Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

376. spurningaþraut: Gamlar skjaldbökur og enn eldri fjöll

376. spurningaþraut: Gamlar skjaldbökur og enn eldri fjöll

Hjer er þrautin frá í gjær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan hér til vinstri á myndinni að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Raheem Sterling heitir fótboltakarl einn. Með hvaða fótboltaliði skyldi hann spila?

2.   Vindaloo og korma eru réttir úr eldhúsum hvaða lands?

3.   Hversu mörg líf er kötturinn sagður hafa?

4.   Hvaðan komu helstu frumbyggjar Madagaskar?

5.   Harriet var skjaldbaka frá Galapagos-eyjum. Hún dó árið 2006 og ekki er vitað um neina skjaldböku sem hefur orðið eldri. Hve gömul er hún talin hafa verið? Í ljósi þess að það er í rauninni ekki vitað nákvæmlega, þá verður hér gefið svigrúm um tíu ár til eða frá.

6.   Önnur skjaldbaka dó árið 2012, risaskjaldbaka af sérstakri tegund á Galapagos-eyjum. Hún eða réttara sagt hann var sá síðasti af sinni tegund, sem þar með dó út. Á ensku var hann kallaður „lonesome ... [hvað]“?

7.   Peter Parker er þekktari sem ...?

8.   Hvað heitir hið nærri píramídalaga fjall á Reykjanesi — í næsta nágrenni við yfirstandandi eldgos?

9.   Í Borgarfirði er hins vegar annað fjall sem einnig er ansi píramídalagað. Hvað heitir það?

10.   Hvaða tímarit á íslensku hefur verið gefið út samfellt undir sama nafni frá 1827?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl þessi er prýðir myndina hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Manchester City.

2.   Indlands.

3.   Niu.

4.   Austur-Asíu. Indónesísku eyjunum er líka rétt en Indland er rangt.

5.   Hún er talin hafa verið 170 ára svo rétt er allt frá 160-180.

6.   George.

7.   Spiderman.

8.   Keilir.

9.   Baula.

10.   Skírnir.

***

Svör við aðalspurningum:

Á efri myndinni er Klobouchar öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, sem hugðist verða forseti en tókst eigi.

Neðri myndin er lituð mynd af styttu af Juliusi Caesar herforingja og alræðismanni í Rómaveldi.

Hér til hliðar má sjá styttuna eins og hún er nú.

***

Yesterday's quiz.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár