Landvernd lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna í máli Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp um stofnun hans dagaði uppi í nefnd fyrir þinglok. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Landverndar sem fram fór laugardaginn 12. júní.
Frumvarp fyrrverandi framkvæmdastjóra Landverndar, Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra, var sent aftur til ráðherra úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þingið er nú farið í frí fyrir kosningar í haust.
Málið fékk lítinn stuðning þingmanna úr röðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og lýstu sumir þeirra sig andvíga því að það yrði afgreitt. Þingflokkur Framsóknarflokks setti sjö fyrirvara við málið eftir að það hafði verið afgreitt úr ríkisstjórn. Þjóðgarðurinn naut hins vegar stuðnings þingmanna úr röðum Samfylkingar og Pírata.
„Nú undir lok kjörtímabilsins er orðið ljóst að það var aldrei raunveruleg ætlun allra stjórnarflokkanna að stofna Hálendisþjóðgarð og sá stjórnarflokkur sem í raun studdi …
Athugasemdir