Hillbilly hitti listamanninn, Jón Baldur Hlíðberg, á vinnustofunni hans sem er staðsett í bílskúrnum á heimili hans. Á gólfinu eru hressar mæðgur, cotton tíkur, bómullarhnoðrar. Móðirin hoppar upp í fangið á Jóni. Jón teiknar dýr, alls konar dýr, og líka blóm, en hefur hann teiknað mæðgurnar? Nei er svarið en hann bætir við að hann hafi oft verið með grátandi fólk í símanum að biðja hann um myndir af nýlátnum gæludýrum sínum en hann hefur ekki orðið að þeirri beiðni. „Þetta er eins með börnin, maður sér sitt í andlitunum. Gömlu portrettmálararnir fluttu bara inn í gamla daga í tvö ár því þú þarft að þekkja manneskjuna til að geta náð henni í þessu ljósi. Ég þyrfti einhvern veginn að komast inn í hausinn á kattareigandanum til að vita hvað hann sér í kettinum, til að geta málað köttinn, í rauninni,“ segir Jón.
Jón vill hafa gaman af öllu sem …
Athugasemdir