Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

381. spurningaþraut: Mun hatrið sigra?

Þrautin í gær snerist um Spán, hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning.

Konan á myndinni hér að ofan hefur tekið sér eins konar dulnefni. Samt sjá allir í hendi sér hvað hún heitir. Og hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri. Þetta eru fjórir fjölmennustu þéttbýlisstaðir Íslands. En hver kemur svo í fimmta sæti? Raunar er þessi staður nú líklega orðinn örlítið fjölmennari en Akureyri og mundi samkvæmt því vera í fjórða sæti. En hver er hann altént?

2.  Hvað heitir hinn aðþrengdi formaður breska Verkamannaflokksins?

3.  Anas platyrhynchos. Svo nefnist á latínu stærsta og auðþekkjanlegasta buslönd Íslands. Hvað kallast hún á hinni ylhýru þjóðtungu?

4.  Hvar starfar stjórnmálaflokkurinn Sinn Féin?

5.  „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ Hver orti?

6.  Árið 1991 skipti ríki eitt hér í veröld um höfuðborg. Borgin Lagos var svipt þeim heiðri en Abuja varð hin nýja höfuðborg. Hvaða ríki er þetta?

7.  Milli hvaða eyja er Stóra belti? Nefna verður báðar eyjarnar.

8.  Í hvaða sæti lenti „Hatrið mun sigra“ með Hatara í Eurovision-keppninni fyrir tveim árum?

9.  Helstu menn Hatara eru þrír karlmenn, þótt fleiri komi gjarnan við sögu. Nefnið að minnsta kosti tvo þeirra — og hér duga fornöfn.

10.  Á Íslandi leynist á einum stað gríðarmikil gosaskja, nærri kringlótt, 35-40 kílómetrar í þvermál. Ekki er ljóst hvenær gaus þar síðast en sennilega eru mörg þúsund ár síðan. Í vestri er skarð í fjöllin umhverfis öskjuna. Nokkur stórfljót eiga þarna upptök sín. Hvað heitir þessi staður?

***

Seinni aukaspurning.

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Reykjanesbær.

2.  Starmer.

3.  Stokkönd.

4.  Á Írlandi — bæði á Norður-Írlandi og í írska lýðveldinu.

5.  Hulda.

6.  Nígería.

7.  Milli Sjálands og Fjóns í Danmörku.

8.  Tíunda.

9.  Klemens, Matthías og Einar.

10.  Hofsjökull.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Guðrún eða GDRN.

Á neðri myndinni er breska leikkonan Helen Mirren.

***

Spánarþrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
7
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Hugmyndir að mögulegum aðgerðum fyrirferðarmiklar
10
FréttirLoftslagsvá

Hug­mynd­ir að mögu­leg­um að­gerð­um fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar

Alls eru 150 að­gerð­ir í upp­færðri að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um. Lít­ill hluti þeirra eru bein­ar lofts­lags­að­gerð­ir sem bú­ið er að meta með til­liti til sam­drátt­ar fyr­ir ár­ið 2030, en alls eru 66 á hug­mynda­stigi. Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir svo­kall­að sjálf­stætt markmið rík­is­stjórn­ar­inn­ar um sam­drátt í los­un mark­laust bull og að at­vinnu­líf­ið hafi gef­ið lofts­lags­ráð­herr­an­um Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni langt nef með við­brögð­um sín­um við áætl­un­inni í sum­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
9
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár