Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga að gerast málsvara stórfyrirtækja

Arn­ar Þór Jóns­son, hér­aðs­dóm­ari og fram­bjóð­andi í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir flokk­inn verða að hverfa aft­ur til fyrri gilda, þeg­ar kjör­orð flokks­ins var „stétt með stétt“.

Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga að gerast málsvara stórfyrirtækja
Vill afturhvarf til fyrri gilda Arnar Þór telur að minnkandi stuðning við Sjálfstæðisflokkinn megi rekja til þess að tengsl hans við uppruna sinn hafi trosnað.

Sjálfstæðisflokkurinn á að hverfa aftur til sinna upprunalegu gilda og gera þau sýnilegri í áherslum flokksins, í stað þess að „gerast málsvari stórfyrirtækja“, að mati Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara sem nú hefur gerst frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Hann spyr hvort rekja megi fylgistap flokksins til þess að tengslin við upprunan, undir kjörorðinu „stétt með stétt“, hafi trosnað.

Arnar Þór skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann rekur að við stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929 hafi verið sett fram tvö aðalstefnumál, að Íslandi taki að fullu til sín öll sín mál og gæði landsins til afnota fyrir alla landsmenn annars vegar og hins vegar að vinna beri að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmunu allra stétta fyrir augum.

„Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að gerast málsvari stórfyrirtækja“

Í greininni kemst Arnar Þór hins vegar að því að líklega hafi hafi mistekist að halda kúrs í þeim efnum. Hann rekur hvernig fylgi flokksins hafi framan af verið um og yfir 40 prósent en á milli 30 og 40 prósent þegar kom fram á áttunda áratuginn. Hins vegar hafi það enn lækkað eftir fjármálahrunið 2008 og hafi verið um 25 prósent síðustu þrennar kosningar. „Við leit að skýringum á þessari hlutfallslegu fækkun kjósenda er sú spurning áleitin hvort tengslin við þennan uppruna hafi trosnað með þeim afleiðingum að flokkurinn hafi í framkvæmd ekki lagt nægilega rækt við þann grundvöll sem honum er þó ætlað að standa á.“

Arnar Þór segir það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að tryggja bæði aukna verðmætasköpun og sem réttlátasta skiptingu verðmætanna. Skapa þurfi grundvöll sáttar milli þeirra sem eigi fjármagnið og framleiðslutækin og þeirra sem bjóði fram vinnuafl sitt. Því sé hin upprunalega stefna flokksins enn í góðu gildi, enda séu einstaklingsfrelsi og og atvinnufrelsi enn hornsteinar virks og réttláts lýðræðis og markaðskerfis. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að gerast málsvari stórfyrirtækja, heldur hverfa aftur til sinna upprunalegu gilda og gera þau sýnilegri í áherslum flokksins.“

Í síðustu skoðanakönnun Gallup mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5% fylgi en flokkurinn hlaut 25,2% fylgi í alþingiskosningum 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár