„Ég hugsa að það sem hefur mótað mig einna mest sé dvölin á Kvískerjum í Öræfum þegar ég var stelpa,“ segir Þórunn Sigurðardóttir. „Þótt ég færi ekki út í náttúrufræði heldur ynni alla starfsævina í listum þá mótaði þessi tími mig umfram flest annað. Ég held að ólík viðfangsefni geti undirbúið mann undir lífið með ýmsum hætti. Dvölin á Kvískerjum var í senn lærdómsrík og gefandi og ég held að hún hafi bæði gert mig sjálfstæða og meðvitaða um umhverfi mitt. Ég held að smölun á hestum á Breiðamerkursandi hafi haft einna mest áhrif á mig þegar ég dvaldi á Kvískerjum. Ég tók þátt í smölun á söndunum árum saman, líka eftir að ég varð fullorðin. Ég væri til í að gera það aftur.
Ég gæti líka nefnt heimsókn í Þjóðleikhúsið að sjá Snædrottninguna árið 1951 sem dæmi um atburð sem mótaði starfsval mitt bókstaflega. En eftir því sem árin …
Athugasemdir