Landvernd segir Vinstri græn hafa skort þrek og þor til að stofna Hálendisþjóðgarð

Þing­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks beittu sér gegn Há­lend­is­þjóð­garði, þrátt fyr­ir að mál­ið væri í stjórn­arsátt­mála. Land­vernd seg­ir með­ferð rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa skað­að stuðn­ing við mál­ið hjá al­menn­ingi.

Landvernd segir Vinstri græn hafa skort þrek og þor til að stofna Hálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd lýsir yfir vonbrigðum með að frumvarp umhverfisráðherra hafi ekki fengið brautargengi.

Landvernd lýsir yfir miklum vonbrigðum með framgöngu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna í máli Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp um stofnun hans dagaði uppi í nefnd fyrir þinglok. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Landverndar sem fram fór laugardaginn 12. júní.

Frumvarp fyrrverandi framkvæmdastjóra Landverndar, Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra, var sent aftur til ráðherra úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þingið er nú farið í frí fyrir kosningar í haust.

Málið fékk lítinn stuðning þingmanna úr röðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og lýstu sumir þeirra sig andvíga því að það yrði afgreitt. Þingflokkur Framsóknarflokks setti sjö fyrirvara við málið eftir að það hafði verið afgreitt úr ríkisstjórn. Þjóðgarðurinn naut hins vegar stuðnings þingmanna úr röðum Samfylkingar og Pírata.

„Nú undir lok kjörtímabilsins er orðið ljóst að það var aldrei raunveruleg ætlun allra stjórnarflokkanna að stofna Hálendisþjóðgarð og sá stjórnarflokkur sem í raun studdi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
5
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár