Þú ert í fimmta sæti í Vestmannaeyjum, hvernig blasir það við þér?
Það blasir vel við mér. Ég flutti bara þangað í nóvember. Þannig að þetta passar ekki alveg. Ég var skráður í Hafnarfirði og flutti til Vestmannaeyja í nóvember.
Hvers vegna fluttir þú til Vestmannaeyja í nóvember?
Til að fá léttara rými og betri aðstæður fyrir fjölskylduna.
Og virkaði það?
Jájá. Það lítur þannig út.
Frábært. Er ekki rétt að titla þig sem kerfisstjóra DK hugbúnaðar?
Það er einn titill sem ég er með.
Hvernig myndir þú titla þig sjálfur?
Það er eiginlega bara óskilgreint.
Nú, hvernig þá?
Ég er bara úti um allt.
Þannig að þú ert að vinna í fleiru en að vera kerfisstjóri hjá DK hugbúnaði?
Já. forritari, netstjóri, kerfisstjóri. Hjá DK. Ég er að sinna mörgum hlutverkum þar.
Þú ert nú með heildarárstekjur 79 milljónir. Það er svolítið mikill peningur.
Það er kannski út af því að ég átti part í fyrirtækinu sjálfur sem var selt.
Já, ég skil. Ég sé að þú ert með 55 milljónir í fjármagnstekjuskatt, það myndi skýra það?
Já, það er skýringin.
Þannig að þú seldir þinn hlut í fyirtækinu í fyrra?
Já, allt fyrirtækið var selt í fyrra. Hundrað prósent sala í fyrra.
Þannig að þeir sem eru hjá DK hugbúnaði eru á listanum þess vegna?
Já, þeir koma á listann núna á þessu ári og svo ekki meir.
Heldur þú að þeir komi aldrei aftur?
Nei, ekki nema þeir fari að stofna sitt eigið fyrirtæki aftur og fari í svona. Þetta er búið að vera að byggjast upp síðan 1998.
Af hverju var þá verið að selja?
Það snýst aðallega um það að þeir sem stofnuðu fyrirtækið, þeir eru komnir á ákveðinn aldur og eru farnir að huga að eftirlaunahlutanum.
En hvað gerir þú núna þegar þú ert búinn að selja þinn hlut? Þú vinnur enn þá fyrir þá?
Ég vinn enn þá hjá DK, það eru bara komnir nýir eigendur og þeir koma með nýjar áherslur.
Þú ert með tæplega tvær milljónir á mánuði í tekjur.
Það gæti alveg stemmt, ein og hálf, eitthvað svoleiðis.
Hvernig er að vera með eina og hálfa milljón á mánuði í tekjur?
Það er bara allt í lagi.
En hvað gerir maður við 79 milljónir?
Greiðir niður skuldir fyrst og fremst.
Er það mikið sem þú skuldar? Fer mikill hluti af þessu í það?
Stór hluti hefur farið í að greiða niður lán og svoleiðis. Náttúrlega húsnæðislán, ég á sex börn.
Vá. þannig að þú getur greitt húsnæðislánið niður alveg?
Ég get greitt stóran hluta niður.
Geggjað. Er það ekki góð tilfinning?
Það er léttir að þurfa ekki að vera með allt þetta yfir sér. Það koma bara aðrir hlutir og svona í kringum þetta. Eins og er þá til dæmis endurnýjuðum við bílana.
Er eitthvað fleira sem þú ætlar að gera við peningana?
Nei, þetta er bara búið. Þetta er bara þannig upphæð.
Hvernig finnst þér að vera á þessum lista með hinum skattakóngunum í Vestmannaeyjum?
Það kemur mér á óvart. Menn eru búnir að vera að vinna að fyrirtækjum í uppbyggingu alla sína ævi og svo fara þeir að selja sitt eins og með bátana og fyrirtækin og annað slíkt. Þetta vefur upp á sig og byggir upp fjármagn. Ef fyrirtæki ganga vel þá er náttúrlega hugmyndin að það greiði arð.
Þannig að þú ert svona nýju krakkinn á listanum í ár?
Yndislegt.
Athugasemdir