Það sem markaði líf mitt var slys sem ég varð fyrir 17 ára. Þá gerði ég mér grein fyrir að það væri til vont fólk en það tók mig mörg ár að fatta að það hefði áhrif á líf mitt.
Við vinkonurnar fórum á ball á Hótel Sögu eftir vorprófin og þar hitti ég strák sem bauð mér í bíltúr eftir ballið. Við vorum að keyra um þegar ég bað hann um að stoppa þar sem ég þyrfti að pissa. Ég fór fyrir aftan bílinn og þá datt honum í hug að bakka aðeins bílnum til að stríða mér. Hann ók yfir mig og ég stórslasaðist á höfði. Hann dró mig undan bílnum, henti mér inn í hann og ók upp á slysavarðstofu. Ég fór í stóra aðgerð á höfði og nokkrar aðrar minni aðgerðir þetta sumar þar sem jarðvegurinn var mjög sýktur þar sem ég slasaðist.
Strákurinn kom daginn …
Athugasemdir