Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

380. spurningaþraut: Allt um Spán — kóngar og drottningar, borgir og íþróttamenn

380. spurningaþraut: Allt um Spán — kóngar og drottningar, borgir og íþróttamenn

Ja, þetta er þrautin frá í gær.

***

Að þessu snúast allar spurningarnar um Spán og Spánverja. Fyrri aukaspurning:

Konungsætt ein réði lengi á Spáni. Sú ætt var að lokum svo innræktuð að afleiðingin var Karl II sem hafði svo vanskapaðan kjálka að hann gat varla neytt matar og var auk þess að ýmsu leyti þroskaheftur og illa til lífsins búinn. Ættin hélt samt áfram innræktun til að missa ekki Spán úr aski sínum. Hvaða ætt var þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   José Echegaray, Jacinto Benavente, Juan Ramón Jiménez, Vicente Aleixandre, Camillo José Cela. Hvað eiga þessir fimm spænsku karlmenn sameiginlegt — og engir aðrir?

2.   Árið 1492 létu konungshjónin Ísabella í Kastilíu og Ferdinand í Aragon heldur betur að sér kveða og breyttu í reynd gangi sögunnar. Hvað gerðu þau skötuhjúin?

3.   Jóhanna dóttir þeirra tók við konungstign í báðum ríkjum en ríkti lítt eða ekki í raun og veru. Hvað var viðurnefni Jóhönnu þessarar — sem skýrir valdaleysi hennar?

4.   Hver er þriðja fjölmennasta borg Spánar?

5.   Hvað nefnist konungur Spánar?

6.   Spánverji einn er meðal allra sigursælustu tennis-leikara heimsins núna. Hvað heitir hann?

7.   Hvaða ár urðu Spánverjar í fyrsta sinn heimsmeistarar í fótbolta karla?

8.   Árið 1939 lauk grimmilegu borgarastríði á Spáni með sigri fasistaleiðtogans ... Já, hvað hét hann?

9.   Allmargar eyjar tilheyra Spáni. Hvað heitir sú stærsta?

10.   Spænsk leikkona hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna þrívegis og unnið verðlaunin einu sinni. Það var árið 2008 þegar hún fékk verðlaunin fyrir aukahlutverk í mynd Woody Allen, Vicky Christina Barcelona. Hvað heitir þessi leikkona?

***

Seinni aukaspurning.

Fræg orrusta átti sér stað í námunda við þann stað á Spáni sem sést á myndinni hér að neðan. Hvað er orrustan sú kölluð?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Þeir eru einu Spánverjarnir sem hafa unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Mario Vargas Llosa rithöfundur hefur að vísu líka unnið þau og er spænskur ríkisborgari núorðið en hann er nú Perúmaður samt.

2.   Kostuðu ferð Kólumbusar til Ameríku.

3.   Jóhanna brjálaða eða vitskerta.

4.   Valencia.

5.   Felipe eða Filippus.

6.   Nadal.

7.   2010.

8.   Francos.

9.   Mallorca.

10.   Penelope Cruz.

***

Svör við aukaspurningum:

Konungsættin kallaðist Habsborg.

Staðurinn á neðri myndinni heitir Trafalgar-höfði og átt er við sjóorrustuna við Trafalgar 1805.

***

Jú, þetta ER þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
5
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár