Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

380. spurningaþraut: Allt um Spán — kóngar og drottningar, borgir og íþróttamenn

380. spurningaþraut: Allt um Spán — kóngar og drottningar, borgir og íþróttamenn

Ja, þetta er þrautin frá í gær.

***

Að þessu snúast allar spurningarnar um Spán og Spánverja. Fyrri aukaspurning:

Konungsætt ein réði lengi á Spáni. Sú ætt var að lokum svo innræktuð að afleiðingin var Karl II sem hafði svo vanskapaðan kjálka að hann gat varla neytt matar og var auk þess að ýmsu leyti þroskaheftur og illa til lífsins búinn. Ættin hélt samt áfram innræktun til að missa ekki Spán úr aski sínum. Hvaða ætt var þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   José Echegaray, Jacinto Benavente, Juan Ramón Jiménez, Vicente Aleixandre, Camillo José Cela. Hvað eiga þessir fimm spænsku karlmenn sameiginlegt — og engir aðrir?

2.   Árið 1492 létu konungshjónin Ísabella í Kastilíu og Ferdinand í Aragon heldur betur að sér kveða og breyttu í reynd gangi sögunnar. Hvað gerðu þau skötuhjúin?

3.   Jóhanna dóttir þeirra tók við konungstign í báðum ríkjum en ríkti lítt eða ekki í raun og veru. Hvað var viðurnefni Jóhönnu þessarar — sem skýrir valdaleysi hennar?

4.   Hver er þriðja fjölmennasta borg Spánar?

5.   Hvað nefnist konungur Spánar?

6.   Spánverji einn er meðal allra sigursælustu tennis-leikara heimsins núna. Hvað heitir hann?

7.   Hvaða ár urðu Spánverjar í fyrsta sinn heimsmeistarar í fótbolta karla?

8.   Árið 1939 lauk grimmilegu borgarastríði á Spáni með sigri fasistaleiðtogans ... Já, hvað hét hann?

9.   Allmargar eyjar tilheyra Spáni. Hvað heitir sú stærsta?

10.   Spænsk leikkona hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna þrívegis og unnið verðlaunin einu sinni. Það var árið 2008 þegar hún fékk verðlaunin fyrir aukahlutverk í mynd Woody Allen, Vicky Christina Barcelona. Hvað heitir þessi leikkona?

***

Seinni aukaspurning.

Fræg orrusta átti sér stað í námunda við þann stað á Spáni sem sést á myndinni hér að neðan. Hvað er orrustan sú kölluð?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þeir eru einu Spánverjarnir sem hafa unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Mario Vargas Llosa rithöfundur hefur að vísu líka unnið þau og er spænskur ríkisborgari núorðið en hann er nú Perúmaður samt.

2.   Kostuðu ferð Kólumbusar til Ameríku.

3.   Jóhanna brjálaða eða vitskerta.

4.   Valencia.

5.   Felipe eða Filippus.

6.   Nadal.

7.   2010.

8.   Francos.

9.   Mallorca.

10.   Penelope Cruz.

***

Svör við aukaspurningum:

Konungsættin kallaðist Habsborg.

Staðurinn á neðri myndinni heitir Trafalgar-höfði og átt er við sjóorrustuna við Trafalgar 1805.

***

Jú, þetta ER þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu