Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég er duglegri“

Gylfi Við­ar Guð­munds­son greiddi hæstu skatta í Vest­manna­eyj­um.

„Ég er duglegri“

Það virðist vera að þú, Gylfi, sért skattakóngur Vestmannaeyja

Ég trúi því ekki. 

Hvernig blasir það við þér?

Hvað eru þetta mestu tekjurnar? 

Þú greiddir rúmar 42 m.kr. í skatt á síðasta ári

Nú já já. 

Þú ert með 152 milljónir króna í heildarárstekjur.

Djöfulsins vitleysa. 

Hvað myndi útskýra þessar fjármagnstekjur?

Jújú, það er náttúrlega eitthvað. 

Áttu fyrirtæki, varstu að selja eitthvað? Er þetta arður? Hvað er þetta?

Ég á náttúrlega, átti fyrirtæki.

Áttirðu fyrirtæki? Ertu búinn að selja það?

Jú, ég á fyrirtæki, jájá. 

Þannig að þú átt fyrirtæki, þannig að þetta er arður? Eða hvað er þetta?

Þetta er bæði. Eitthvað alls konar. Bara eitthvað. 

Er rétt að titla þig sem stýrimann? Eða ertu fyrirtækjaeigandi?

Ég er skipstjóri og stýrimaður. 

Hvaða fyrirtæki áttu?

Hvað ætlar þú að fara skrifa eitthvað um mig þarna í þessu? Það hlýtur að vera einhver annar hærri en ég. 

„Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég?“

Þetta er rosaleg upphæð, 152. m.kr., eitthvað sem hinn almenni lesandi getur varla gert sér í hugarlund. 

Hahaha, þú meinar það. Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég? 

Hún náði ekki inn á listann.

Hvernig stendur á því? 

Hvað gerir maður við 152 milljónir?

Hvað gerir maður við þær? Verður maður ekki að borga einhvern skatt? 

Þú borgaðir töluverðan skatt, 10 milljónir í tekjuskatt og 24 milljónir í fjármagnstekjuskatt og alls konar. 

Jájá. Ég er allavega ekki skattsvikari. 

Það er gott að heyra. Það er mjög fínt að heyra. En þú ert mjög ríkur, það verður að segjast.

Já, ok. Jæja. 

Er það ekki?

Ég veit það ekki. Hvað flokkast undir það að vera ríkur í dag? 

Ég myndi segja að 152 milljónir myndu flokkast sem að vera ríkur. 

Er það ekki ...

Áttu útgerð þá?

Jájá. 

Hvað heitir útgerðin hjá þér?

Blessuð vertu, ég fer ekki að segja það. Þú getur örugglega fundið það út. 

Það myndi bara flýta fyrir mér ef þú myndir segja mér það. 

Jájá. 

Það kemur þér allavega á óvart að þú sért þarna í fyrsta sæti?

Já, það kemur mér virkilega á óvart. 

Það kemur þér á óvart að þú sért eftstur og þetta er arður og laun mestmegnis, eða hvað?

Jújú, ég er með fín laun. Ekkert að þeim. Bara fín laun. 

Svo fékkstu einhvern arð líka?

Já, það er náttúrlega arður líka. 

En þú seldir ekkert í fyrra?

Nei. 

Þannig að þetta er arður og laun. 

Já. 

Maður spyr sig, hvað ætlarðu að gera við peninginn? Ætlar þú að kaupa þér hús? Bíl? 

Ég ætla bara að sjá til. Ég er allavega búinn að vinna fyrir laununum. Sem skipstjóri og stýrimaður. 

Og ekki skattsvikari

Og ekki skattsvikari. 

Sá sem er fyrir neðan þig er með 143 milljónir króna í heildarárstekjur. 

Hvað heitir hann?

Hann heitir Guðmundur Huginn Guðmundsson

Hann er bróðir minn. 

Ó, eruð þið þrír efstu kannski allir bræður? Gylfi, Guðmundur og Páll?

Ég veit ekkert um það. 

Gylfi, þú veist alveg hverjir eru bræður þínir. Láttu ekki svona. Þú ert með níu milljónum meira en bróðir þinn í árstekjur. Hvað á það að þýða?

Ég er bara búinn að vinna meira. Búinn að vera meira um borð. 

Þú ert með 40 milljón krónum meira en Páll bróðir þinn. Hvað á það að þýða?

Ég vinn meira. Ég er duglegri. 

Þú ert duglegri en bræður þínir. 

Já. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
Af hvítum bjargvættum
5
GagnrýniMzungu

Af hvít­um bjarg­vætt­um

Mzungu eft­ir Þór­unni Rakel Gylfa­dótt­ur, höf­und bók­ar­inn­ar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og storm­sveip­ur inn í ís­lenska jóla­bóka­flóð­ið, klædd æp­andi, app­el­sínu­gulri kápu. Þar er fjall­að um Huldu, ís­lenska konu sem held­ur til Ken­ía til að starfa á mun­að­ar­leys­ingja­hæli hins ís­lenska Skúla, fyrr­um fíkils sem hef­ur snú­ið við blað­inu. Ásamt Huldu á ferða­lag­inu eru Dag­ur, 18...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár