Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér

Við fyr­ir­töku í máli á hend­ur Jó­hann­esi Tryggva Svein­björns­syni með­höndlara í gær fór lög­fræð­ing­ur hans fram á að mál­ið yrði rek­ið fyr­ir lukt­um dyr­um. Ragn­hild­ur Eik Árna­dótt­ir, sem Jó­hann­es er ákærð­ur fyr­ir að hafa brot­ið gegn, fer hins veg­ar fram á þing­hald verði op­ið.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér
Segir opið þinghald óréttlátt Lögmaður Jóhannesar Tryggva fer fram á að þinghald í máli á hendur honum vegna kynferðisbrot verði lokað.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, meðhöndlari sem dæmdur var fyrir fjórar nauðganir í janúar síðastliðnum og sætir nú ákæru vegna fimmtu nauðgunarinnar, hefur farið fram á að þinghald í máli á hendur honum verði lokað. Ragnhildur Eik Árnadóttir, konan sem Jóhannes er ákærður fyrir að hafa brotið gegn, hefur hins vegar farið fram á að þinghald í málinu verði opið.

Fyrirtaka í málinu fór fram í gær, miðvikudaginn 29. september. Lögmaður Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, sendi dómara, saksóknara og lögmanni Ragnhildar tölvupóst klukkan 23.11 að kvöldi þriðjudags þar sem hann lýsti þeirri kröfu Jóhannesar að þinghald færi fram fyrir luktum dyrum. Fyrirtaka í málinu fór fram klukkan 14.30 í gær.

Í stjórnarskrá segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði nema að dómari ákveði annað lögum samkvæmt. Í lögum um meðferð sakamála er stuðst við þá grundvallarlöggjöf en tilteknar ástæður þess að dómari geti vikið frá henni. Byggir Steinbergur kröfuna á ákvæðum 10. greinar laga um sakamál en þar segir í a. lið að dómari geti ákveðið að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, „til hlífðar sakborningi, brotaþola, vanadamanni þeirra, vitni eða öðrum er málið varðar“ og í d. lið, sem Steinbergur vísar einnig til, „af velsæmisástæðum“.

Almennt litið svo á að lokað þinghald sé til hagsmuna fyrir brotaþola

Í athugasemdum við frumvarp til laga um meðferð sakamála, sem samþykkt voru sem lög árið 2008, var gerð grein fyrir þeim forsendum sem lágu fyrir við samningu frumvarpsins. Þar segir að „leggja ber áherslu á að hér er um að ræða undantekningar frá fyrrgreindri meginreglu um opinbera málsmeðferð“. Jafnframt er vísað til laga um meðferð opinberra mála sem sett voru árið 1999 og tiltekið að í þeim hafi verið gerðar nokkrar breytingar, meðal annar til þess að „styrkja réttarstöðu brotaþola. Ein af þeim var sú að sá, sem sættir sig ekki við þá ákvörðun dómara að þinghald skuli eftir atvikum vera opið eða lokað, geti krafist þess að hann kveði upp úrskurð um það hvort þinghald skuli háð fyrir luktum dyrum.“ Séu athugasemdir við frumvarpið lesnar má því færa rök fyrir því að vilji löggjafans hafi ekki síst staðið til þess að styrkja stöðu brotaþola hvað varðar afstöðu til þess hvort þinghald fari fram í heyranda hljóði.

„Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu“
Ragnhildur Eik Árnadóttir

Ragnhildur lýsti því í viðtali við Stundina í júlí á þessu ári að hún vildi að þinghald í málinu yrði opið. „Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu, ekki einu sinni eftir að brotaþoli ber vitni. Ef þinghaldið er lokað hefur brotaþoli þannig engan möguleika á að fylgjast með því hvað gerist í málinu, nema með því að tala við réttargæslumanninn sinn, sem ég held að sé eitthvað sem fæstir brotaþolar átti sig á,“ sagði Ragnhildur þá og bætti við að með því að loka þinghaldi væri aðeins verið að taka tillit til geranda og hann þannig varinn fyrir frekara umtali.

Segir opið þinghald „óréttlátt og þungbært“

Í tölvupósti Steinbergs lögmanns tiltekur hann nokkur rök fyrir kröfunni um að þinghald í málinu skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Nefnir hann þar fyrst að með greinargerð ákærða Jóhannesar í málinu muni verða lögð fram gögn úr fyrra dómsmáli á hendur Jóhannesi, sem háð var fyrir luktum dyrum. Ekki gengi að leggja fram gögn úr því máli ef mál Ragnhildar færi fram í heyrandi hljóði. Hins vegar liggur opinberlega fyrir dómur í umræddu máli þar sem farið er all ítarlega yfir málsatvik, skýrslutökur, vitnaleiðslur og röksemdir bæði saksóknara og eins lögmanns Jóhannesar, sem þá eins og nú var Steinbergur.

Í annan stað tilgreinir Steinbergur að meginregla sakamálaréttarfars sé að ákærði sé saklaus uns sekt er sönnuð. Hann sé faðir ungra barna, fjölskyldumaður „og væri það óréttlátt og þungbært gagnvart ákærða og fjölskyldu hans að hafa þinghald í máli þessu opið, enda fyrirséð að málið fái mikla fjölmiðlaumfjöllun sem ótvírætt mun koma til með að hafa neikvæð áhrif á hlutaðeigandi.“

Í þriðja lagi vísar Steinbergur til þess að myndast hafi dómvenja fyrir því að þinghald sé lokað í kynferðisbrotamálum. Lögmenn sem Stundin hefur rætt við benda hins vegar á að sú dómvenja eða meginregla hafi hins vegar skapast fyrst og fremst til að gæta hagsmuna brotaþola en ekki sakbornings. Í þessu máli hefur brotaþoli, sem fyrr segir, gert kröfu um að þinghald verði opið.

Jóhannes var, eins og áður er nefnt, dæmdur fyrir fjórar nauðganir í janúar á þessu ári. Því máli áfrýjaði hann til Landsréttar og er því frjáls ferða sinna, í það minnst þar til málið hefur verið takið fyrir þar sem er á dagskrá 7. október næstkomandi. Athygli vakti á dögunum að Jóhannes ferðaðist til Svíþjóðar og auglýsti þjónustu sína fyrir þarlenda á samfélagsmiðlum. Meðal annars fjallaði sænska Aftonbladet um komu Jóhannesar og þá staðreynd að maður sem dæmdur hefur verið fyrir nauðganir á konum sem leitað höfðu til hans í meðferð við líkamlegum kvillum væri frjáls ferða sinna og enn að bjóða sömu þjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár