Þann 13. febrúar 2018 breyttist líf hjónanna Sigríðar Heiðu Hallsdóttur og Þórðar Björns Ágústssonar og dóttur þeirra til frambúðar.
„Ég var að græja elstu dóttur okkar á árshátíð þegar síminn hringir og mér er sagt að það hefði verið ekið á hana,“ segir Sigríður sem oftast er kölluð Heiða.
Dóttir þeirra, þá tólf ára, var að koma af frjálsíþróttaæfingu í Laugardalnum og var að verða of sein í strætó sem stoppaði á Suðurlandsbrautinni. Þegar hún stendur á gangstéttinni sér hún að strætó er kominn og hugsar með sér að hún verði að drífa sig. Hún lítur í kringum sig, sér enga bíla og ætlar yfir götuna þegar bíll ekur á hana og hún kastast upp í loft og lendir svo á götunni illa áttuð og slösuð.
Ökumaðurinn sem hafði keyrt á hana nam ekki staðar eftir atburðinn, athugaði ekki með líðan hennar og kallaði hvorki á sjúkrabíl né lögreglu heldur …
Athugasemdir