Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er bara úti um allt“

Þor­vald­ur Haf­dal Jóns­son er í fimmta sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­ling­ana í Vest­manna­eyj­um.

„Ég er bara úti um allt“

Þú ert í fimmta sæti í Vestmannaeyjum, hvernig blasir það við þér?

Það blasir vel við mér. Ég flutti bara þangað í nóvember. Þannig að þetta passar ekki alveg. Ég var skráður í Hafnarfirði og flutti til Vestmannaeyja í nóvember. 

Hvers vegna fluttir þú til Vestmannaeyja í nóvember?

Til að fá léttara rými og betri aðstæður fyrir fjölskylduna. 

Og virkaði það?

Jájá. Það lítur þannig út. 

Frábært. Er ekki rétt að titla þig sem kerfisstjóra DK hugbúnaðar?

Það er einn titill sem ég er með. 

Hvernig myndir þú titla þig sjálfur?

Það er eiginlega bara óskilgreint. 

Nú, hvernig þá?

Ég er bara úti um allt. 

Þannig að þú ert að vinna í fleiru en að vera kerfisstjóri hjá DK hugbúnaði?

Já. forritari, netstjóri, kerfisstjóri. Hjá DK. Ég er að sinna mörgum hlutverkum þar. 

Þú ert nú með heildarárstekjur 79 milljónir. Það er svolítið mikill peningur. 

Það er kannski út af því að ég átti part í fyrirtækinu sjálfur sem var selt. 

Já, ég skil. Ég sé að þú ert með 55 milljónir í fjármagnstekjuskatt, það myndi skýra það?

Já, það er skýringin. 

Þannig að þú seldir þinn hlut í fyirtækinu í fyrra?

Já, allt fyrirtækið var selt í fyrra. Hundrað prósent sala í fyrra. 

Þannig að þeir sem eru hjá DK hugbúnaði eru á listanum þess vegna?

Já, þeir koma á listann núna á þessu ári og svo ekki meir. 

Heldur þú að þeir komi aldrei aftur?

Nei, ekki nema þeir fari að stofna sitt eigið fyrirtæki aftur og fari í svona. Þetta er búið að vera að byggjast upp síðan 1998. 

Af hverju var þá verið að selja?

Það snýst aðallega um það að þeir sem stofnuðu fyrirtækið, þeir eru komnir á ákveðinn aldur og eru farnir að huga að eftirlaunahlutanum. 

En hvað gerir þú núna þegar þú ert búinn að selja þinn hlut? Þú vinnur enn þá fyrir þá? 

Ég vinn enn þá hjá DK, það eru bara komnir nýir eigendur og þeir koma með nýjar áherslur. 

Þú ert með tæplega tvær milljónir á mánuði í tekjur. 

Það gæti alveg stemmt, ein og hálf, eitthvað svoleiðis. 

Hvernig er að vera með eina og hálfa milljón á mánuði í tekjur?

Það er bara allt í lagi. 

En hvað gerir maður við 79 milljónir?

Greiðir niður skuldir fyrst og fremst. 

Er það mikið sem þú skuldar? Fer mikill hluti af þessu í það?

Stór hluti hefur farið í að greiða niður lán og svoleiðis. Náttúrlega húsnæðislán, ég á sex börn. 

Vá. þannig að þú getur greitt húsnæðislánið niður alveg?

Ég get greitt stóran hluta niður. 

Geggjað. Er það ekki góð tilfinning?

Það er léttir að þurfa ekki að vera með allt þetta yfir sér. Það koma bara aðrir hlutir og svona í kringum þetta. Eins og er þá til dæmis endurnýjuðum við bílana. 

Er eitthvað fleira sem þú ætlar að gera við peningana?

Nei, þetta er bara búið. Þetta er bara þannig upphæð. 

Hvernig finnst þér að vera á þessum lista með hinum skattakóngunum í Vestmannaeyjum?

Það kemur mér á óvart. Menn eru búnir að vera að vinna að fyrirtækjum í uppbyggingu alla sína ævi og svo fara þeir að selja sitt eins og með bátana og fyrirtækin og annað slíkt. Þetta vefur upp á sig og byggir upp fjármagn. Ef fyrirtæki ganga vel þá er náttúrlega hugmyndin að það greiði arð. 

Þannig að þú ert svona nýju krakkinn á listanum í ár?

Yndislegt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár