Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Dóttir mín er ekki bara eitthvert númer úti í bæ“

For­eldr­ar stúlku sem var tólf ára göm­ul þeg­ar hún varð fyr­ir bíl segj­ast reið og sár út í lög­regl­una fyr­ir að draga það að af­greiða slys­ið þang­að til tveim­ur ár­um seinna þeg­ar það var ann­ars veg­ar fellt nið­ur og hins veg­ar sagt fyrnt. Öku­mað­ur­inn stakk af frá vett­vangi.

„Dóttir mín er ekki bara eitthvert númer úti í bæ“

Þann 13. febrúar 2018 breyttist líf hjónanna Sigríðar Heiðu Hallsdóttur og Þórðar Björns Ágústssonar og dóttur þeirra til frambúðar. 

„Ég var að græja elstu dóttur okkar á árshátíð þegar síminn hringir og mér er sagt að það hefði verið ekið á hana,“ segir Sigríður sem oftast er kölluð Heiða. 

Dóttir þeirra, þá tólf ára, var að koma af frjálsíþróttaæfingu í Laugardalnum og var að verða of sein í strætó sem stoppaði á Suðurlandsbrautinni. Þegar hún stendur á gangstéttinni sér hún að strætó er kominn og hugsar með sér að hún verði að drífa sig. Hún lítur í kringum sig, sér enga bíla og ætlar yfir götuna þegar bíll ekur á hana og hún kastast upp í loft og lendir svo á götunni illa áttuð og slösuð.

Ökumaðurinn sem hafði keyrt á hana nam ekki staðar eftir atburðinn, athugaði ekki með líðan hennar og kallaði hvorki á sjúkrabíl né lögreglu heldur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár