragnhildur þá og bætti við að með því að loka þinghaldi væri aðeins verið að taka tillit til geranda og hann þannig varinn fyrir frekara umtali.

Segir opið þinghald „óréttlátt og þungbært“

Í tölvupósti Steinbergs lögmanns tiltekur hann nokkur rök fyrir kröfunni um að þinghald í málinu skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Nefnir hann þar fyrst að með greinargerð ákærða Jóhannesar í málinu muni verða lögð fram gögn úr fyrra dómsmáli á hendur Jóhannesi, sem háð var fyrir luktum dyrum. Ekki gengi að leggja fram gögn úr því máli ef mál Ragnhildar færi fram í heyrandi hljóði. Hins vegar liggur opinberlega fyrir dómur í umræddu máli þar sem farið er all ítarlega yfir málsatvik, skýrslutökur, vitnaleiðslur og röksemdir bæði saksóknara og eins lögmanns Jóhannesar, sem þá eins og nú var Steinbergur.

Í annan stað tilgreinir Steinbergur að meginregla sakamálaréttarfars sé að ákærði sé saklaus uns sekt er sönnuð. Hann sé faðir ungra barna, fjölskyldumaður „og væri það óréttlátt og þungbært gagnvart ákærða og fjölskyldu hans að hafa þinghald í máli þessu opið, enda fyrirséð að málið fái mikla fjölmiðlaumfjöllun sem ótvírætt mun koma til með að hafa neikvæð áhrif á hlutaðeigandi.“

Í þriðja lagi vísar Steinbergur til þess að myndast hafi dómvenja fyrir því að þinghald sé lokað í kynferðisbrotamálum. Lögmenn sem Stundin hefur rætt við benda hins vegar á að sú dómvenja eða meginregla hafi hins vegar skapast fyrst og fremst til að gæta hagsmuna brotaþola en ekki sakbornings. Í þessu máli hefur brotaþoli, sem fyrr segir, gert kröfu um að þinghald verði opið.

Jóhannes var, eins og áður er nefnt, dæmdur fyrir fjórar nauðganir í janúar á þessu ári. Því máli áfrýjaði hann til Landsréttar og er því frjáls ferða sinna, í það minnst þar til málið hefur verið takið fyrir þar sem er á dagskrá 7. október næstkomandi. Athygli vakti á dögunum að Jóhannes ferðaðist til Svíþjóðar og auglýsti þjónustu sína fyrir þarlenda á samfélagsmiðlum. Meðal annars fjallaði sænska Aftonbladet um komu Jóhannesar og þá staðreynd að maður sem dæmdur hefur verið fyrir nauðganir á konum sem leitað höfðu til hans í meðferð við líkamlegum kvillum væri frjáls ferða sinna og enn að bjóða sömu þjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár