Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er duglegri“

Gylfi Við­ar Guð­munds­son greiddi hæstu skatta í Vest­manna­eyj­um.

„Ég er duglegri“

Það virðist vera að þú, Gylfi, sért skattakóngur Vestmannaeyja

Ég trúi því ekki. 

Hvernig blasir það við þér?

Hvað eru þetta mestu tekjurnar? 

Þú greiddir rúmar 42 m.kr. í skatt á síðasta ári

Nú já já. 

Þú ert með 152 milljónir króna í heildarárstekjur.

Djöfulsins vitleysa. 

Hvað myndi útskýra þessar fjármagnstekjur?

Jújú, það er náttúrlega eitthvað. 

Áttu fyrirtæki, varstu að selja eitthvað? Er þetta arður? Hvað er þetta?

Ég á náttúrlega, átti fyrirtæki.

Áttirðu fyrirtæki? Ertu búinn að selja það?

Jú, ég á fyrirtæki, jájá. 

Þannig að þú átt fyrirtæki, þannig að þetta er arður? Eða hvað er þetta?

Þetta er bæði. Eitthvað alls konar. Bara eitthvað. 

Er rétt að titla þig sem stýrimann? Eða ertu fyrirtækjaeigandi?

Ég er skipstjóri og stýrimaður. 

Hvaða fyrirtæki áttu?

Hvað ætlar þú að fara skrifa eitthvað um mig þarna í þessu? Það hlýtur að vera einhver annar hærri en ég. 

„Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég?“

Þetta er rosaleg upphæð, 152. m.kr., eitthvað sem hinn almenni lesandi getur varla gert sér í hugarlund. 

Hahaha, þú meinar það. Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég? 

Hún náði ekki inn á listann.

Hvernig stendur á því? 

Hvað gerir maður við 152 milljónir?

Hvað gerir maður við þær? Verður maður ekki að borga einhvern skatt? 

Þú borgaðir töluverðan skatt, 10 milljónir í tekjuskatt og 24 milljónir í fjármagnstekjuskatt og alls konar. 

Jájá. Ég er allavega ekki skattsvikari. 

Það er gott að heyra. Það er mjög fínt að heyra. En þú ert mjög ríkur, það verður að segjast.

Já, ok. Jæja. 

Er það ekki?

Ég veit það ekki. Hvað flokkast undir það að vera ríkur í dag? 

Ég myndi segja að 152 milljónir myndu flokkast sem að vera ríkur. 

Er það ekki ...

Áttu útgerð þá?

Jájá. 

Hvað heitir útgerðin hjá þér?

Blessuð vertu, ég fer ekki að segja það. Þú getur örugglega fundið það út. 

Það myndi bara flýta fyrir mér ef þú myndir segja mér það. 

Jájá. 

Það kemur þér allavega á óvart að þú sért þarna í fyrsta sæti?

Já, það kemur mér virkilega á óvart. 

Það kemur þér á óvart að þú sért eftstur og þetta er arður og laun mestmegnis, eða hvað?

Jújú, ég er með fín laun. Ekkert að þeim. Bara fín laun. 

Svo fékkstu einhvern arð líka?

Já, það er náttúrlega arður líka. 

En þú seldir ekkert í fyrra?

Nei. 

Þannig að þetta er arður og laun. 

Já. 

Maður spyr sig, hvað ætlarðu að gera við peninginn? Ætlar þú að kaupa þér hús? Bíl? 

Ég ætla bara að sjá til. Ég er allavega búinn að vinna fyrir laununum. Sem skipstjóri og stýrimaður. 

Og ekki skattsvikari

Og ekki skattsvikari. 

Sá sem er fyrir neðan þig er með 143 milljónir króna í heildarárstekjur. 

Hvað heitir hann?

Hann heitir Guðmundur Huginn Guðmundsson

Hann er bróðir minn. 

Ó, eruð þið þrír efstu kannski allir bræður? Gylfi, Guðmundur og Páll?

Ég veit ekkert um það. 

Gylfi, þú veist alveg hverjir eru bræður þínir. Láttu ekki svona. Þú ert með níu milljónum meira en bróðir þinn í árstekjur. Hvað á það að þýða?

Ég er bara búinn að vinna meira. Búinn að vera meira um borð. 

Þú ert með 40 milljón krónum meira en Páll bróðir þinn. Hvað á það að þýða?

Ég vinn meira. Ég er duglegri. 

Þú ert duglegri en bræður þínir. 

Já. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár