Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er bara úti um allt“

Þor­vald­ur Haf­dal Jóns­son er í fimmta sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­ling­ana í Vest­manna­eyj­um.

„Ég er bara úti um allt“

Þú ert í fimmta sæti í Vestmannaeyjum, hvernig blasir það við þér?

Það blasir vel við mér. Ég flutti bara þangað í nóvember. Þannig að þetta passar ekki alveg. Ég var skráður í Hafnarfirði og flutti til Vestmannaeyja í nóvember. 

Hvers vegna fluttir þú til Vestmannaeyja í nóvember?

Til að fá léttara rými og betri aðstæður fyrir fjölskylduna. 

Og virkaði það?

Jájá. Það lítur þannig út. 

Frábært. Er ekki rétt að titla þig sem kerfisstjóra DK hugbúnaðar?

Það er einn titill sem ég er með. 

Hvernig myndir þú titla þig sjálfur?

Það er eiginlega bara óskilgreint. 

Nú, hvernig þá?

Ég er bara úti um allt. 

Þannig að þú ert að vinna í fleiru en að vera kerfisstjóri hjá DK hugbúnaði?

Já. forritari, netstjóri, kerfisstjóri. Hjá DK. Ég er að sinna mörgum hlutverkum þar. 

Þú ert nú með heildarárstekjur 79 milljónir. Það er svolítið mikill peningur. 

Það er kannski út af því að ég átti part í fyrirtækinu sjálfur sem var selt. 

Já, ég skil. Ég sé að þú ert með 55 milljónir í fjármagnstekjuskatt, það myndi skýra það?

Já, það er skýringin. 

Þannig að þú seldir þinn hlut í fyirtækinu í fyrra?

Já, allt fyrirtækið var selt í fyrra. Hundrað prósent sala í fyrra. 

Þannig að þeir sem eru hjá DK hugbúnaði eru á listanum þess vegna?

Já, þeir koma á listann núna á þessu ári og svo ekki meir. 

Heldur þú að þeir komi aldrei aftur?

Nei, ekki nema þeir fari að stofna sitt eigið fyrirtæki aftur og fari í svona. Þetta er búið að vera að byggjast upp síðan 1998. 

Af hverju var þá verið að selja?

Það snýst aðallega um það að þeir sem stofnuðu fyrirtækið, þeir eru komnir á ákveðinn aldur og eru farnir að huga að eftirlaunahlutanum. 

En hvað gerir þú núna þegar þú ert búinn að selja þinn hlut? Þú vinnur enn þá fyrir þá? 

Ég vinn enn þá hjá DK, það eru bara komnir nýir eigendur og þeir koma með nýjar áherslur. 

Þú ert með tæplega tvær milljónir á mánuði í tekjur. 

Það gæti alveg stemmt, ein og hálf, eitthvað svoleiðis. 

Hvernig er að vera með eina og hálfa milljón á mánuði í tekjur?

Það er bara allt í lagi. 

En hvað gerir maður við 79 milljónir?

Greiðir niður skuldir fyrst og fremst. 

Er það mikið sem þú skuldar? Fer mikill hluti af þessu í það?

Stór hluti hefur farið í að greiða niður lán og svoleiðis. Náttúrlega húsnæðislán, ég á sex börn. 

Vá. þannig að þú getur greitt húsnæðislánið niður alveg?

Ég get greitt stóran hluta niður. 

Geggjað. Er það ekki góð tilfinning?

Það er léttir að þurfa ekki að vera með allt þetta yfir sér. Það koma bara aðrir hlutir og svona í kringum þetta. Eins og er þá til dæmis endurnýjuðum við bílana. 

Er eitthvað fleira sem þú ætlar að gera við peningana?

Nei, þetta er bara búið. Þetta er bara þannig upphæð. 

Hvernig finnst þér að vera á þessum lista með hinum skattakóngunum í Vestmannaeyjum?

Það kemur mér á óvart. Menn eru búnir að vera að vinna að fyrirtækjum í uppbyggingu alla sína ævi og svo fara þeir að selja sitt eins og með bátana og fyrirtækin og annað slíkt. Þetta vefur upp á sig og byggir upp fjármagn. Ef fyrirtæki ganga vel þá er náttúrlega hugmyndin að það greiði arð. 

Þannig að þú ert svona nýju krakkinn á listanum í ár?

Yndislegt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
3
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár