Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga hef­ur eign­ast meiri­hluta í einni stærstu út­gerð­inni á Snæ­fellsnesi. Kaup­fé­lag­ið boð­ar óbreytta út­gerð frá Ól­afs­vík en bæj­ar­stjór­inn, Krist­inn Jónas­son, er smeyk­ur um að út­gerð­in hætti að gera út í bæn­um.

Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“
Hafa bætt við sig beint 5000 þorskígildistonnum Útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga, sem Þórólfur Gíslason stýrir, hefur bætt við 5000 tonna kvóta með beinum hætti á síðustu 10 árum og er nú þriðja stærsta útgerð landsins. Auk þess hefur félagið keypt útgerðir og hluta í útgerðum sem eru ekki reiknaðar með í kvótastöðu félagsins. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Kaupfélag Skagfirðinga hefur keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi, Steinunni hf., og bætir þar með enn meiri kvóta við sjávarútvegsarm félagsins, FISK Seafood ehf. Steinunn hf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í Ólafsvík sem verið hefur í eigu sömu fjölskyldunnar í hálfa öld. Fyrirtækið er í 48. sæti yfir stærstu útgerðir landsins, miðað við lista yfir úthlutaðar aflaheimildir frá Fiskistofu sem birtur var í byrjun september. Steinunn ræður 0,34 prósentum kvótans, eða rúmlega 1.072  þorskígildistonnum.

Fyrirtækið á og rekur 153 tonna dragnótabót sem útgerðin heitir eftir og er hann orðinn 50 ára gamall. Á bátnum er hins vegar þessi umtalsverði kvóti og nemur heildarkvóti útgerðarinnar rúmlega 1/5 hluta af þeim kvóta sem er á skipum sem gerð eru út frá Ólafsvík. Steinunn hf. er því mikilvægur póstur í atvinnulífinu í Ólafsvík þar sem rétt rúmlega 1.000 manns búa. Fimm útgerðir frá Ólafsvík eru á lista Fiskistofu yfir 100 stærstu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár