Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

379. spurningaþraut: Afi á Knerri, Birgir Ármannsson og ættarlaukur súkkulaðiframleiðenda

Gærdagsins þraut.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast dýrið á myndinni hér að ofan?

***

1.   Í skáldsögu Gunnars Gunnarsson, Fjallkirkjunni, kemur fyrir persónan „afi á Knerri“ sem er óþreytandi að halda að sögumanninum ákveðinni fæðutegund, sem afinn telur allra meina bót. Hvað er þar um að ræða?

2.   Fyrir hvaða flokk situr Birgir Ármannsson á Alþingi Íslendinga?

3.   Hvar fór síðasta Eurovision-söngvakeppni fram?

4.   Hver er stærsti fjörðurinn milli Húnaflóa og Eyjafjarðar?

5.   Jaroslav Hasek hét rithöfundur einn. Hann skapaði eina sögupersónu sem fræg hefur verið allt frá því að bók um hermennskuferil persónunnar kom út. Hvað heitir bókin?

6.   Hverjir bjuggu fyrstir þar sem heitir L'Anse aux Meadows?

7.    Hvað er súpernóva?

8.   Sælgætisfyrirtækið Nói Síríus var nýlega selt Norðmönnum, eftir að hafa verið í eigu einnar og sömu fjölskyldunnar í hátt í öld. Einn ættarlaukur þeirrar fjölskyldu náði að verða forsætisráðherra. Hvað hét hann?

9.  Nóbelsverðlaun eru — auk friðarverðlauna — veitt fyrir afrek í bókmenntum, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. Og reynar fyrir eina grein í viðbót! Hvaða grein er það?

10.   Hvað heitir fjallgarðurinn milli Svartahafs og Kaspíhafs?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá fígúru úr grískri goðafræði. Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hákarlalýsi.

2.   Sjálfstæðisflokkinn.

3.   Í Tel-Aviv.

4.   Skagafjörður.

5.   Góði dátinn Sveijk.

6.   Norrænir menn í Norður-Ameríku.

7.   Sólstjarna sem springur, sprengistjarna.

8.   Geir Hallgrímsson.

9.   Efnafræði.

10.   Kákasus.

***

Svör við aukaspurningum:

Dýrin á efri myndinni heita flóðsvín.

Goðsagnaveran á neðri myndinni heitir Sýsifos. Hann var dæmdur til að velta steini sífellt upp á hól, svo rann steinninn niður brekkuna og hann þurfti endurtaka allt sitt erfiði.

***

Og þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár