Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

Þrautin í gær snerist um Spán, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning.

Konan á myndinni hér að ofan hefur tekið sér eins konar dulnefni. Samt sjá allir í hendi sér hvað hún heitir. Og hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri. Þetta eru fjórir fjölmennustu þéttbýlisstaðir Íslands. En hver kemur svo í fimmta sæti? Raunar er þessi staður nú líklega orðinn örlítið fjölmennari en Akureyri og mundi samkvæmt því vera í fjórða sæti. En hver er hann altént?

2.  Hvað heitir hinn aðþrengdi formaður breska Verkamannaflokksins?

3.  Anas platyrhynchos. Svo nefnist á latínu stærsta og auðþekkjanlegasta buslönd Íslands. Hvað kallast hún á hinni ylhýru þjóðtungu?

4.  Hvar starfar stjórnmálaflokkurinn Sinn Féin?

5.  „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ Hver orti?

6.  Árið 1991 skipti ríki eitt hér í veröld um höfuðborg. Borgin Lagos var svipt þeim heiðri en Abuja varð hin nýja höfuðborg. Hvaða ríki er þetta?

7.  Milli hvaða eyja er Stóra belti? Nefna verður báðar eyjarnar.

8.  Í hvaða sæti lenti „Hatrið mun sigra“ með Hatara í Eurovision-keppninni fyrir tveim árum?

9.  Helstu menn Hatara eru þrír karlmenn, þótt fleiri komi gjarnan við sögu. Nefnið að minnsta kosti tvo þeirra — og hér duga fornöfn.

10.  Á Íslandi leynist á einum stað gríðarmikil gosaskja, nærri kringlótt, 35-40 kílómetrar í þvermál. Ekki er ljóst hvenær gaus þar síðast en sennilega eru mörg þúsund ár síðan. Í vestri er skarð í fjöllin umhverfis öskjuna. Nokkur stórfljót eiga þarna upptök sín. Hvað heitir þessi staður?

***

Seinni aukaspurning.

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Reykjanesbær.

2.  Starmer.

3.  Stokkönd.

4.  Á Írlandi — bæði á Norður-Írlandi og í írska lýðveldinu.

5.  Hulda.

6.  Nígería.

7.  Milli Sjálands og Fjóns í Danmörku.

8.  Tíunda.

9.  Klemens, Matthías og Einar.

10.  Hofsjökull.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Guðrún eða GDRN.

Á neðri myndinni er breska leikkonan Helen Mirren.

***

Spánarþrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár