Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf

Pistla­höf­und­ur í Sví­þjóð seg­ir að ár­ið 2016 og 18 hafi Sví­ar hafi lán­að Ís­lend­ing­um lands­liðs­þjálf­ara og nú vilji þeir sótt­varna­lækni í stað­inn.

Ísland fékk Lagerbäck, Svíar vilja Þórólf
Lagerbäck og Þórólfur Pistlahöfundur vill býtta milli vinaþjóða. Myndin er samsett.

Jonas Vogel, pistlahöfundur fyrir sænska dagblaðið Gautaborgarpóstinn, birti í morgun pistil þar sem hann hrósar Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, hástert fyrir árangur hans í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. 

Þá bendir hann á að árin 2016 og 2018 hafi Ísland náð stórkostlegum árangri í fótbolta með aðstoð Svía, nánar tiltekið Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara, og að „nú er komið að okkur að biðja Ísland um hjálp“ með því að lána Þórólf í staðinn. „Að skipta á fótboltaþjálfara fyrir sóttvarnalækni væri dæmi um gott Norðurlandasamstarf“

Í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni

Ennfremur segir Jonas að Svíþjóð sé í sárri þörf fyrir nýjan sóttvarnalækni með hartnær fimmtán þúsund dauðsföll þar í landi sökum faraldursins.

„Það sem Svíðþjóð þarf á að halda er sóttvarnalæknir eins og hinn íslenski Þórólf Guðnason.“ 

Jonas hrósar Þórólfi fyrir að hafa leitt þá vinnu sem hefur að hans mati skilað sér í því að halda smitum í lágmarki með „vönduðum jöfnum aðgerðum“. Nú þegar smittölur fara hækkandi á Íslandi segir hann landann vera að undirbúa nýjar ráðstafanir. „Með þessum hætti hefur verið komið í veg fyrir mikla þjáningu og mörgum lífum hefur verið bjargað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár