Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Orkusalan harmar að vera til umræðu en svarar engu

Fram­kvæmda­stjóri Orku­söl­unn­ar, Magnús Kristjáns­son, svar­ar eng­um spurn­ing­um um hvað stjórn­end­ur vissu um tengsl ný­ráð­ins fjár­mála­stjóra við Sam­herja og Namib­íu­mál­ið. Til að mynda ekki því hvort stjórn­end­ur hafi vit­að af því að namib­íska lög­regl­an hafi grun­að fjár­mála­stjór­ann um lög­brot.

Orkusalan harmar að vera til umræðu en svarar engu
Tjáir sig ekki Magnús segist ekki tjá sig um mál einstakra starfsmanna og því svari hann engum spurningum um ráðningu nýs fjármálastjóra. Mynd: Orkusalan

„Orkusalan harmar mjög að félagið sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti enda ekkert sem félagið hefur til saka unnið,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, í svari við spurningum er varða ráðningarferli nýs fjármálastjóra, Elísabetar Ýrar Sveinsdóttur.

NýráðinElísabet Ýr fór frá Samherja til Orkusölunnar nýlega. Tilkynnt var um ráðninguna í byrjun þessarar viku.

Hún er meðal þeirra sem namibíska lögreglan bað Interpol um að hafa uppi á vegna rannsóknar á mútugreiðslum Samherja til namibískra áhrifamanna.

Stundin beindi því til Magnúsar hvort stjórnendur hefðu verið meðvitaðir um aðkomu Elísabetar Ýrar að millifærslum frá Kýpurfélögum Samherja til leynifélags James Hatuikulipi, stjórnarformanns namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, í Dúbaí. James hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok árs 2019 vegna málsins. Magnús svaraði engri af þeim spurningum sem Stundin beindi til hans en sagði þess í stað að „[f]aglega var staðið að ráðningunni í samvinnu við ráðningarstofu okkar VinnVinn“. 

„Orkusalan harmar mjög að félagið sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti enda ekkert sem félagið hefur til saka unnið“

Upplýsingar um áhuga namibískra lögregluyfirvalda á Elísabetu Ýr komu fram í skjölum sem lögð fyrir fyrir dómara á síðasta ári. Í beiðninni til Interpol sagðist lögreglan gruna hana og níu aðra nafngreinda starfsmenn Samherja um lögbrot. Hún er þó ekki meðal þeirra þriggja sem saksóknari í Namibíu hefur viljað ákæra í því máli sem nú er til meðferðar fyrir dómstólum. Það er aftur á móti Ingvar Júlíusson, en þau tvö samþykktu millifærslurnar til Dúbaí-félagsins Tundavala.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár