Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga að gerast málsvara stórfyrirtækja

Arn­ar Þór Jóns­son, hér­aðs­dóm­ari og fram­bjóð­andi í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir flokk­inn verða að hverfa aft­ur til fyrri gilda, þeg­ar kjör­orð flokks­ins var „stétt með stétt“.

Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki eiga að gerast málsvara stórfyrirtækja
Vill afturhvarf til fyrri gilda Arnar Þór telur að minnkandi stuðning við Sjálfstæðisflokkinn megi rekja til þess að tengsl hans við uppruna sinn hafi trosnað.

Sjálfstæðisflokkurinn á að hverfa aftur til sinna upprunalegu gilda og gera þau sýnilegri í áherslum flokksins, í stað þess að „gerast málsvari stórfyrirtækja“, að mati Arnars Þórs Jónssonar, héraðsdómara sem nú hefur gerst frambjóðandi í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Hann spyr hvort rekja megi fylgistap flokksins til þess að tengslin við upprunan, undir kjörorðinu „stétt með stétt“, hafi trosnað.

Arnar Þór skrifar grein í Morgunblaðið þar sem hann rekur að við stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929 hafi verið sett fram tvö aðalstefnumál, að Íslandi taki að fullu til sín öll sín mál og gæði landsins til afnota fyrir alla landsmenn annars vegar og hins vegar að vinna beri að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmunu allra stétta fyrir augum.

„Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að gerast málsvari stórfyrirtækja“

Í greininni kemst Arnar Þór hins vegar að því að líklega hafi hafi mistekist að halda kúrs í þeim efnum. Hann rekur hvernig fylgi flokksins hafi framan af verið um og yfir 40 prósent en á milli 30 og 40 prósent þegar kom fram á áttunda áratuginn. Hins vegar hafi það enn lækkað eftir fjármálahrunið 2008 og hafi verið um 25 prósent síðustu þrennar kosningar. „Við leit að skýringum á þessari hlutfallslegu fækkun kjósenda er sú spurning áleitin hvort tengslin við þennan uppruna hafi trosnað með þeim afleiðingum að flokkurinn hafi í framkvæmd ekki lagt nægilega rækt við þann grundvöll sem honum er þó ætlað að standa á.“

Arnar Þór segir það eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna að tryggja bæði aukna verðmætasköpun og sem réttlátasta skiptingu verðmætanna. Skapa þurfi grundvöll sáttar milli þeirra sem eigi fjármagnið og framleiðslutækin og þeirra sem bjóði fram vinnuafl sitt. Því sé hin upprunalega stefna flokksins enn í góðu gildi, enda séu einstaklingsfrelsi og og atvinnufrelsi enn hornsteinar virks og réttláts lýðræðis og markaðskerfis. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að gerast málsvari stórfyrirtækja, heldur hverfa aftur til sinna upprunalegu gilda og gera þau sýnilegri í áherslum flokksins.“

Í síðustu skoðanakönnun Gallup mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 23,5% fylgi en flokkurinn hlaut 25,2% fylgi í alþingiskosningum 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár