***
Fyrri aukaspurning.
Á myndinni hér að ofan má sjá skip eitt á siglingu ekki allfjarri Íslandi fyrir allnokkru síðan. Hvað hét þetta skip?
***
Aðalspurningar:
1. Hver skrifaði leikritið um Hamlet Danaprins?
2. Ég hef örugglega spurt að því áður, en hvað er smæsta sjálfstæða ríkið í Evrópu?
3. En hvað er næst minnst?
4. Og hvað er þriðja minnsta ríki álfunnar?
5. Þýskt tónskáld dó árið 1828 aðeins 31s árs. Hann er ekki síst kunnur fyrir frábær sönglög en einnig píanó- og kammerverk af ýmsu tagi. Silungakvintettinn, Ófullgerða sinfónían ... það eru kannski þekktustu verk hans fyrir utan söngljóðin. Hvað hét hann?
6. Hvaða spæjara lét David Suchet í aldarfjórðung í sjónvarpinu?
7. Fríða Björk Ingvarsdóttir er skólastjóri í skóla einum á háskólastigi. Hvaða skóli er það?
8. Hver var stærsti atburðurinn sem gerðist á Íslandi árið 1783?
9. Hver lék persónuna Rachel Zane í bandarísku sjónvarpsþáttunum Suits á árunum 2011-2017?
10. Hvaða fugl er kallaður veiðibjalla?
***
Seinni aukaspurning.
Hver er konan hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Shakespeare.
2. Vatíkanið.
3. Monaco.
4. San Marino.
5. Schubert.
6. Hercule Poirot.
7. Listaháskóli Íslands.
8. Gos hófst í Lakagígum/Skaftáreldar/móðuharðindi.
9. Megan Markle.
10. Svartbakur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er þýska orrustuskipið Bismarck út af Reykjanesi 1941.
Á neðri myndinni er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Föngum.
***
Athugasemdir