Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

Gærdagsins þraut.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast dýrið á myndinni hér að ofan?

***

1.   Í skáldsögu Gunnars Gunnarsson, Fjallkirkjunni, kemur fyrir persónan „afi á Knerri“ sem er óþreytandi að halda að sögumanninum ákveðinni fæðutegund, sem afinn telur allra meina bót. Hvað er þar um að ræða?

2.   Fyrir hvaða flokk situr Birgir Ármannsson á Alþingi Íslendinga?

3.   Hvar fór síðasta Eurovision-söngvakeppni fram?

4.   Hver er stærsti fjörðurinn milli Húnaflóa og Eyjafjarðar?

5.   Jaroslav Hasek hét rithöfundur einn. Hann skapaði eina sögupersónu sem fræg hefur verið allt frá því að bók um hermennskuferil persónunnar kom út. Hvað heitir bókin?

6.   Hverjir bjuggu fyrstir þar sem heitir L'Anse aux Meadows?

7.    Hvað er súpernóva?

8.   Sælgætisfyrirtækið Nói Síríus var nýlega selt Norðmönnum, eftir að hafa verið í eigu einnar og sömu fjölskyldunnar í hátt í öld. Einn ættarlaukur þeirrar fjölskyldu náði að verða forsætisráðherra. Hvað hét hann?

9.  Nóbelsverðlaun eru — auk friðarverðlauna — veitt fyrir afrek í bókmenntum, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. Og reynar fyrir eina grein í viðbót! Hvaða grein er það?

10.   Hvað heitir fjallgarðurinn milli Svartahafs og Kaspíhafs?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fígúru úr grískri goðafræði. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hákarlalýsi.

2.   Sjálfstæðisflokkinn.

3.   Í Tel-Aviv.

4.   Skagafjörður.

5.   Góði dátinn Sveijk.

6.   Norrænir menn í Norður-Ameríku.

7.   Sólstjarna sem springur, sprengistjarna.

8.   Geir Hallgrímsson.

9.   Efnafræði.

10.   Kákasus.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni heita flóðsvín.

Goðsagnaveran á neðri myndinni heitir Sýsifos. Hann var dæmdur til að velta steini sífellt upp á hól, svo rann steinninn niður brekkuna og hann þurfti endurtaka allt sitt erfiði.

***

Og þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár