Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Blaðamenn eru „ótrúlega miklir aumingjar“

Í þætti Harma­geddon í gær var „skæru­liða­deild“ Sam­herja rædd við þing­menn­ina Brynj­ar Ní­els­son og Helgu Völu Helga­dótt­ur. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kall­aði þar blaða­menn sjálf­hverfa aum­ingja og að það mætti gagn­rýna þá með öll­um hætti og að þeir þyrftu að hætta að vera við­kvæm­ir.

Blaðamenn eru „ótrúlega miklir aumingjar“
Blaðamenn sjálfhverfir aumingjar Brynjar Níelsson sagði í viðtali við Harmageddon að gagnrýna mætti blaðamenn með öllum hætti og almennt væru blaðamenn alltof viðkvæmir Mynd: xd.is

„Menn eru bara að fara á taugum af því að þetta snýr að einhverjum blaðamönnum. Þið eruð svo sjálfhverfir, þið eruð svo ótrúlega miklir aumingjar, þið eruð alveg ótrúlegir,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í útvarpsþætti Harmageddon í gær þar sem „skæruliðadeild“ Samherja var umræðuefnið. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, var einnig til viðtals í þættinum. 

Réttmæt vörn Samherja

Að mati Brynjars eru þau vinnubrögð „skæruliðadeildar“ Samherja sem Stundin og Kjarninn hafa fjallað um, réttmæt vörn fyrirtækisins. „Þetta er fyrirtæki sem er djöflast á alla daga,“ sagði Brynjar og hélt því svo fram að málið í heild sinni væri „nauðaómerkilegt“.

Stóra álitaefnið að hans mati sé það að gögnunum hafi verið stolið. „Stóra málið og siðleysið í þessu er að vera birta einhver gögn, stolin gögn um skoðanir fólks sín á milli,“ sagði hann. Ekkert af því sem birtist í umfjöllun Stundarinnar segir hann kalla á það að almenningur fái aðgang og sé upplýstur um þær aðferðir sem stjórnendur Samherja og starfsfólk á þeirra vegum hefur beitt bæði blaðamenn og aðra. 

„Þið eruð svo ótrúlega miklir aumingjar, þið eruð alveg ótrúlegir“

Ástæðuna fyrir því að málið hafi vakið slíka athygli segir hann vera vegna þess að það snúi að blaðamönnum. „Það eru allir að beita sér í einhverju (...) en af því að þetta er Samherji og einhverjir blaðamenn þá fer allt á annan endann.“ Fyrr í viðtalinu sagðist hann ekki skilja þessa „viðkvæmni“ í blaðamönnum. 

Brynjar spyr í viðtalinu hvað sé að því að skrifaðar hafi verið greinar í nafni Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, og að fjöldi fólks hafi komið að því.  Þar að auki var hann spurður hvort hann teldi þetta eðlileg vinnubrögð hjá stjórnendum Samherja og hann svaraði að „ef ég tel blaðamanninn vera með óheiðarleg vinnubrögð, fara með rangindi, þá gagnrýni ég hann, þá fer ég bara beint í hann, hvað er að því?“ Hann segir mega gagnrýna blaðamenn „með öllum hætti“ og að þeir séu „alltof viðkvæmir“. 

Sat hjá í atkvæðagreiðslu 

Sama dag og viðtalið fór fram sat Brynjar hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Í samtali við Fréttablaðið sagði Brynjar:  „Um leið og menn samþykkja svona frumvarp er alltaf hætta á að þessi leið beinna ríkisstyrkja festist í sessi“ og bætti síðar við:  „Svo kemur að því að framlögin duga ekki lengur til að halda lífinu í fjölmiðlum og þá kemur krafan um hærri styrki.“

Í áður umræddu viðtali við Harmageddon sagðist Brynjar átta sig á mikilvægi fjölmiðla en þeir væru ekki fjórða valdið eins og þeir hafa verið skilgreindir enda hefðu þeir „ekkert vald“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

„Skæruliðar“ Samherja

„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár