Áður en Dóra Einarsdóttir leikmynda- og búningahöfundur fór til náms í Berlín í Þýskalandi 1974 starfaði hún í tvö ár sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Í eitt skiptið var flogið til Osló og sat hún síðan mest alla leiðina til Íslands með hvítvoðung í fanginu sem íslensk hjón voru að ættleiða.
„Barnið grét mikið og talaði ég við það og söng á lágum nótum. Einnig fór ég með öll ljóðin sem ég kunni úr bláu skólaljóðunum og komst barnið í ró.
Í komusalnum í gömlu flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli var risastór gluggi þar sem komufarþegar og við í áhöfninni sáum fram á gang þá sem voru að taka á móti farþegum. Ég fékk strax augnkontakt við ungt par hinum megin við glerið og var konan grátandi og mjög spennt. Tollararnir vísuðu okkur inn í lítið herbergi og var náð í parið.
„Konan var grátandi og mjög spennt“
Ljósmóðir er í mínum …
Athugasemdir