Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla

383. spurningaþraut: Lítil Evrópuríki, Hamlet og veiðibjalla

Þraut, sú í gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Á myndinni hér að ofan má sjá skip eitt á siglingu ekki allfjarri Íslandi fyrir allnokkru síðan. Hvað hét þetta skip?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver skrifaði leikritið um Hamlet Danaprins?

2.  Ég hef örugglega spurt að því áður, en hvað er smæsta sjálfstæða ríkið í Evrópu?

3.  En hvað er næst minnst?

4.  Og hvað er þriðja minnsta ríki álfunnar?

5.  Þýskt tónskáld dó árið 1828 aðeins 31s árs. Hann er ekki síst kunnur fyrir frábær sönglög en einnig píanó- og kammerverk af ýmsu tagi. Silungakvintettinn, Ófullgerða sinfónían ... það eru kannski þekktustu verk hans fyrir utan söngljóðin. Hvað hét hann?

6.  Hvaða spæjara lét David Suchet í aldarfjórðung í sjónvarpinu?

7.  Fríða Björk Ingvarsdóttir er skólastjóri í skóla einum á háskólastigi. Hvaða skóli er það?

8.  Hver var stærsti atburðurinn sem gerðist á Íslandi árið 1783?

9.  Hver lék persónuna Rachel Zane í bandarísku sjónvarpsþáttunum Suits á árunum 2011-2017?

10.  Hvaða fugl er kallaður veiðibjalla?

***

Seinni aukaspurning.

Hver er konan hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Shakespeare.

2.  Vatíkanið.

3.  Monaco.

4.  San Marino.

5.  Schubert.

6.  Hercule Poirot.

7.  Listaháskóli Íslands.

8.  Gos hófst í Lakagígum/Skaftáreldar/móðuharðindi.

9.  Megan Markle.

10.  Svartbakur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er þýska orrustuskipið Bismarck út af Reykjanesi 1941.

Á neðri myndinni er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Föngum.

***

Þrautin, sú í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár