Starfsmaður laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Daníel Jakobsson, hringdi í kajakræðarann Veigu Grétarsdóttur og gagnrýndi hana fyrir að hafa tekið upp myndir af afmynduðum eldislöxum í kvíum Arnarlax og Arctic Fish í Arnarfirði og Dýrafirði. Þetta segir Veiga í samtali við Stundina: ,,Hann var ósáttur við að ég hefði ekki leitað til Arctic Fish með mínar áhyggjur í staðinn fyrir að fara þessa leið og koma myndunum í fjölmiðla. En ég átti svo sem alveg von á að fá svona símtal.”
Veiga Grétarsdóttir er búsett í Ísafjarðarkaupstað, nánar tiltekið í Hnífsdal, en hún rær á kajak hálfa leiðina í kringum Ísland þessa dagana og var hún stödd 13 kílómetra frá Húsavík þegar hún ræddi við Stundina.
RÚV birti sögulegar myndir
Fréttastofa RÚV sýndi myndirnar í kvöldfréttum sínum á laugardaginn.
Á myndunum sáust eldislaxar sem voru orðnir afmyndaðir eftir að hafa særst og nuddast við netin í …
Athugasemdir