Samherjamenn, meðal annars Ingvar Júlíusson sem ríkissaksóknarinn í Namibíu hefur viljað fá framseldan til landsins, byggja vörn sína í málinu meðal annars á því að ólíklegt sé að Jóhannes Stefánsson uppljóstrari komi til landsins til að bera vitni í málinu. Ingvar segir í yfirlýsingu til dómstóla í Namibíu, sem dagsett er í lok ágúst, að ef Jóhannes kemur til landsins til að bera vitni þá eigi lögmenn Samherja að fá að spyrja hann spurninga í réttarhöldunum.
,,...þá mun kom í ljós að allur málatilbúnaðurinn gegn sakborningum 17 til 22 er skáldskapur sem uppdiktaður var í huga hans"
Ingvar segir að ef að þetta gerist þá muni málatilbúnaður ríkissaksóknars í Namibíu falla um sjálfan sig. ,,Þegar Jóhannes Stefánsson verður gagnspurður - sem hann án nokkurs vafa mun verða - þá mun kom í ljós að allur málatilbúnaðurinn gegn sakborningum 17 til 22 er skáldskapur sem uppdiktaður var í huga …
Athugasemdir