Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rúmlega 40 milljóna króna arður greiddur út úr starfsemi Skólamatar

Fyr­ir­tæk­ið Skóla­mat­ur ehf. sel­ur mat til grunn­skóla­barna í tug­um skóla á Reykja­nesi, Reykja­vík og nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög­um. Sveit­ar­fé­lög­in kaupa einnig mat af fyr­ir­tæk­inu fyr­ir leik­skóla en án beinn­ar kostn­að­ar­þátt­töku for­eldra. Rúm­lega 31 millj­ón króna hef­ur ver­ið greidd í arð út úr fast­eigna­fé­lag­inu sem leig­ir Skóla­mat að­stöðu. Fram­kvæmda­stjór­inn, Jón Ax­els­son, fagn­ar spurn­ing­um um arð­greiðsl­urn­ar en seg­ir að það sé ekki hans að meta rétt­mæti þeirra.

Rúmlega 40 milljóna króna arður greiddur út úr starfsemi Skólamatar
Tekjurnar tvöfaldast Tekjur fyrirtækisins Skólamatar, sem selur mat í grunn- og leikskóla, hafa tvöfaldast á síðustu fjórum árum. Arður hefur verið tekin út úr félögum í samstæðu fyrirtækisins síðastliðin 3 ár. eigendurnir eru feðginin Axel Jónsson, Fanný Axelsdóttir og Jón Axelsson, sem einnig er framkvæmdastjóri. Mynd: Víkurfréttir

„Það er ekki mitt að meta. Við erum að reka fyrirtæki og við reynum að gera það í sátt við umhverfið, og ímynd okkar skiptir okkur miklu,“ segir Jón Axelsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar, aðspurður um réttmæti rúmlega 40 milljóna króna argðreiðslna út úr samstæðu félagsins á liðnum árum. 

Fyrirtækið selur mat í áskrift til foreldra grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og víðar. Maturinn frá Skólamat er misdýr eftir því hversu mikið einstaka sveitarfélög niðurgreiða hann; maturinn er ódýrastur í áskrift í Suðurnesjabæ, sem telur þéttbýlin Garð og Sandgerði, eða 323 krónur. Dýrastur er skólamaturinn á Seltjarnarnesi, eða 561 króna. 

,,Við teljum að það sé ekki óeðlilegt að fyrirtæki greiði sér arð en fyrirtæki sem er í starfsemi eins og okkar verður að gæta hófs.“
Jón Axelsson
framkvæmdastjóri Skólamatar

Arðgreiðslur eðlilegar en gæta þarf hófs

Um arðgreiðslurnar segir Jón að fyrirtæki eins og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár