Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stór fyrirtæki með hagsmuni af leikreglum atvinnulífsins í fjölmiðlarekstri

„Við þekkj­um það auð­vit­að að í vax­andi mæli eru fjöl­miðl­ar á Ís­landi í eigu stórra fyr­ir­tækja sem hafa hags­muni af leik­regl­um í at­vinnu­líf­inu,“ seg­ir Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Stór fyrirtæki með hagsmuni af leikreglum atvinnulífsins í fjölmiðlarekstri
Gagnrýndur Páll Gunnar, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sætir oft harðri gagnrýni. Hún kemur gjarnan frá sterkustu hagsmunasamtökunum og birtist í viðskiptablöðunum sem hér eru gefin út. Mynd: Heida Helgadottir

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og hans starfsmenn sæta oft harðri gagnrýni fyrir störf sín og framgöngu. Ef tekið er mið af opinberri umræðu mætti ætla að stríð væri á milli fyrirtækja í landinu og eftirlitsins.

Í viðtali í nýjasta tölublaði Stundarinnar segist hann vega og meta alla gagnrýni „en besta gagnrýnin er auðvitað sú sem er byggð á réttum upplýsingum og oft og tíðum er það ekki raunin“.

Rödd neytenda vantar

„Það er ekkert slæmt við það – þvert á móti jákvætt – að það sé fjallað um samkeppnismál, þó maður myndi kjósa að það væri gert á víðari grunni. Að raddir litlu fyrirtækjanna og raddir neytendanna hefðu meira vægi hjá þeim fjölmiðlum sem eru að fjalla um viðskiptamálefni á Íslandi. Ef þú berð saman viðskiptatímarit hér á landi og viðskiptatímarit í kringum okkur þá sérðu strax mun á því hvað sjónarhorn neytenda fær mikið vægi, hér versus til dæmis á Norðurlöndunum.“

Páll Gunnar telur að stjórnvöld verði að horfa til þess þegar ákveðið er hvernig styðja eigi við rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla.

„Við höfum vakið athygli á því að þegar sá stuðningur er útfærður sé þá rétt að horfa til þessara hugtaka í fjölmiðlarétti, fjölræði og fjölbreytni, og huga að því hvort að stuðningurinn ætti í ríkari mæli að beinast að þeim miðlum sem tala fyrir þeim sjónarmiðum sem hafa kannski litla fjármuni á bakvið sig, á meðan stuðningurinn ætti þá að vera minni gagnvart þeim fjölmiðlum sem hafa sterka bakhjarla,“ segir hann.

Hagsmunaöfl eiga fjölmiðla

„Við þekkjum það auðvitað að í vaxandi mæli eru fjölmiðlar á Íslandi í eigu stórra fyrirtækja sem hafa hagsmuni af leikreglum í atvinnulífinu. Það er auðvitað sem þarf að taka tillit til líka og stjórnvöld þurfa að horfa á,“ segir Páll Gunnar og vísar til þess að stórir leikendur í atvinnulífinu eru og hafa verið stærstu eigendur margra fjölmiðlanna.

„Ég held að við höfum ekki gætt að því að tryggja þetta jafnvægi.“

Það á við um Morgunblaðið, þar sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa fjármagnað mikinn taprekstur, og Fréttablaðið, þar sem Helgi Magnússon fjárfestir, sem setið hefur í stjórnum margra stórra fyrirtækja, tók við eignarhaldinu af Ingibjörgu Pálmadóttur, sem var einn umsvifamesti fjárfestir landsins ásamt eiginmanni sínum um langt skeið. 

„Ég held að við höfum ekki gætt að því að tryggja þetta jafnvægi. Það snýst að því hvernig búið er að hagsmunaöflum sem hafa lítið fjármagn á bakvið sig, það snýr að fjölmiðlum og því umhverfi sem fjölmiðlar búa við, og það snýst líka um hina almennu stjórnmálaumræðu,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Hagsmunir fárra sterkra ráði of miklu
Viðtal

Hags­mun­ir fárra sterkra ráði of miklu

Á sama tíma og risa­vaxn­ar sekt­ir hafa ver­ið lagð­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki vegna sam­keppn­islaga­brota vilja Sam­tök at­vinnu­lífs­ins rann­saka Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið og ráð­herra tak­marka heim­ild­ir þess. Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri eft­ir­lits­ins, seg­ir hags­muni þeirra sem mest eiga ráða miklu á Ís­landi og að há­vær gagn­rýni end­ur­spegli það. Sam­keppn­is­regl­ur séu sér­stak­lega mik­il­væg­ar fyr­ir lít­ið land eins og Ís­land, þvert á það sem op­in­ber um­ræða gefi til kynna. Eft­ir­lit hafi ver­ið tal­að nið­ur af þeim sömu og semja regl­urn­ar sem eiga að gilda.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár