Hvað er þetta? Jú, hlekkur á þraut gærdagsins!
***
Fyrri aukaspurning:
Hver er maðurinn sem sést hér lengst til vinstri? Vissulega sést aðeins hluti af höfði hans.
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða ríki var Daríus konungur? — stundum nefndur keisari.
2. Í hvaða sögum kemur Draco Malfoy við sögu?
3. Hver var fegurst í heimi hér, að sögn spegilsins?
4. Bartólómeus, Filippus, Jakob, Júdas, Matteus, Páll, Símon Pétur, Tómas. Hvað af þessum nöfnum á ekki heima hér?
5. Kolbrún Bergþórsdóttir er kunnust sem bókmenntagagnrýnandi en hún hefur raunar komið víða við á hinum ýmsum blöðum gegnum tíðina. Hún var meira að segja ritstjóri eins blaðsins um tíma. Hvaða blað var það?
6. Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands í fimmta sinn í kosningum árið 2012. Hver varð þá í öðru sæti í kjörinu?
7. En í þriðja sæti?
8. Ein af bókum Halldórs Laxness fjallar um kristnihald ... hvar?
9. Hvernig dýr eru kjaftgelgjur?
10. Hvað er FJÓRÐA fjölmennasta ríki heimsins?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað stórborg sést hér á myndinni að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Persíu.
2. Bókunum um Harry Potter.
3. Mjallhvít.
4. Páll var ekki einn af hinum upprunalegu postulum Jesú.
5. DV.
6. Þóra Arnórsdóttir.
7. Ari Trausti Guðmundsson.
8. Undir Jökli.
9. Fiskar (skötuselir eru til dæmis kjaftgelgjur).
10. Indónesía.
***
Svör við aukaspurningum:
Karlinn lengst til vinstri á efri myndinni heitir Tom Hanks.
Hann er leikari, eins og flestir vita, og er þarna í hlutverki sínu í myndinni Saving Private Ryan.
Neðri myndin er aftur á móti tekin úr lofti yfir Tókíó.
Þið áttuð að sjálfsögðu að þekkja borgina af fallinu Fuji sem sést lengst til hægri.
En betur hér til hliðar.
***
Athugasemdir