Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er duglegri“

Gylfi Við­ar Guð­munds­son greiddi hæstu skatta í Vest­manna­eyj­um.

„Ég er duglegri“

Það virðist vera að þú, Gylfi, sért skattakóngur Vestmannaeyja

Ég trúi því ekki. 

Hvernig blasir það við þér?

Hvað eru þetta mestu tekjurnar? 

Þú greiddir rúmar 42 m.kr. í skatt á síðasta ári

Nú já já. 

Þú ert með 152 milljónir króna í heildarárstekjur.

Djöfulsins vitleysa. 

Hvað myndi útskýra þessar fjármagnstekjur?

Jújú, það er náttúrlega eitthvað. 

Áttu fyrirtæki, varstu að selja eitthvað? Er þetta arður? Hvað er þetta?

Ég á náttúrlega, átti fyrirtæki.

Áttirðu fyrirtæki? Ertu búinn að selja það?

Jú, ég á fyrirtæki, jájá. 

Þannig að þú átt fyrirtæki, þannig að þetta er arður? Eða hvað er þetta?

Þetta er bæði. Eitthvað alls konar. Bara eitthvað. 

Er rétt að titla þig sem stýrimann? Eða ertu fyrirtækjaeigandi?

Ég er skipstjóri og stýrimaður. 

Hvaða fyrirtæki áttu?

Hvað ætlar þú að fara skrifa eitthvað um mig þarna í þessu? Það hlýtur að vera einhver annar hærri en ég. 

„Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég?“

Þetta er rosaleg upphæð, 152. m.kr., eitthvað sem hinn almenni lesandi getur varla gert sér í hugarlund. 

Hahaha, þú meinar það. Heldurðu að Guðbjörg Matt sem á Ísfélagið sé ekki hærri en ég? 

Hún náði ekki inn á listann.

Hvernig stendur á því? 

Hvað gerir maður við 152 milljónir?

Hvað gerir maður við þær? Verður maður ekki að borga einhvern skatt? 

Þú borgaðir töluverðan skatt, 10 milljónir í tekjuskatt og 24 milljónir í fjármagnstekjuskatt og alls konar. 

Jájá. Ég er allavega ekki skattsvikari. 

Það er gott að heyra. Það er mjög fínt að heyra. En þú ert mjög ríkur, það verður að segjast.

Já, ok. Jæja. 

Er það ekki?

Ég veit það ekki. Hvað flokkast undir það að vera ríkur í dag? 

Ég myndi segja að 152 milljónir myndu flokkast sem að vera ríkur. 

Er það ekki ...

Áttu útgerð þá?

Jájá. 

Hvað heitir útgerðin hjá þér?

Blessuð vertu, ég fer ekki að segja það. Þú getur örugglega fundið það út. 

Það myndi bara flýta fyrir mér ef þú myndir segja mér það. 

Jájá. 

Það kemur þér allavega á óvart að þú sért þarna í fyrsta sæti?

Já, það kemur mér virkilega á óvart. 

Það kemur þér á óvart að þú sért eftstur og þetta er arður og laun mestmegnis, eða hvað?

Jújú, ég er með fín laun. Ekkert að þeim. Bara fín laun. 

Svo fékkstu einhvern arð líka?

Já, það er náttúrlega arður líka. 

En þú seldir ekkert í fyrra?

Nei. 

Þannig að þetta er arður og laun. 

Já. 

Maður spyr sig, hvað ætlarðu að gera við peninginn? Ætlar þú að kaupa þér hús? Bíl? 

Ég ætla bara að sjá til. Ég er allavega búinn að vinna fyrir laununum. Sem skipstjóri og stýrimaður. 

Og ekki skattsvikari

Og ekki skattsvikari. 

Sá sem er fyrir neðan þig er með 143 milljónir króna í heildarárstekjur. 

Hvað heitir hann?

Hann heitir Guðmundur Huginn Guðmundsson

Hann er bróðir minn. 

Ó, eruð þið þrír efstu kannski allir bræður? Gylfi, Guðmundur og Páll?

Ég veit ekkert um það. 

Gylfi, þú veist alveg hverjir eru bræður þínir. Láttu ekki svona. Þú ert með níu milljónum meira en bróðir þinn í árstekjur. Hvað á það að þýða?

Ég er bara búinn að vinna meira. Búinn að vera meira um borð. 

Þú ert með 40 milljón krónum meira en Páll bróðir þinn. Hvað á það að þýða?

Ég vinn meira. Ég er duglegri. 

Þú ert duglegri en bræður þínir. 

Já. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár