Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gylfi Sigurðsson handtekinn fyrir meint brot gegn barni

Lög­regl­an í Bretlandi gerði hús­leit hjá lands­liðs­mann­in­um og sleppti hon­um gegn trygg­ingu.

Gylfi Sigurðsson handtekinn fyrir meint brot gegn barni
Gylfi Sigurðsson Leikmaðurinn hefur leikið 78 landsleiki fyrir Ísland. Mynd: Светлана Бекетова

Lögreglan í Manchester handtók á föstudag knattspyrnumanninn Gylfa Sigurðsson, leikmann Everton í ensku deildinni og íslenska landsliðsins, vegna gruns um brot gegn barni. Þetta herma heimildir Mbl.is.

Everton staðfesti í gær að leikmaður í aðalhóp liðsins hefði verið sendur frá liðinu vegna lögreglurannsóknar. „Félagið mun halda áfram að styðja við rannsókn yfirvalda og mun ekki gefa út frekari yfirlýsingar að þessu sinni,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu.

Bresku blöðin Daily Mail og The Sun ásamt fleirum höfðu greint frá handtökunni í gær án þess að nefna Gylfa á nafn. Í fréttum þeirra kom fram að lögreglan hefði gert húsleit hjá leikmanni vegna kynferðisbrotamáls, en eftir handtöku hafi honum verið sleppt gegn tryggingu. Kom fram að leikmaðurinn væri 31 árs gamall, giftur og að ásakanirnar væru alvarlegar.

Gylfi er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar og hefur átt farsælan feril í atvinnumennsku. Á unglingsaldri lék hann með FH og Breiðablik áður en hann gekk til liðs við Reading á Englandi aðeins 16 ára að aldri. Árið 2010 var samningur hans seldur til 1899 Hoffenheim á Þýskalandi þar sem hann lék í tvö ár. Eftir tíma á láni hjá Swansea í Wales gekk hann til liðs við Tottenham Hotspur. Fór hann aftur til Swansea áður en hann var seldur til Everton árið 2017 fyrir metupphæð hjá liðinu. Hefur hann leikið þar síðan og verið varafyrirliði liðsins. Gylfi var ekki á lista yfir leikmenn liðsins um helgina þegar liðið spilaði æfingaleik.

Gylfi hefur leikið 78 landsleiki fyrir íslenska karlalandsliðið og skorað í þeim 25 mörk. Hann var lykilmaður í landsliðshópnum þegar Ísland lék á sínu fyrsta stórmóti, Evrópukeppninni 2016, og komst í 8 liða úrslit eftir frækinn sigur á Englandi. Þá var hann einnig í hópnum í Heimsmeistaramótinu 2018.

Gylfi er eigandi útgerðarfélagsins Blikabergs sem hann hefur rekið ásamt föður sínum og bróður. Árið 2012 kom hann með 38 milljónir króna til landsins í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands til að fjárfesta í rekstrinum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár