„Ég er duglegri“

Gylfi Við­ar Guð­munds­son greiddi hæstu skatta í Vest­manna­eyj­um.

„Ég er duglegri“

Það virðist vera að þú, Gylfi, sért skattakóngur Vestmannaeyja

Ég trúi því ekki. 

Hvernig blasir það við þér?

Hvað eru þetta mestu tekjurnar? 

Þú greiddir rúmar 42 m.kr. í skatt á síðasta ári

Nú já já. 

Þú ert með 152 milljónir króna í heildarárstekjur.

Djöfulsins vitleysa. 

Hvað myndi útskýra þessar fjármagnstekjur?

Jújú, það er náttúrlega eitthvað. 

Áttu fyrirtæki, varstu að selja eitthvað? Er þetta arður? Hvað er þetta?

Ég á náttúrlega, átti fyrirtæki.

Áttirðu fyrirtæki? Ertu búinn að selja það?

Jú, ég á fyrirtæki, jájá. 

Þannig að þú átt fyrirtæki, þannig að þetta er arður? Eða hvað er þetta?

Þetta er bæði. Eitthvað alls konar. Bara eitthvað. 

Er rétt að titla þig sem stýrimann? Eða ertu fyrirtækjaeigandi?

Ég er skipstjóri og stýrimaður. 

Hvaða fyrirtæki áttu?

Hvað ætlar þú að fara skrifa eitthvað um mig þarna í þessu? Það hlýtur að vera einhver annar hærri en ég. 

„Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég?“

Þetta er rosaleg upphæð, 152. m.kr., eitthvað sem hinn almenni lesandi getur varla gert sér í hugarlund. 

Hahaha, þú meinar það. Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég? 

Hún náði ekki inn á listann.

Hvernig stendur á því? 

Hvað gerir maður við 152 milljónir?

Hvað gerir maður við þær? Verður maður ekki að borga einhvern skatt? 

Þú borgaðir töluverðan skatt, 10 milljónir í tekjuskatt og 24 milljónir í fjármagnstekjuskatt og alls konar. 

Jájá. Ég er allavega ekki skattsvikari. 

Það er gott að heyra. Það er mjög fínt að heyra. En þú ert mjög ríkur, það verður að segjast.

Já, ok. Jæja. 

Er það ekki?

Ég veit það ekki. Hvað flokkast undir það að vera ríkur í dag? 

Ég myndi segja að 152 milljónir myndu flokkast sem að vera ríkur. 

Er það ekki ...

Áttu útgerð þá?

Jájá. 

Hvað heitir útgerðin hjá þér?

Blessuð vertu, ég fer ekki að segja það. Þú getur örugglega fundið það út. 

Það myndi bara flýta fyrir mér ef þú myndir segja mér það. 

Jájá. 

Það kemur þér allavega á óvart að þú sért þarna í fyrsta sæti?

Já, það kemur mér virkilega á óvart. 

Það kemur þér á óvart að þú sért eftstur og þetta er arður og laun mestmegnis, eða hvað?

Jújú, ég er með fín laun. Ekkert að þeim. Bara fín laun. 

Svo fékkstu einhvern arð líka?

Já, það er náttúrlega arður líka. 

En þú seldir ekkert í fyrra?

Nei. 

Þannig að þetta er arður og laun. 

Já. 

Maður spyr sig, hvað ætlarðu að gera við peninginn? Ætlar þú að kaupa þér hús? Bíl? 

Ég ætla bara að sjá til. Ég er allavega búinn að vinna fyrir laununum. Sem skipstjóri og stýrimaður. 

Og ekki skattsvikari

Og ekki skattsvikari. 

Sá sem er fyrir neðan þig er með 143 milljónir króna í heildarárstekjur. 

Hvað heitir hann?

Hann heitir Guðmundur Huginn Guðmundsson

Hann er bróðir minn. 

Ó, eruð þið þrír efstu kannski allir bræður? Gylfi, Guðmundur og Páll?

Ég veit ekkert um það. 

Gylfi, þú veist alveg hverjir eru bræður þínir. Láttu ekki svona. Þú ert með níu milljónum meira en bróðir þinn í árstekjur. Hvað á það að þýða?

Ég er bara búinn að vinna meira. Búinn að vera meira um borð. 

Þú ert með 40 milljón krónum meira en Páll bróðir þinn. Hvað á það að þýða?

Ég vinn meira. Ég er duglegri. 

Þú ert duglegri en bræður þínir. 

Já. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár