Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

Gærdagsins þraut.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast dýrið á myndinni hér að ofan?

***

1.   Í skáldsögu Gunnars Gunnarsson, Fjallkirkjunni, kemur fyrir persónan „afi á Knerri“ sem er óþreytandi að halda að sögumanninum ákveðinni fæðutegund, sem afinn telur allra meina bót. Hvað er þar um að ræða?

2.   Fyrir hvaða flokk situr Birgir Ármannsson á Alþingi Íslendinga?

3.   Hvar fór síðasta Eurovision-söngvakeppni fram?

4.   Hver er stærsti fjörðurinn milli Húnaflóa og Eyjafjarðar?

5.   Jaroslav Hasek hét rithöfundur einn. Hann skapaði eina sögupersónu sem fræg hefur verið allt frá því að bók um hermennskuferil persónunnar kom út. Hvað heitir bókin?

6.   Hverjir bjuggu fyrstir þar sem heitir L'Anse aux Meadows?

7.    Hvað er súpernóva?

8.   Sælgætisfyrirtækið Nói Síríus var nýlega selt Norðmönnum, eftir að hafa verið í eigu einnar og sömu fjölskyldunnar í hátt í öld. Einn ættarlaukur þeirrar fjölskyldu náði að verða forsætisráðherra. Hvað hét hann?

9.  Nóbelsverðlaun eru — auk friðarverðlauna — veitt fyrir afrek í bókmenntum, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. Og reynar fyrir eina grein í viðbót! Hvaða grein er það?

10.   Hvað heitir fjallgarðurinn milli Svartahafs og Kaspíhafs?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fígúru úr grískri goðafræði. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hákarlalýsi.

2.   Sjálfstæðisflokkinn.

3.   Í Tel-Aviv.

4.   Skagafjörður.

5.   Góði dátinn Sveijk.

6.   Norrænir menn í Norður-Ameríku.

7.   Sólstjarna sem springur, sprengistjarna.

8.   Geir Hallgrímsson.

9.   Efnafræði.

10.   Kákasus.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni heita flóðsvín.

Goðsagnaveran á neðri myndinni heitir Sýsifos. Hann var dæmdur til að velta steini sífellt upp á hól, svo rann steinninn niður brekkuna og hann þurfti endurtaka allt sitt erfiði.

***

Og þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár