Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

Þrautin í gær snerist um Spán, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning.

Konan á myndinni hér að ofan hefur tekið sér eins konar dulnefni. Samt sjá allir í hendi sér hvað hún heitir. Og hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri. Þetta eru fjórir fjölmennustu þéttbýlisstaðir Íslands. En hver kemur svo í fimmta sæti? Raunar er þessi staður nú líklega orðinn örlítið fjölmennari en Akureyri og mundi samkvæmt því vera í fjórða sæti. En hver er hann altént?

2.  Hvað heitir hinn aðþrengdi formaður breska Verkamannaflokksins?

3.  Anas platyrhynchos. Svo nefnist á latínu stærsta og auðþekkjanlegasta buslönd Íslands. Hvað kallast hún á hinni ylhýru þjóðtungu?

4.  Hvar starfar stjórnmálaflokkurinn Sinn Féin?

5.  „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ Hver orti?

6.  Árið 1991 skipti ríki eitt hér í veröld um höfuðborg. Borgin Lagos var svipt þeim heiðri en Abuja varð hin nýja höfuðborg. Hvaða ríki er þetta?

7.  Milli hvaða eyja er Stóra belti? Nefna verður báðar eyjarnar.

8.  Í hvaða sæti lenti „Hatrið mun sigra“ með Hatara í Eurovision-keppninni fyrir tveim árum?

9.  Helstu menn Hatara eru þrír karlmenn, þótt fleiri komi gjarnan við sögu. Nefnið að minnsta kosti tvo þeirra — og hér duga fornöfn.

10.  Á Íslandi leynist á einum stað gríðarmikil gosaskja, nærri kringlótt, 35-40 kílómetrar í þvermál. Ekki er ljóst hvenær gaus þar síðast en sennilega eru mörg þúsund ár síðan. Í vestri er skarð í fjöllin umhverfis öskjuna. Nokkur stórfljót eiga þarna upptök sín. Hvað heitir þessi staður?

***

Seinni aukaspurning.

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Reykjanesbær.

2.  Starmer.

3.  Stokkönd.

4.  Á Írlandi — bæði á Norður-Írlandi og í írska lýðveldinu.

5.  Hulda.

6.  Nígería.

7.  Milli Sjálands og Fjóns í Danmörku.

8.  Tíunda.

9.  Klemens, Matthías og Einar.

10.  Hofsjökull.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Guðrún eða GDRN.

Á neðri myndinni er breska leikkonan Helen Mirren.

***

Spánarþrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu