Kærunefnd útlendingamála leyndi úrskurðum sínum

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála birti ekki op­in­ber­lega fjölda úr­skurða sinna í mál­um hæl­is­leit­enda í tíð frá­far­andi for­manns. Kær­u­nefnd­in veitti Stund­inni ekki upp­lýs­ing­ar, en úr­skurð­ar­nefnd upp­lýs­inga­mála felldi ákvörð­un­ina nið­ur og sagði ekki far­ið að lög­um. Þing­mað­ur seg­ir kær­u­nefnd­ina hafa geng­ið lengra en lög segja til um.

Kærunefnd útlendingamála leyndi úrskurðum sínum
Málefni hælisleitenda Kærunefnd útlendingamála hefur enn ekki birt um 80 úrskurði sína frá árinu 2020.

Kærunefnd útlendingamála dró verulega úr birtingu úrskurða sinna eftir að fráfarandi formaður hennar undirritaði nýjar verklagsreglur síðasta sumar. Kærunefndin synjaði beiðni Stundarinnar um aðgang að úrskurðunum, en ákvörðunin hefur verið felld úr gildi.

Kærunefnd útlendingamála úrskurðar í málum um alþjóðlega vernd þegar umsækjendur, oft nefndir hælisleitendur, kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar í málum sínum. Samkvæmt lögum um útlendinga skal kærunefndin „að jafnaði birta úrskurði sína, eða eftir atvikum útdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu á aðgengilegan og skipulegan hátt. Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“

Þrátt fyrir þetta setti nefndin sér verklagsreglur þar sem hún veitti sér heimild til að fresta birtingu úrskurða í lengri tíma og í sumum tilvikum sleppa alfarið birtingu þeirra.

Hjörtur Bragi SverrissonFráfarandi formaður kærunefndar útlendingamála dró úr birtingu úrskurða í fyrra.

Formaður nefndarinnar, Hjörtur Bragi Sverrisson, undirritaði reglurnar 1. júní 2020. Í kjölfarið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingalög

Forsætisráðherra vill breytingar svo upplýsingalög gildi um Alþingi
Fréttir

For­sæt­is­ráð­herra vill breyt­ing­ar svo upp­lýs­inga­lög gildi um Al­þingi

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, eru já­kvæð fyr­ir því að breyta upp­lýs­inga­lög­um þannig að þau nái einnig til Al­þing­is og dóm­stóla. Stund­in spurði alla þing­menn um þetta en fékk ein­ung­is svör frá sjö þing­mönn­um Vinstri grænna og frá þing­flokki Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Nú ræð­ur geð­þótti skrif­stofu Al­þing­is hvaða upp­lýs­ing­ar eru veitt­ar um starf­semi þings­ins.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu