„Það er ekki mitt að meta. Við erum að reka fyrirtæki og við reynum að gera það í sátt við umhverfið, og ímynd okkar skiptir okkur miklu,“ segir Jón Axelsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar, aðspurður um réttmæti rúmlega 40 milljóna króna argðreiðslna út úr samstæðu félagsins á liðnum árum.
Fyrirtækið selur mat í áskrift til foreldra grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og víðar. Maturinn frá Skólamat er misdýr eftir því hversu mikið einstaka sveitarfélög niðurgreiða hann; maturinn er ódýrastur í áskrift í Suðurnesjabæ, sem telur þéttbýlin Garð og Sandgerði, eða 323 krónur. Dýrastur er skólamaturinn á Seltjarnarnesi, eða 561 króna.
,,Við teljum að það sé ekki óeðlilegt að fyrirtæki greiði sér arð en fyrirtæki sem er í starfsemi eins og okkar verður að gæta hófs.“
Arðgreiðslur eðlilegar en gæta þarf hófs
Um arðgreiðslurnar segir Jón að fyrirtæki eins og …
Athugasemdir