Ekkert verður af kaupum eiganda íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á eiganda Arctic Fish á Ísafirði. Þetta er ljóst eftir að stærsti hluthafinn í eiganda Arctic Fish, norska félagið NTS, keypti hlutabréf í Norway Royal Salmon, eiganda Arctic Fish, sem gera það að verkum að félagið á nú yfir 50 prósent í fyrirtækinu.
Fyrir vikið nær eigandi Arnarlax, laxeldisrisinn Salmar, ekki að eignast meirihluta í Norway Salmon líkt og fyrirtækið hafði reynt að gera með tilboði sínu í félagið fyrr í ágúst. Þetta þýðir líka, öfugt við spár norskra fjölmiðla, að ráðandi hluthafi NTS, Helge Gåsø, hefur betur í baráttunni um yfirráðin í baráttunni um Norway Royal Salmon við forstjóra og aðaleiganda Salmar, Gustav Witzøe.
Fjölmiðlar í Noregi höfðu gert mikið úr baráttu þeirra um yfirráðin í félaginu.
Arnarlax og Arctic Fish áfram ótengdir aðilar
Þetta felur í …
Athugasemdir