„Ég geri ráð fyrir því, það sleppir enginn gullskeiðunum!,“ sagði fjármálastjóri Samherja í Namibíu, Ingólfur Pétursson, við bókarann, Irene Rodriguez Pascal, sem starfaði hjá einu af dótturfélögum Samherja, í ágúst 2017.
Tilefni þessara orða Ingólfs var að hann hafði áframsent reikning frá Tamson Hatuikulipi, tengdasyni sjávarútvegsráðherra Namibíu, til Irene svo hún gæti borgað hann. Reikningurinn var upp á 23 þúsund Namibíudollara, rúmlega 200 þúsund íslenskar krónur, og var frá félagi Tamson, Fitty Entertainment.
„Hversu óforskammaðir geta menn verið.“
Irene hafði áður furðað sig á reikningum frá félögum Tamson og viðskiptafélaga hans og sendi hún meðal annars tölvupóst til Ingólfs Péturssonar í árslok 2016 þar sem hún sagði: ,,Áríðandi spurning!! Hvað er Fitty? Reikningur fyrir ráðgjafargreiðslum í hverjum einasta mánuði, en hvað gera þeir?? Svaraðu mér einhverju, gerðu það. Takk!“
Irene átti hins vegar eftir að átta sig á því hvað Fitty var …
Athugasemdir