Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

380. spurningaþraut: Allt um Spán — kóngar og drottningar, borgir og íþróttamenn

380. spurningaþraut: Allt um Spán — kóngar og drottningar, borgir og íþróttamenn

Ja, þetta er þrautin frá í gær.

***

Að þessu snúast allar spurningarnar um Spán og Spánverja. Fyrri aukaspurning:

Konungsætt ein réði lengi á Spáni. Sú ætt var að lokum svo innræktuð að afleiðingin var Karl II sem hafði svo vanskapaðan kjálka að hann gat varla neytt matar og var auk þess að ýmsu leyti þroskaheftur og illa til lífsins búinn. Ættin hélt samt áfram innræktun til að missa ekki Spán úr aski sínum. Hvaða ætt var þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   José Echegaray, Jacinto Benavente, Juan Ramón Jiménez, Vicente Aleixandre, Camillo José Cela. Hvað eiga þessir fimm spænsku karlmenn sameiginlegt — og engir aðrir?

2.   Árið 1492 létu konungshjónin Ísabella í Kastilíu og Ferdinand í Aragon heldur betur að sér kveða og breyttu í reynd gangi sögunnar. Hvað gerðu þau skötuhjúin?

3.   Jóhanna dóttir þeirra tók við konungstign í báðum ríkjum en ríkti lítt eða ekki í raun og veru. Hvað var viðurnefni Jóhönnu þessarar — sem skýrir valdaleysi hennar?

4.   Hver er þriðja fjölmennasta borg Spánar?

5.   Hvað nefnist konungur Spánar?

6.   Spánverji einn er meðal allra sigursælustu tennis-leikara heimsins núna. Hvað heitir hann?

7.   Hvaða ár urðu Spánverjar í fyrsta sinn heimsmeistarar í fótbolta karla?

8.   Árið 1939 lauk grimmilegu borgarastríði á Spáni með sigri fasistaleiðtogans ... Já, hvað hét hann?

9.   Allmargar eyjar tilheyra Spáni. Hvað heitir sú stærsta?

10.   Spænsk leikkona hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna þrívegis og unnið verðlaunin einu sinni. Það var árið 2008 þegar hún fékk verðlaunin fyrir aukahlutverk í mynd Woody Allen, Vicky Christina Barcelona. Hvað heitir þessi leikkona?

***

Seinni aukaspurning.

Fræg orrusta átti sér stað í námunda við þann stað á Spáni sem sést á myndinni hér að neðan. Hvað er orrustan sú kölluð?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þeir eru einu Spánverjarnir sem hafa unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Mario Vargas Llosa rithöfundur hefur að vísu líka unnið þau og er spænskur ríkisborgari núorðið en hann er nú Perúmaður samt.

2.   Kostuðu ferð Kólumbusar til Ameríku.

3.   Jóhanna brjálaða eða vitskerta.

4.   Valencia.

5.   Felipe eða Filippus.

6.   Nadal.

7.   2010.

8.   Francos.

9.   Mallorca.

10.   Penelope Cruz.

***

Svör við aukaspurningum:

Konungsættin kallaðist Habsborg.

Staðurinn á neðri myndinni heitir Trafalgar-höfði og átt er við sjóorrustuna við Trafalgar 1805.

***

Jú, þetta ER þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Illugi Jökulsson
3
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...
Geta varla vísað Yazan úr landi eftir 21. september
8
Fréttir

Geta varla vís­að Yaz­an úr landi eft­ir 21. sept­em­ber

Þann 22. sept­em­ber næst­kom­andi bera ís­lensk stjórn­völd ábyrgð á hæl­is­um­sókn hins 11 ára gamla Yaz­ans Tamim­is. Laga­lega séð mega ís­lensk stjórn­völd þá ekki leng­ur vísa hon­um og for­eldr­um hans til Spán­ar og ólík­legt verð­ur að telj­ast að þeim verði vís­að til Palestínu, það­an sem þau eru upp­runa­lega. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar seg­ist þó bera lít­ið traust til embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra eft­ir at­burði næt­ur­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár