Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

Gærdagsins þraut.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast dýrið á myndinni hér að ofan?

***

1.   Í skáldsögu Gunnars Gunnarsson, Fjallkirkjunni, kemur fyrir persónan „afi á Knerri“ sem er óþreytandi að halda að sögumanninum ákveðinni fæðutegund, sem afinn telur allra meina bót. Hvað er þar um að ræða?

2.   Fyrir hvaða flokk situr Birgir Ármannsson á Alþingi Íslendinga?

3.   Hvar fór síðasta Eurovision-söngvakeppni fram?

4.   Hver er stærsti fjörðurinn milli Húnaflóa og Eyjafjarðar?

5.   Jaroslav Hasek hét rithöfundur einn. Hann skapaði eina sögupersónu sem fræg hefur verið allt frá því að bók um hermennskuferil persónunnar kom út. Hvað heitir bókin?

6.   Hverjir bjuggu fyrstir þar sem heitir L'Anse aux Meadows?

7.    Hvað er súpernóva?

8.   Sælgætisfyrirtækið Nói Síríus var nýlega selt Norðmönnum, eftir að hafa verið í eigu einnar og sömu fjölskyldunnar í hátt í öld. Einn ættarlaukur þeirrar fjölskyldu náði að verða forsætisráðherra. Hvað hét hann?

9.  Nóbelsverðlaun eru — auk friðarverðlauna — veitt fyrir afrek í bókmenntum, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. Og reynar fyrir eina grein í viðbót! Hvaða grein er það?

10.   Hvað heitir fjallgarðurinn milli Svartahafs og Kaspíhafs?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fígúru úr grískri goðafræði. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hákarlalýsi.

2.   Sjálfstæðisflokkinn.

3.   Í Tel-Aviv.

4.   Skagafjörður.

5.   Góði dátinn Sveijk.

6.   Norrænir menn í Norður-Ameríku.

7.   Sólstjarna sem springur, sprengistjarna.

8.   Geir Hallgrímsson.

9.   Efnafræði.

10.   Kákasus.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni heita flóðsvín.

Goðsagnaveran á neðri myndinni heitir Sýsifos. Hann var dæmdur til að velta steini sífellt upp á hól, svo rann steinninn niður brekkuna og hann þurfti endurtaka allt sitt erfiði.

***

Og þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár