Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

378. spurningaþraut: Meiri kjaftgelgjurnar! En hvað eru kjaftgelgjur?

378. spurningaþraut: Meiri kjaftgelgjurnar! En hvað eru kjaftgelgjur?

Hvað er þetta? Jú, hlekkur á þraut gærdagsins!

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn sem sést hér lengst til vinstri? Vissulega sést aðeins hluti af höfði hans.

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða ríki var Daríus konungur? — stundum nefndur keisari.

2.   Í hvaða sögum kemur Draco Malfoy við sögu?

3.   Hver var fegurst í heimi hér, að sögn spegilsins?

4.   Bartólómeus, Filippus, Jakob, Júdas, Matteus, Páll, Símon Pétur, Tómas. Hvað af þessum nöfnum á ekki heima hér?

5.  Kolbrún Bergþórsdóttir er kunnust sem bókmenntagagnrýnandi en hún hefur raunar komið víða við á hinum ýmsum blöðum gegnum tíðina. Hún var meira að segja ritstjóri eins blaðsins um tíma. Hvaða blað var það?

6.   Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands í fimmta sinn í kosningum árið 2012. Hver varð þá í öðru sæti í kjörinu?

7.   En í þriðja sæti?

8.   Ein af bókum Halldórs Laxness fjallar um kristnihald ... hvar?

9.   Hvernig dýr eru kjaftgelgjur?

10.   Hvað er FJÓRÐA fjölmennasta ríki heimsins?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað stórborg sést hér á myndinni að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Persíu.

2.   Bókunum um Harry Potter.

3.   Mjallhvít.

4.   Páll var ekki einn af hinum upprunalegu postulum Jesú.

5.   DV.

6.   Þóra Arnórsdóttir.

7.   Ari Trausti Guðmundsson.

8.   Undir Jökli.

9.   Fiskar (skötuselir eru til dæmis kjaftgelgjur).

10.   Indónesía.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlinn lengst til vinstri á efri myndinni heitir Tom Hanks.

Hann er leikari, eins og flestir vita, og er þarna í hlutverki sínu í myndinni Saving Private Ryan.

Neðri myndin er aftur á móti tekin úr lofti yfir Tókíó.

Þið áttuð að sjálfsögðu að þekkja borgina af fallinu Fuji sem sést lengst til hægri.

En betur hér til hliðar.

***

Og hér er svo að nýju hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
5
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár