Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gylfi Sigurðsson handtekinn fyrir meint brot gegn barni

Lög­regl­an í Bretlandi gerði hús­leit hjá lands­liðs­mann­in­um og sleppti hon­um gegn trygg­ingu.

Gylfi Sigurðsson handtekinn fyrir meint brot gegn barni
Gylfi Sigurðsson Leikmaðurinn hefur leikið 78 landsleiki fyrir Ísland. Mynd: Светлана Бекетова

Lögreglan í Manchester handtók á föstudag knattspyrnumanninn Gylfa Sigurðsson, leikmann Everton í ensku deildinni og íslenska landsliðsins, vegna gruns um brot gegn barni. Þetta herma heimildir Mbl.is.

Everton staðfesti í gær að leikmaður í aðalhóp liðsins hefði verið sendur frá liðinu vegna lögreglurannsóknar. „Félagið mun halda áfram að styðja við rannsókn yfirvalda og mun ekki gefa út frekari yfirlýsingar að þessu sinni,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Bresku blöðin Daily Mail og The Sun ásamt fleirum höfðu greint frá handtökunni í gær án þess að nefna Gylfa á nafn. Í fréttum þeirra kom fram að lögreglan hefði gert húsleit hjá leikmanni vegna kynferðisbrotamáls, en eftir handtöku hafi honum verið sleppt gegn tryggingu. Kom fram að leikmaðurinn væri 31 árs gamall, giftur og að ásakanirnar væru alvarlegar.

Gylfi er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar og hefur átt farsælan feril í atvinnumennsku. Á unglingsaldri lék hann með FH og Breiðablik áður en hann gekk til liðs við Reading á Englandi aðeins 16 ára að aldri. Árið 2010 var samningur hans seldur til 1899 Hoffenheim á Þýskalandi þar sem hann lék í tvö ár. Eftir tíma á láni hjá Swansea í Wales gekk hann til liðs við Tottenham Hotspur. Fór hann aftur til Swansea áður en hann var seldur til Everton árið 2017 fyrir metupphæð hjá liðinu. Hefur hann leikið þar síðan og verið varafyrirliði liðsins. Gylfi var ekki á lista yfir leikmenn liðsins um helgina þegar liðið spilaði æfingaleik.

Gylfi hefur leikið 78 landsleiki fyrir íslenska karlalandsliðið og skorað í þeim 25 mörk. Hann var lykilmaður í landsliðshópnum þegar Ísland lék á sínu fyrsta stórmóti, Evrópukeppninni 2016, og komst í 8 liða úrslit eftir frækinn sigur á Englandi. Þá var hann einnig í hópnum í Heimsmeistaramótinu 2018.

Gylfi er eigandi útgerðarfélagsins Blikabergs sem hann hefur rekið ásamt föður sínum og bróður. Árið 2012 kom hann með 38 milljónir króna til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands til að fjárfesta í rekstrinum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár