Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er duglegri“

Gylfi Við­ar Guð­munds­son greiddi hæstu skatta í Vest­manna­eyj­um.

„Ég er duglegri“

Það virðist vera að þú, Gylfi, sért skattakóngur Vestmannaeyja

Ég trúi því ekki. 

Hvernig blasir það við þér?

Hvað eru þetta mestu tekjurnar? 

Þú greiddir rúmar 42 m.kr. í skatt á síðasta ári

Nú já já. 

Þú ert með 152 milljónir króna í heildarárstekjur.

Djöfulsins vitleysa. 

Hvað myndi útskýra þessar fjármagnstekjur?

Jújú, það er náttúrlega eitthvað. 

Áttu fyrirtæki, varstu að selja eitthvað? Er þetta arður? Hvað er þetta?

Ég á náttúrlega, átti fyrirtæki.

Áttirðu fyrirtæki? Ertu búinn að selja það?

Jú, ég á fyrirtæki, jájá. 

Þannig að þú átt fyrirtæki, þannig að þetta er arður? Eða hvað er þetta?

Þetta er bæði. Eitthvað alls konar. Bara eitthvað. 

Er rétt að titla þig sem stýrimann? Eða ertu fyrirtækjaeigandi?

Ég er skipstjóri og stýrimaður. 

Hvaða fyrirtæki áttu?

Hvað ætlar þú að fara skrifa eitthvað um mig þarna í þessu? Það hlýtur að vera einhver annar hærri en ég. 

„Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég?“

Þetta er rosaleg upphæð, 152. m.kr., eitthvað sem hinn almenni lesandi getur varla gert sér í hugarlund. 

Hahaha, þú meinar það. Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég? 

Hún náði ekki inn á listann.

Hvernig stendur á því? 

Hvað gerir maður við 152 milljónir?

Hvað gerir maður við þær? Verður maður ekki að borga einhvern skatt? 

Þú borgaðir töluverðan skatt, 10 milljónir í tekjuskatt og 24 milljónir í fjármagnstekjuskatt og alls konar. 

Jájá. Ég er allavega ekki skattsvikari. 

Það er gott að heyra. Það er mjög fínt að heyra. En þú ert mjög ríkur, það verður að segjast.

Já, ok. Jæja. 

Er það ekki?

Ég veit það ekki. Hvað flokkast undir það að vera ríkur í dag? 

Ég myndi segja að 152 milljónir myndu flokkast sem að vera ríkur. 

Er það ekki ...

Áttu útgerð þá?

Jájá. 

Hvað heitir útgerðin hjá þér?

Blessuð vertu, ég fer ekki að segja það. Þú getur örugglega fundið það út. 

Það myndi bara flýta fyrir mér ef þú myndir segja mér það. 

Jájá. 

Það kemur þér allavega á óvart að þú sért þarna í fyrsta sæti?

Já, það kemur mér virkilega á óvart. 

Það kemur þér á óvart að þú sért eftstur og þetta er arður og laun mestmegnis, eða hvað?

Jújú, ég er með fín laun. Ekkert að þeim. Bara fín laun. 

Svo fékkstu einhvern arð líka?

Já, það er náttúrlega arður líka. 

En þú seldir ekkert í fyrra?

Nei. 

Þannig að þetta er arður og laun. 

Já. 

Maður spyr sig, hvað ætlarðu að gera við peninginn? Ætlar þú að kaupa þér hús? Bíl? 

Ég ætla bara að sjá til. Ég er allavega búinn að vinna fyrir laununum. Sem skipstjóri og stýrimaður. 

Og ekki skattsvikari

Og ekki skattsvikari. 

Sá sem er fyrir neðan þig er með 143 milljónir króna í heildarárstekjur. 

Hvað heitir hann?

Hann heitir Guðmundur Huginn Guðmundsson

Hann er bróðir minn. 

Ó, eruð þið þrír efstu kannski allir bræður? Gylfi, Guðmundur og Páll?

Ég veit ekkert um það. 

Gylfi, þú veist alveg hverjir eru bræður þínir. Láttu ekki svona. Þú ert með níu milljónum meira en bróðir þinn í árstekjur. Hvað á það að þýða?

Ég er bara búinn að vinna meira. Búinn að vera meira um borð. 

Þú ert með 40 milljón krónum meira en Páll bróðir þinn. Hvað á það að þýða?

Ég vinn meira. Ég er duglegri. 

Þú ert duglegri en bræður þínir. 

Já. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu