Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir veitti frá­far­andi for­manni kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála 10 mán­aða laun þrátt fyr­ir að hann hyggð­ist hætta að eig­in frum­kvæði vegna starfs er­lend­is. Ráðu­neyt­ið er tví­saga í mál­inu. Sótt var að for­mann­in­um fyr­ir að leyna úr­skurð­um og vegna ágrein­ings með­al starfs­fólks.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra gerði 10 mánaða samning við Hjört Braga þó hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við Hjört Braga Sverrisson, fráfarandi formann kærunefndar útlendingamála, þrátt fyrir að hann hefði tilkynnt um yfirvofandi starfslok og að hann myndi biðjast lausnar. Þetta staðfestir ráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Samningurinn kveður á um 10 mánaða launagreiðslur, en almennur uppsagnarfrestur embættismanna er þrír mánuðir.

Í vor skoðaði dómsmálaráðuneytið „samskipti og ágreining“ innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar. „Málin voru komin í þann farveg að ráðuneytið taldi nauðsynlegt að láta fara fram úttekt utanaðkomandi aðila á stjórnun og starfsháttum innan kærunefndarinnar,“ segir í svari ráðuneytisins. „Í tölvupósti til ráðuneytisins 15. apríl síðastliðinn tilkynnti Hjörtur Bragi að honum hefði boðist starf erlendis sem hann hefði þegið og því reikni hann með að biðjast lausnar síðar á árinu með þriggja mánaða fyrirvara.“

Eins og Stundin greindi frá í maí hafði kærunefndin leynt fjölda úrskurða nefndarinnar um tæplega eins árs skeið í stað þess að birta þá opinberlega eins og lög segja til um. Gerði ráðuneytið opinberlega athugasemdir vegna þessa.

Hjörtur Bragi SverrissonFormaður kærunefndarinnar hafði tilkynnt ráðuneytinu 15. apríl að hann hefði þegið starf erlendis og hygðist biðjast lausnar seinna á árinu. Ráðuneytið sagði Stundinni 18. maí að hann hefði beðist lausnar.

Ráðuneytið er tvísaga hvað varðar starfslok Hjartar Braga, en í svari við fyrirspurn Stundarinnar í maí sagði ráðuneytið hann þegar hafa óskað lausnar og minntist ekki á starfslokasamninginn. „Hirti Braga bauðst starf erlendis sem hann hefur þegið og óskaði hann því lausnar frá embætti sínu sem formaður kærunefndar útlendingamála,“ sagði í svari dómsmálaráðuneytisins 18. maí.

Nú segir ráðuneytið starfslokasamninginn hafa verið gerðan án lausnarbeiðni vegna ágreiningsins innan nefndarinnar. „Í ljósi alls þessa þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni sem fyrst, en lausnarbeiðni lá þá ekki fyrir,“ segir í svarinu nú.

„[...] þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni“

„Samkomulag var gert við Hjört Braga Sverrisson um starfslok sem formaður Kærunefndar útlendingamála í lok apríl,“ segir í svari ráðuneytisins. „Við samningsgerð voru 42 mánuðir eftir af skipunartímanum auk biðlauna og orlofsréttar. Þá hafði forstöðumaðurinn unnið sér inn rétt til launaðs námsleyfis. Samningurinn fól í sér launagreiðslur í um 10 mánuði. Ráðuneytið hafði samráð við kjara- og mannauðssýslu ríkisins við gerð samningsins.“

Leyndi úrskurðum kærunefndarinnar

Kærunefnd útlendingamála úrskurðar í málum um alþjóðlega vernd þegar umsækjendur, oft nefndir hælisleitendur, kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar í málum sínum. Var Hjörtur Bragi skipaður formaður nefndarinnar árið 2014.

Ekki kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins hvers eðlis ágreiningurinn innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar var. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði ekki verið samstaða í nefndinni í vor um tilhögun birtingu úrskurða hennar.

1. júní 2020 undirritaði Hjörtur Bragi nýjar verklagsreglur og dró í kjölfarið verulega úr birtingu úrskurða nefndarinnar, sem nefndin á samkvæmt lögum að birta opinberlega og með ópersónugreinanlegum hætti. Stundum birtust aðeins einn eða tveir úrskurðir á mánuði, en árið 2019, áður en verklagsreglurnar voru settar, hafði nefndin birt að meðaltali um 50 á mánuði.

Blaðamaður Stundarinnar óskaði í febrúar eftir að fá úrskurðina afhenta, en nefndin synjaði beiðninni. Kærði hann því niðurstöðuna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu 11. maí að fella niður ákvörðun kærunefndarinnar. Tómas Hrafn Sveinsson, þá starfandi formaður kærunefndarinnar eftir starfslok Hjartar Braga, sagði það sína skoðun að birta ætti úrskurðina opinberlega og að vinna væri í gangi við endurskoðun á fyrra verklagi við birtingu þeirra.

Gagnrýndi störf Hjartar eftir að samningur var undirritaður

Eftir að Hjörtur Bragi baðst lausnar snupraði Áslaug Arna kærunefndina á Alþingi í svari við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um birtingu úrskurðanna og verklagsreglurnar sem Hjörtur Bragi undirritaði. Sagði ráðherra „rétt að hugað sé að því hvort umræddar reglur þarfnist endurskoðunar“ og að ráðuneytið hefði „nú til skoðunar ýmis atriði er varða birtingu úrskurða og fyrirkomulag þar að lútandi“. Svarið var birt sama dag og úrskurðarnefnd upplýsingamála komst að niðurstöðu í kærumáli blaðamanns Stundarinnar. Hafði starfslokasamningurinn við Hjört Braga þá þegar verið undirritaður.

„[...] til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar“

Embættið formanns var auglýst laust til umsóknar 8. maí og sóttu sjö um. Í ágúst skipaði svo Áslaug Arna Þorstein Gunnarsson, staðgengil forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti formanns kærunefndar útlendingamála. Fjöldi félagasamtaka og einstaklinga sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu og gagnrýndu skipun Þorsteins vegna starfa hans fyrir Útlendingastofnun, hvöttu hann til að segja af sér og vildu að Áslaug Arna gerði grein fyrir ferlinu við ráðningu hans.

„Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

Gerði 57 milljóna starfslokasamning við ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna hefur áður í ráðherratíð sinni gert starfslokasamning við embættismann, en í nóvember 2019 undirritaði hún samning við Harald Johannessen, þá ríkislögreglustjóra, upp á 57 milljónir króna. Mikill ágreiningur hafði ríkt um störf Haraldar og höfðu átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á hann.

Samningurinn hljóðaði upp á að Haraldur fengi launagreiðslur í sem nemur 27 mánuðum eftir starfslok. Á tímabilinu fær Haraldur rúmar 47 milljónir króna og er honum einungis skylt að hafa fasta viðveru í þrjá af þessum 27 mánuðum. Við það bætast tæplega 10 milljónir króna í launatengd gjöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár