Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

Þrautin í gær snerist um Spán, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning.

Konan á myndinni hér að ofan hefur tekið sér eins konar dulnefni. Samt sjá allir í hendi sér hvað hún heitir. Og hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri. Þetta eru fjórir fjölmennustu þéttbýlisstaðir Íslands. En hver kemur svo í fimmta sæti? Raunar er þessi staður nú líklega orðinn örlítið fjölmennari en Akureyri og mundi samkvæmt því vera í fjórða sæti. En hver er hann altént?

2.  Hvað heitir hinn aðþrengdi formaður breska Verkamannaflokksins?

3.  Anas platyrhynchos. Svo nefnist á latínu stærsta og auðþekkjanlegasta buslönd Íslands. Hvað kallast hún á hinni ylhýru þjóðtungu?

4.  Hvar starfar stjórnmálaflokkurinn Sinn Féin?

5.  „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ Hver orti?

6.  Árið 1991 skipti ríki eitt hér í veröld um höfuðborg. Borgin Lagos var svipt þeim heiðri en Abuja varð hin nýja höfuðborg. Hvaða ríki er þetta?

7.  Milli hvaða eyja er Stóra belti? Nefna verður báðar eyjarnar.

8.  Í hvaða sæti lenti „Hatrið mun sigra“ með Hatara í Eurovision-keppninni fyrir tveim árum?

9.  Helstu menn Hatara eru þrír karlmenn, þótt fleiri komi gjarnan við sögu. Nefnið að minnsta kosti tvo þeirra — og hér duga fornöfn.

10.  Á Íslandi leynist á einum stað gríðarmikil gosaskja, nærri kringlótt, 35-40 kílómetrar í þvermál. Ekki er ljóst hvenær gaus þar síðast en sennilega eru mörg þúsund ár síðan. Í vestri er skarð í fjöllin umhverfis öskjuna. Nokkur stórfljót eiga þarna upptök sín. Hvað heitir þessi staður?

***

Seinni aukaspurning.

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Reykjanesbær.

2.  Starmer.

3.  Stokkönd.

4.  Á Írlandi — bæði á Norður-Írlandi og í írska lýðveldinu.

5.  Hulda.

6.  Nígería.

7.  Milli Sjálands og Fjóns í Danmörku.

8.  Tíunda.

9.  Klemens, Matthías og Einar.

10.  Hofsjökull.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Guðrún eða GDRN.

Á neðri myndinni er breska leikkonan Helen Mirren.

***

Spánarþrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár