Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stór fyrirtæki með hagsmuni af leikreglum atvinnulífsins í fjölmiðlarekstri

„Við þekkj­um það auð­vit­að að í vax­andi mæli eru fjöl­miðl­ar á Ís­landi í eigu stórra fyr­ir­tækja sem hafa hags­muni af leik­regl­um í at­vinnu­líf­inu,“ seg­ir Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Stór fyrirtæki með hagsmuni af leikreglum atvinnulífsins í fjölmiðlarekstri
Gagnrýndur Páll Gunnar, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sætir oft harðri gagnrýni. Hún kemur gjarnan frá sterkustu hagsmunasamtökunum og birtist í viðskiptablöðunum sem hér eru gefin út. Mynd: Heida Helgadottir

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og hans starfsmenn sæta oft harðri gagnrýni fyrir störf sín og framgöngu. Ef tekið er mið af opinberri umræðu mætti ætla að stríð væri á milli fyrirtækja í landinu og eftirlitsins.

Í viðtali í nýjasta tölublaði Stundarinnar segist hann vega og meta alla gagnrýni „en besta gagnrýnin er auðvitað sú sem er byggð á réttum upplýsingum og oft og tíðum er það ekki raunin“.

Rödd neytenda vantar

„Það er ekkert slæmt við það – þvert á móti jákvætt – að það sé fjallað um samkeppnismál, þó maður myndi kjósa að það væri gert á víðari grunni. Að raddir litlu fyrirtækjanna og raddir neytendanna hefðu meira vægi hjá þeim fjölmiðlum sem eru að fjalla um viðskiptamálefni á Íslandi. Ef þú berð saman viðskiptatímarit hér á landi og viðskiptatímarit í kringum okkur þá sérðu strax mun á því hvað sjónarhorn neytenda fær mikið vægi, hér versus til dæmis á Norðurlöndunum.“

Páll Gunnar telur að stjórnvöld verði að horfa til þess þegar ákveðið er hvernig styðja eigi við rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla.

„Við höfum vakið athygli á því að þegar sá stuðningur er útfærður sé þá rétt að horfa til þessara hugtaka í fjölmiðlarétti, fjölræði og fjölbreytni, og huga að því hvort að stuðningurinn ætti í ríkari mæli að beinast að þeim miðlum sem tala fyrir þeim sjónarmiðum sem hafa kannski litla fjármuni á bakvið sig, á meðan stuðningurinn ætti þá að vera minni gagnvart þeim fjölmiðlum sem hafa sterka bakhjarla,“ segir hann.

Hagsmunaöfl eiga fjölmiðla

„Við þekkjum það auðvitað að í vaxandi mæli eru fjölmiðlar á Íslandi í eigu stórra fyrirtækja sem hafa hagsmuni af leikreglum í atvinnulífinu. Það er auðvitað sem þarf að taka tillit til líka og stjórnvöld þurfa að horfa á,“ segir Páll Gunnar og vísar til þess að stórir leikendur í atvinnulífinu eru og hafa verið stærstu eigendur margra fjölmiðlanna.

„Ég held að við höfum ekki gætt að því að tryggja þetta jafnvægi.“

Það á við um Morgunblaðið, þar sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa fjármagnað mikinn taprekstur, og Fréttablaðið, þar sem Helgi Magnússon fjárfestir, sem setið hefur í stjórnum margra stórra fyrirtækja, tók við eignarhaldinu af Ingibjörgu Pálmadóttur, sem var einn umsvifamesti fjárfestir landsins ásamt eiginmanni sínum um langt skeið. 

„Ég held að við höfum ekki gætt að því að tryggja þetta jafnvægi. Það snýst að því hvernig búið er að hagsmunaöflum sem hafa lítið fjármagn á bakvið sig, það snýr að fjölmiðlum og því umhverfi sem fjölmiðlar búa við, og það snýst líka um hina almennu stjórnmálaumræðu,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Hagsmunir fárra sterkra ráði of miklu
Viðtal

Hags­mun­ir fárra sterkra ráði of miklu

Á sama tíma og risa­vaxn­ar sekt­ir hafa ver­ið lagð­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki vegna sam­keppn­islaga­brota vilja Sam­tök at­vinnu­lífs­ins rann­saka Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið og ráð­herra tak­marka heim­ild­ir þess. Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri eft­ir­lits­ins, seg­ir hags­muni þeirra sem mest eiga ráða miklu á Ís­landi og að há­vær gagn­rýni end­ur­spegli það. Sam­keppn­is­regl­ur séu sér­stak­lega mik­il­væg­ar fyr­ir lít­ið land eins og Ís­land, þvert á það sem op­in­ber um­ræða gefi til kynna. Eft­ir­lit hafi ver­ið tal­að nið­ur af þeim sömu og semja regl­urn­ar sem eiga að gilda.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár