Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér

Við fyr­ir­töku í máli á hend­ur Jó­hann­esi Tryggva Svein­björns­syni með­höndlara í gær fór lög­fræð­ing­ur hans fram á að mál­ið yrði rek­ið fyr­ir lukt­um dyr­um. Ragn­hild­ur Eik Árna­dótt­ir, sem Jó­hann­es er ákærð­ur fyr­ir að hafa brot­ið gegn, fer hins veg­ar fram á þing­hald verði op­ið.

Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér
Segir opið þinghald óréttlátt Lögmaður Jóhannesar Tryggva fer fram á að þinghald í máli á hendur honum vegna kynferðisbrot verði lokað.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, meðhöndlari sem dæmdur var fyrir fjórar nauðganir í janúar síðastliðnum og sætir nú ákæru vegna fimmtu nauðgunarinnar, hefur farið fram á að þinghald í máli á hendur honum verði lokað. Ragnhildur Eik Árnadóttir, konan sem Jóhannes er ákærður fyrir að hafa brotið gegn, hefur hins vegar farið fram á að þinghald í málinu verði opið.

Fyrirtaka í málinu fór fram í gær, miðvikudaginn 29. september. Lögmaður Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, sendi dómara, saksóknara og lögmanni Ragnhildar tölvupóst klukkan 23.11 að kvöldi þriðjudags þar sem hann lýsti þeirri kröfu Jóhannesar að þinghald færi fram fyrir luktum dyrum. Fyrirtaka í málinu fór fram klukkan 14.30 í gær.

Í stjórnarskrá segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði nema að dómari ákveði annað lögum samkvæmt. Í lögum um meðferð sakamála er stuðst við þá grundvallarlöggjöf en tilteknar ástæður þess að dómari geti vikið frá henni. Byggir Steinbergur kröfuna á ákvæðum 10. greinar laga um sakamál en þar segir í a. lið að dómari geti ákveðið að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, að öllu leyti eða að hluta, „til hlífðar sakborningi, brotaþola, vanadamanni þeirra, vitni eða öðrum er málið varðar“ og í d. lið, sem Steinbergur vísar einnig til, „af velsæmisástæðum“.

Almennt litið svo á að lokað þinghald sé til hagsmuna fyrir brotaþola

Í athugasemdum við frumvarp til laga um meðferð sakamála, sem samþykkt voru sem lög árið 2008, var gerð grein fyrir þeim forsendum sem lágu fyrir við samningu frumvarpsins. Þar segir að „leggja ber áherslu á að hér er um að ræða undantekningar frá fyrrgreindri meginreglu um opinbera málsmeðferð“. Jafnframt er vísað til laga um meðferð opinberra mála sem sett voru árið 1999 og tiltekið að í þeim hafi verið gerðar nokkrar breytingar, meðal annar til þess að „styrkja réttarstöðu brotaþola. Ein af þeim var sú að sá, sem sættir sig ekki við þá ákvörðun dómara að þinghald skuli eftir atvikum vera opið eða lokað, geti krafist þess að hann kveði upp úrskurð um það hvort þinghald skuli háð fyrir luktum dyrum.“ Séu athugasemdir við frumvarpið lesnar má því færa rök fyrir því að vilji löggjafans hafi ekki síst staðið til þess að styrkja stöðu brotaþola hvað varðar afstöðu til þess hvort þinghald fari fram í heyranda hljóði.

„Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu“
Ragnhildur Eik Árnadóttir

Ragnhildur lýsti því í viðtali við Stundina í júlí á þessu ári að hún vildi að þinghald í málinu yrði opið. „Ef þinghaldið er lokað þýðir það að brotaþoli fær heldur ekki að fylgjast með þinghaldinu, ekki einu sinni eftir að brotaþoli ber vitni. Ef þinghaldið er lokað hefur brotaþoli þannig engan möguleika á að fylgjast með því hvað gerist í málinu, nema með því að tala við réttargæslumanninn sinn, sem ég held að sé eitthvað sem fæstir brotaþolar átti sig á,“ sagði Ragnhildur þá og bætti við að með því að loka þinghaldi væri aðeins verið að taka tillit til geranda og hann þannig varinn fyrir frekara umtali.

Segir opið þinghald „óréttlátt og þungbært“

Í tölvupósti Steinbergs lögmanns tiltekur hann nokkur rök fyrir kröfunni um að þinghald í málinu skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Nefnir hann þar fyrst að með greinargerð ákærða Jóhannesar í málinu muni verða lögð fram gögn úr fyrra dómsmáli á hendur Jóhannesi, sem háð var fyrir luktum dyrum. Ekki gengi að leggja fram gögn úr því máli ef mál Ragnhildar færi fram í heyrandi hljóði. Hins vegar liggur opinberlega fyrir dómur í umræddu máli þar sem farið er all ítarlega yfir málsatvik, skýrslutökur, vitnaleiðslur og röksemdir bæði saksóknara og eins lögmanns Jóhannesar, sem þá eins og nú var Steinbergur.

Í annan stað tilgreinir Steinbergur að meginregla sakamálaréttarfars sé að ákærði sé saklaus uns sekt er sönnuð. Hann sé faðir ungra barna, fjölskyldumaður „og væri það óréttlátt og þungbært gagnvart ákærða og fjölskyldu hans að hafa þinghald í máli þessu opið, enda fyrirséð að málið fái mikla fjölmiðlaumfjöllun sem ótvírætt mun koma til með að hafa neikvæð áhrif á hlutaðeigandi.“

Í þriðja lagi vísar Steinbergur til þess að myndast hafi dómvenja fyrir því að þinghald sé lokað í kynferðisbrotamálum. Lögmenn sem Stundin hefur rætt við benda hins vegar á að sú dómvenja eða meginregla hafi hins vegar skapast fyrst og fremst til að gæta hagsmuna brotaþola en ekki sakbornings. Í þessu máli hefur brotaþoli, sem fyrr segir, gert kröfu um að þinghald verði opið.

Jóhannes var, eins og áður er nefnt, dæmdur fyrir fjórar nauðganir í janúar á þessu ári. Því máli áfrýjaði hann til Landsréttar og er því frjáls ferða sinna, í það minnst þar til málið hefur verið takið fyrir þar sem er á dagskrá 7. október næstkomandi. Athygli vakti á dögunum að Jóhannes ferðaðist til Svíþjóðar og auglýsti þjónustu sína fyrir þarlenda á samfélagsmiðlum. Meðal annars fjallaði sænska Aftonbladet um komu Jóhannesar og þá staðreynd að maður sem dæmdur hefur verið fyrir nauðganir á konum sem leitað höfðu til hans í meðferð við líkamlegum kvillum væri frjáls ferða sinna og enn að bjóða sömu þjónustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár