Nokkru eftir stúdentsprófið hafði ég brennandi ævintýraþrá að komast til útlanda í nám en þar sem ég gat alls ekki fundið út hvað mig langaði að læra þá greip ég tækifærið og hóf störf hjá Icelandair í Kaupmannahöfn. Þegar maður er kominn út í lífið á eigin spýtur á erlendri grund þá tekur líka alvaran við, þótt vissulega hafi þetta verið skemmtileg ár með ævintýrablæ. Mér fannst ég hafa himin höndum tekið að fá þetta tækifæri. Ég fluttist um set til Amsterdam og svo áfram til London; það var toppurinn – ys og þys átti vel við mig á þessum tíma og glamúr stórborgarlífsins í London.
Dag einn fór veröldin á hvolf þegar árásin var gerð á Tvíburaturnana í New York. Það hafði víðtæk áhrif á heimsbyggðina eins og allir vita, ferðalög gjörbreyttust og margir misstu vinnuna, meðal annars ég – það var áfall og hafði mikil áhrif á mig. …
Athugasemdir