Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar og varaborgarfulltrúi fyrir Flokk fólksins, var með samtals 32 milljónir króna í tekjur á síðasta ári og þar með að meðaltali 2,7 milljónir króna á mánuði að meðtöldum fjármagnstekjum. Ef aðeins er horft til launatekna hennar eru þær 2,1 milljón króna á mánuði.
Ástæðu þess að hún rataði á lista segir hún vera vegna þess að hún seldi íbúð sem hún hafði verið að leigja út á AirBnb og vegna þess að hún hafi góðar tekjur bæði sem formaður Fjölskylduhjálpar og varaborgarfulltrúi.
„Ég fæ um 700 þúsund á mánuði fyrir að vera formaður Fjölskylduhjálpar og svo er varaborgarfulltrúastaðan vel greidd. Ég ber náttúrulega ábyrgð á því að fleiri þúsund manns fái að borða þegar við erum með úthlutanir fyrir Fjölskylduhjálpina,“ segir hún.
Auk þess að hafa rúmlega tvær milljónir króna á mánuði í launatekjur hagnaðist hún einnig um tæplega 7 milljónir í fjármagnstekjum …
Athugasemdir