Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir veitti frá­far­andi for­manni kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála 10 mán­aða laun þrátt fyr­ir að hann hyggð­ist hætta að eig­in frum­kvæði vegna starfs er­lend­is. Ráðu­neyt­ið er tví­saga í mál­inu. Sótt var að for­mann­in­um fyr­ir að leyna úr­skurð­um og vegna ágrein­ings með­al starfs­fólks.

Formaðurinn vildi hætta en fékk starfslokasamning vegna ágreinings
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra gerði 10 mánaða samning við Hjört Braga þó hann hyggðist hætta að eigin frumkvæði. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði starfslokasamning við Hjört Braga Sverrisson, fráfarandi formann kærunefndar útlendingamála, þrátt fyrir að hann hefði tilkynnt um yfirvofandi starfslok og að hann myndi biðjast lausnar. Þetta staðfestir ráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar. Samningurinn kveður á um 10 mánaða launagreiðslur, en almennur uppsagnarfrestur embættismanna er þrír mánuðir.

Í vor skoðaði dómsmálaráðuneytið „samskipti og ágreining“ innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar. „Málin voru komin í þann farveg að ráðuneytið taldi nauðsynlegt að láta fara fram úttekt utanaðkomandi aðila á stjórnun og starfsháttum innan kærunefndarinnar,“ segir í svari ráðuneytisins. „Í tölvupósti til ráðuneytisins 15. apríl síðastliðinn tilkynnti Hjörtur Bragi að honum hefði boðist starf erlendis sem hann hefði þegið og því reikni hann með að biðjast lausnar síðar á árinu með þriggja mánaða fyrirvara.“

Eins og Stundin greindi frá í maí hafði kærunefndin leynt fjölda úrskurða nefndarinnar um tæplega eins árs skeið í stað þess að birta þá opinberlega eins og lög segja til um. Gerði ráðuneytið opinberlega athugasemdir vegna þessa.

Hjörtur Bragi SverrissonFormaður kærunefndarinnar hafði tilkynnt ráðuneytinu 15. apríl að hann hefði þegið starf erlendis og hygðist biðjast lausnar seinna á árinu. Ráðuneytið sagði Stundinni 18. maí að hann hefði beðist lausnar.

Ráðuneytið er tvísaga hvað varðar starfslok Hjartar Braga, en í svari við fyrirspurn Stundarinnar í maí sagði ráðuneytið hann þegar hafa óskað lausnar og minntist ekki á starfslokasamninginn. „Hirti Braga bauðst starf erlendis sem hann hefur þegið og óskaði hann því lausnar frá embætti sínu sem formaður kærunefndar útlendingamála,“ sagði í svari dómsmálaráðuneytisins 18. maí.

Nú segir ráðuneytið starfslokasamninginn hafa verið gerðan án lausnarbeiðni vegna ágreiningsins innan nefndarinnar. „Í ljósi alls þessa þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni sem fyrst, en lausnarbeiðni lá þá ekki fyrir,“ segir í svarinu nú.

„[...] þótti farsælast að semja við hann um ljúka störfum fyrr en hann hafði ráðgert til að unnt væri að skapa stöðugleika hjá nefndinni“

„Samkomulag var gert við Hjört Braga Sverrisson um starfslok sem formaður Kærunefndar útlendingamála í lok apríl,“ segir í svari ráðuneytisins. „Við samningsgerð voru 42 mánuðir eftir af skipunartímanum auk biðlauna og orlofsréttar. Þá hafði forstöðumaðurinn unnið sér inn rétt til launaðs námsleyfis. Samningurinn fól í sér launagreiðslur í um 10 mánuði. Ráðuneytið hafði samráð við kjara- og mannauðssýslu ríkisins við gerð samningsins.“

Leyndi úrskurðum kærunefndarinnar

Kærunefnd útlendingamála úrskurðar í málum um alþjóðlega vernd þegar umsækjendur, oft nefndir hælisleitendur, kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar í málum sínum. Var Hjörtur Bragi skipaður formaður nefndarinnar árið 2014.

Ekki kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins hvers eðlis ágreiningurinn innan kærunefndar útlendingamála og meðal starfsfólks hennar var. Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafði ekki verið samstaða í nefndinni í vor um tilhögun birtingu úrskurða hennar.

1. júní 2020 undirritaði Hjörtur Bragi nýjar verklagsreglur og dró í kjölfarið verulega úr birtingu úrskurða nefndarinnar, sem nefndin á samkvæmt lögum að birta opinberlega og með ópersónugreinanlegum hætti. Stundum birtust aðeins einn eða tveir úrskurðir á mánuði, en árið 2019, áður en verklagsreglurnar voru settar, hafði nefndin birt að meðaltali um 50 á mánuði.

Blaðamaður Stundarinnar óskaði í febrúar eftir að fá úrskurðina afhenta, en nefndin synjaði beiðninni. Kærði hann því niðurstöðuna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem komst að þeirri niðurstöðu 11. maí að fella niður ákvörðun kærunefndarinnar. Tómas Hrafn Sveinsson, þá starfandi formaður kærunefndarinnar eftir starfslok Hjartar Braga, sagði það sína skoðun að birta ætti úrskurðina opinberlega og að vinna væri í gangi við endurskoðun á fyrra verklagi við birtingu þeirra.

Gagnrýndi störf Hjartar eftir að samningur var undirritaður

Eftir að Hjörtur Bragi baðst lausnar snupraði Áslaug Arna kærunefndina á Alþingi í svari við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um birtingu úrskurðanna og verklagsreglurnar sem Hjörtur Bragi undirritaði. Sagði ráðherra „rétt að hugað sé að því hvort umræddar reglur þarfnist endurskoðunar“ og að ráðuneytið hefði „nú til skoðunar ýmis atriði er varða birtingu úrskurða og fyrirkomulag þar að lútandi“. Svarið var birt sama dag og úrskurðarnefnd upplýsingamála komst að niðurstöðu í kærumáli blaðamanns Stundarinnar. Hafði starfslokasamningurinn við Hjört Braga þá þegar verið undirritaður.

„[...] til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar“

Embættið formanns var auglýst laust til umsóknar 8. maí og sóttu sjö um. Í ágúst skipaði svo Áslaug Arna Þorstein Gunnarsson, staðgengil forstjóra Útlendingastofnunar, í embætti formanns kærunefndar útlendingamála. Fjöldi félagasamtaka og einstaklinga sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega yfirlýsingu og gagnrýndu skipun Þorsteins vegna starfa hans fyrir Útlendingastofnun, hvöttu hann til að segja af sér og vildu að Áslaug Arna gerði grein fyrir ferlinu við ráðningu hans.

„Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni.

Gerði 57 milljóna starfslokasamning við ríkislögreglustjóra

Áslaug Arna hefur áður í ráðherratíð sinni gert starfslokasamning við embættismann, en í nóvember 2019 undirritaði hún samning við Harald Johannessen, þá ríkislögreglustjóra, upp á 57 milljónir króna. Mikill ágreiningur hafði ríkt um störf Haraldar og höfðu átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á hann.

Samningurinn hljóðaði upp á að Haraldur fengi launagreiðslur í sem nemur 27 mánuðum eftir starfslok. Á tímabilinu fær Haraldur rúmar 47 milljónir króna og er honum einungis skylt að hafa fasta viðveru í þrjá af þessum 27 mánuðum. Við það bætast tæplega 10 milljónir króna í launatengd gjöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár