Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherjamenn lýsa sér sem verkfærum í höndum uppljóstrarans

„Það hefði ein­fald­lega ekki ver­ið næg­ur tími, tæki­færi né orka fyr­ir mig að vera á kafi í fjar­lægri, lít­illi og frek­ar ómerki­legri starf­semi hinu meg­in á hnett­in­um,“ seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í yf­ir­lýs­ingu til namib­ískra dóm­stóla. Hann og aðr­ir lyk­il­starfs­menn út­gerð­ar­inn­ar vísa allri ábyrgð á Jó­hann­es Stef­áns­son upp­ljóstr­ara - líka á greiðsl­um sem gerð­ar voru eft­ir að hann hætti störf­um.

Samherjamenn lýsa sér sem verkfærum í höndum uppljóstrarans
Ótengdur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist ótengdur namibískum armi útgerðarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þorsteinn Már Baldvinsson og aðrir lykilstarfsmenn Samherja segja að Jóhannes Stefánsson einn beri alla ábyrgð á nokkru því sem gæti reynst ólöglegt í starfsemi útgerðarinnar í Namibíu.

Í yfirlýsingu sem hann og aðrir starfsmenn hafa lagt fyrir dóm í Namibíu koma fram ítrekaðar ásakanir um að Jóhannes, sem er uppljóstrarinn í Namibíumálinu svokallaða, hafi verið háður fíkniefnum og hafi einn og óstuddur leitt reksturinn þar syðra. Meðal annars vegna anna annarra við að verjast Seðlabanka Íslands. 

Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur og sá sem millifærði hundruð milljóna á leynireikning hákarlanna í Dúbaí segist aðeins hafa gert það sem Jóhannes sagði honum. Greiðslurnar héldu áfram löngu eftir að Jóhannes lét af störfum hjá félaginu og fóru af reikningum félaga sem hann hafði enga stjórn yfir. 

Bera við algjöru myrkri

Í yfirlýsingum Þorsteins, Örnu McClure, innanhúslögfræðings Samherja, Jóns Óttars Ólafssonar, rannsakanda á snærum útgerðarinnar, og fleiri er flestum orðum varið í að verjast ásökunum um að stjórnendur útgerðarinnar á Íslandi hafi haft nokkra vitneskju um hvað átti að fá í skiptum fyrir þá samninga og peninga sem namibískum áhrifamönnum fengu greidda. 

Á fundiBernhard Esau, þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, funduðu á heimili tengdasonar ráðherrans.

Greiðslur til þeirra virðast ekki dregnar í efa. Enda liggja fyrir margvísleg bankagögn sem sýna greiðslur til handa þeim aðilum sem kallaðir hafa verið „hákarlar“. Þorsteinn Már vísar hins vegar ábyrgð á þeim á fjármálastjóra útgerðarinnar á Kýpur, Ingvars Júlíussonar. Sá segist aðeins hafa verið að framfylgja skipunum Jóhannesar, sem hafi verið alráður í starfsemi Namibíufélaganna. 

Meira að segja þegar kom að greiðslum út úr félaginu Sögu Seafood í Namibíu, sem aldrei laut stjórn Jóhannesar. Þetta voru greiðslur sem voru inntar af hendi á árunum eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. 

Þessir hákarlar sæta nú allir gæsluvarðhaldi vegna ákæru á hendur þeim fyrir að hafa útvegað Samherja kvóta í hestamakríl með spilltum hætti. Það eru þeir Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarúvegsráðherra, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Tamson Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherrans, og James Hatuikulipi, frændi Tamson og fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor.

Þorsteinn segist ótengdur Namibíufélögum

Þorsteinn Már heldur því fram að hann hafi í raun enga aðkomu haft að þessum namibísku félögum; hann sé ekki og hafi aldrei verið beinn eigandi félaganna þar. Áður hefur þó verið fjallað um eignarhald Samherja, þar sem Þorsteinn var allt þar til nýlega einn aðaleiganda, á namibískum útgerðarfélögum í gegnum flókið fyrirtækjanet í Kýpur og Máritíus. 

„Það hefði einfaldlega ekki verið nægur tími, tækifæri né orka fyrir mig að vera á kafi í fjarlægri, lítilli og frekar ómerkilegri starfsemi hinu megin á hnettinum.“
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja

Málsvörn Samherjafólks virðist einnig ganga að einhverju leyti út á samsæri Helga Seljan gegn fyrirtækinu. Þannig verja lykilstjórnendur stórum hluta yfirlýsinga sinna í að ræða Seðlabankamálið. Að hluta virðist vörn Þorsteins Más svo snúast um hversu mikill tími og orka hafi farið í að verjast bankanum; það sé meðal annars þess vegna sem Jóhannes hafi haft jafn mikið frjálsræði í Namibíu og fullyrt er að hann hafi gert. 

„Það hefði einfaldlega ekki verið nægur tími, tækifæri né orka fyrir mig að vera á kafi í fjarlægri, lítilli og frekar ómerkilegri starfsemi hinu megin á hnettinum,“ segir hann. 

Í yfirlýsingu Jóns Óttar Ólafssonar, sem starfað hefur um árabil fyrir Samherja, kemur fram að Helgi Seljan hafi átt upptökin að Seðlabankamálinu og að nú vinni hann í samstarfi við Jóhannes við að koma höggi á fyrirtækið. Lýsir hann furðu sinni á því að Helga hafi verið leyft að fjalla á ný um Samherja sökum þessa. 

Hittu öll hákarla

Jafnvel þó að Jóhannes sé sagður einn bera ábyrgð á viðskiptum við hákarlana og öllum samningum við þá, kannast flestir lykilstarfsmenn Samherja sem sent hafa vitnisburð til dómsins að hafa hitt þá. 

Arna segist hafa verið göbbuð af Jóhannesi til að koma með þeim út að borða í Reykjavík árið 2013. Hún hafi síðan setið með þeim borðs á árshátíð Samherja árið 2016 en fundist nærvera Sacky Shanghala dómsmálaráðherra óþægileg. Jón Óttar segist hafa kynnst þeim þegar hann fór til Namibíu að rannsaka Jóhannes og hvernig hann stýrði félögunum þar. Ingvar segist hafa kynnst þeim strax 2011 og 2012 í Namibíu en hann hafi átt lítil samskipti við þá. 

Tengingarnar við þá virtust hins vegar lifa af skyndilegt brotthvarf Jóhannesar frá Samherja árið 2016. Bæði héldu greiðslur áfram að berast, jafnvel frá félögum sem Jóhannes hafði aldrei stýrt, svo sem Sögu Seafood Namibia. 

James bað Jón Óttar að eiga við gögn

Samkvæmt vitnisburði Jóns Óttars hringdi hann að beiðni Aðalsteins Helgasonar, starfsmanns Samherja, í stjórnarformann namibísku ríkisútgerðarinnar, James Hatuikulipi, í maí árið 2019. Þremur árum eftir að Jóhannes lét af störfum hjá útgerðinni og hálfu ári áður en Kveikur og Stundin ljóstruðu upp um Samherjaskjölin í samstarfi við Wikileaks. 

„Okei, þetta er skýrt. [...] Er einhver hætta á því að upphæð sem var greidd „úti“ verði uppgötvuð? Við viljum ekki búa til pappírsslóð þar sem talað er um afhendingu fisks og síðan finna þau peningaslóðina.“
Jón Óttar Ólafsson
í tölvupósti til James Hatuikulipi

„Ég hringdi í herra Hatuikulipi sem bað mig að búa til einhver skjöl til að „loka einhverjum gati“,“ segir hann í yfirlýsingunni. Þetta væri eitthvað sem hefði að gera með Namgomar-dílinn svokallaða og greiðslur til dúbaíska aflandsfélagsins Tundavala. 

Í vitnisburði sínum segir Jón Óttar aldrei hafa skilið hvað Hatuikulipi var að tala um. Það hafi Aðalsteinn ekki heldur gert. Í tölvupósti Jóns sem hann sendi Hatuikulipi segir hann hinsvegar: „Okei, þetta er skýrt...“ áður en hann bætir við: „Er einhver hætta á því að upphæð sem var greidd „úti“ verði uppgötvuð? Við viljum ekki búa til pappírsslóð þar sem talað er um afhendingu fisks og síðan finna þau peningaslóðina.“

Kveikur hefur áður fjallað um þessi samskipti en Jón Óttar heldur því fram að hluti  tölvupóstsamskiptanna hafi verið snúið á hvolf af namibískum saksóknara. Það hafi borist  svar frá Hatuikulipi um að hafa ekki áhyggjur, stjórnvöld hafi ekki burði til að fara á eftir flóknum aflandsviðskiptum. 

Á höfninniÞorsteinn Már ásamt þeim Sacky Shanghala, James Hatuikulipi, Tamson Hatuikulipi og ráðgjafa sjávarútvegsráðherra Angóla auk sonar angólska ráðherrans.

Samningurinn hafi verið Jóhannesar

Þorsteinn, Ingvar og Jón Óttar bera því við að Jóhannes hafi einn gert þennan Namgomar-díl. Samningur sem lagður var upp í stjórnarherbergi Samherja í Höfðatorgsturninum, að sögn Hatuikulipi.

Hugmyndin að milliríkjasamningi Namibíu og Angóla, sem gera átti í því skyni að útvega kvóta fyrir Samherja til að veiða, var kynntur á fundi sem Jóhannes hefur fullyrt að Þorsteinn hafi setið. Þorsteinn segist í sinni yfirlýsingu ekki muna eftir slíkum fundi.

Í kjölfar uppljóstrana Samherjaskjalanna greindi Stundin hins vegar frá því að Kristján Þór hefði hitt hákarlana umrædda helgi á skrifstofum Samherja. Þar sagðist hann hafa verið í persónulegum erindagjörðum en vinasamband hans við Þorstein Má er vel þekkt. Myndir frá ferð hákarlanna til Íslands sýna þá í slagtogi með Þorsteini við Hafnarfjarðarhöfn. 

Ingvar lýsir því að samkomulagið um kvótann frá Namgomar hafi haft ásýnd þess að vera löglegur. Þess vegna hafi hann skrifað undir samninginn fyrir hönd Esju Holding í Namibíu, félags sem hann stýrði en ekki Jóhannes. 

Eins og áður hefur verið greint frá greiddu Samherjafélög á Kýpur, sem lutu stjórn Ingvars, milljónir dollara til félagsins Tundavala Investments Ltd. sem skráð var í Dúbaí. Félagið var í eigu James Hatuikulipi, stjórnarformanns ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sú útgerð átti hins vegar enga aðkomu að þessu samkomulagi. Þetta þótti Ingvari ekki vekja upp neinar spurningar, samkvæmt yfirlýsingu hans. 

Hann segist aldrei hafa gert athugasemdir við að 75 prósent af greiðslum fyrir þennan kvóta yrðu greiddar fyrir utan Namibíu. Það væri heldur varla vandamál Samherja eða sýn ef namibískir samstarfsaðilar í Namgomar ætluðu sér að svíkja undan skatti. 

Staðfestir hótelfund með tengdasyninum

Fleira sem vakið hefur athygli í fréttaflutningi af starfsemi Samherja vakti ekki mikla eftirtekt Ingvars. Hann staðfestir til að mynda lýsingu Jóhannesar af fundi þeirra með Tamson á Hilton hótelinu í Windhoek, þar sem tengdasonur sjávarútvegsráðherrans sýndi þeim brúðkaupsmyndirnar sínar til að staðfesta fjölskyldutengslin. Það kveikti ekki á viðvörunarbjöllum. 

„Mér skilst að viðskiptasamfélagið í Namibíu hafi verið - og sé enn - lítið svo, líkt og víða annars staðar, er oft mikilvægt til að ná árangri að vera vel tengdur persónulega,“ útskýrir Ingvar í yfirlýsingunni. „Þess vegna fannst mér tenging Tamson Hatuikulipi við ráðherrann ekki vera vandamál.“

Ingvar lýsir samskiptum sínum við frændurnar Tamson og James Hatuikulipi og ráðherrann fyrrverandi Sacky Shanghala sem hverjum öðrum samskiptum við ráðgjafa. Þeir hafi fengið greitt í samræmi við þá þjónustu sem þeir veittu. Aftur á móti lýsir hann því líka að enginn nema Jóhannes hafi gert við þá samninga og samskiptin við þá hafi verið alfarið á hans forræði, því sé ekki hægt að gera neinn annan en hann ábyrgan fyrir mögulegum spilltum samningum og mútugreiðslum. 

Segir Namibíustarfsemi smámál

Bæði Þorsteinn og Ingvar gera lítið úr starfseminni í Namibíu og segja hana hafa verið smámál í rekstri Samherja. „Ég fullyrði með virðingu að það mun einfaldlega aldrei hafa verið áhættunnar virði fyrir neitt fyrirtæki að taka þátt í spilltum aðgerðum fyrir svo lítinn ágóða,“ segir Ingvar á sama tíma og hann hafnar því að mútur hafi verið greiddar. Engu að síður segir hann ítrekað í yfirlýsingunni að Jóhannes hafi gerst sekur um lögbrot og eigi yfir höfði sér dóm mæti hann til Namibíu. 

Ingvar segir að ef Jóhannes komi til Namibíu til að bera vitni í málinu þá verði hann því réttilega dæmdur, einn, fyrir glæpina í Samherjamálinu og verði lengi í fangelsi. Glæpirnir? Þeir sömu og hann dregur stórlega í efa að hafi verið framdir, í það minnsta ekki með vitund og vilja annarra Samherja - jafnvel ekki þeirra sem framkvæmdu greiðslur til hákarlanna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár