Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ný ferðaskrifstofa birti myndband af utanvegaakstri

Stofn­end­ur Morii kynntu fyr­ir­tæk­ið með mynd­bandi þar sem þeir höfðu keyrt upp á gíg­barm Rauða­skál­ar þar sem ut­an­vega­akst­ur er al­geng­ur. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki feng­ið leyfi til að starfa sem ferða­skrif­stofa.

Óku upp á gígbarminn Stofnendur Morii birtu myndbandið á Twitter, en því var eytt í kjölfarið.

Kynningarmyndband frá Morii, nýrri ferðaskrifstofu, sýnir stofnendur hennar leggja bifreið sinni utan vegar á barmi gígsins Rauðuskálar. Fyrirtækið auglýsir pakkaferðir á Íslandi í sumar en hefur ekki sótt um eða fengið leyfi fyrir starfseminni hjá Ferðamálastofu.

Myndbandið var birt á Twitter síðu fyrirtækisins, en síðan eytt. Í myndbandinu sitja stofnendur Morii, þeir Terry Zhang og Blakelock Brown, ásamt þriðju manneskju ofan á bifreið sem lagt á barmi Rauðaskálar. Texti í myndbandinu segir á ensku: „Við fundum óþekktan stað á Íslandi“.

Nokkuð hefur verið um utanvegaakstur á svæðinu í gegnum tíðina, en gígurinn er í nágrenni Heklu. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ljóst af myndbandinu að um utanvegaakstur hafi verið að ræða og að ábendingar hafi borist vegna myndbandsins um helgina. „Við fáum reglulega ábendingar um utanvegaakstur og myndbönd send,“ segir hann. „Þetta er dálítið algengt í nágrenni Heklu. Við höfum áður heyrt af bílum þarna. Það er merktur slóði upp undir Rauðaskál, en hann fer ekki upp á gígbarminn. Bíllinn er þarna kominn á ystu brún á gígskálinni.“

Slóði upp að RauðaskálÞrátt fyrir að enginn vegur liggi upp á gígbarminn sjást bílförin á loftmyndum.

Daníel bendir hins vegar á að svo mikið hafi verið um akstur á svæðinu að erfitt sé að átta sig á um hvort veg sé að ræða. „Samkvæmt aðalskipulagi Rangárþings Ytra liggur vegur að gígnum úr suðri, en ekki upp á hann. Þarna hefur því verið ekið utan vega. Hins vegar er þetta dálítið snúið þar sem þarna er mikið um eldri bílför upp á gígbarminn. Við slíkar aðstæður getur því reynst nokkuð erfitt fyrir viðkomandi að átta sig á því hvar má keyra og hvar ekki. Þarna þyrfti að huga að því að afmarka bílastæðið til að koma í veg fyrir svona atvik. Bílförin upp á gígbarminn eru það mikil að þau sjást á loftmyndum,“ segir Daníel.

Hafa ekki fengið leyfi sem ferðaskrifstofa

Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu hefur Morii ekki verið veitt leyfi ferðaskrifstofu. Aðilar sem bjóða upp á pakkaferðir þar sem gisting er innifalin þurfa að hafa slíkt leyfi. Þá þarf umsókn að hafa borist tveimur mánuðum áður en starfsemi á að hefjast, en Ferðamálastofa segir umsókn frá Morii ekki hafa borist. Á vef fyrirtækisins er hægt að bóka ferðir sem hefjast nú þegar í júlí.

„Bílförin upp á gígbarminn eru það mikil að þau sjást á loftmyndum“

Morii býður upp á 7 daga pakkaferðir til Íslands þar sem lofað er ferðum á staði sem „99 prósent af túristum missa af“. Inni í ferðinni eru gisting, máltíðir, 60 mínútna útsýnisflug og ferðir til og frá staða í fjórhjóladrifnum bíl. Pakkaferðirnar kosta frá 6.000 dollurum á mann, andvirði um 740 þúsund króna. Fyrirtækið leggur áherslu á að ferðirnar hafi neikvætt kolefnisfótspor og er rífleg kolefnisjöfnun innifalin í verðinu.

Morii hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár