Lögð hefur verið fram kæra á hendur íslenska ríkinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, af hálfu konu sem kærði Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson meðhöndlara fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Konan lagði fram kæru á hendur Jóhannesi árið 2018 en héraðssaksóknari felldi mál hennar niður í tvígang, sökum þess að það var ekki talið líklegt til sakfellingar. Ríkissaksóknari staðfesti þá niðurstöðu í september á síðasta ári.
Stundin fjallaði síðasta sumar um að fjölmargar kærur hefðu verið lagðar fram á hendur Jóhannesi fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot. Alls kærðu fimmtán konur Jóhannes. Ein kona dró kæruna til baka en tíu mál voru látin niður falla þar eð málin þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Mál konunnar sem hér um ræðir var eitt þeirra. Ákærur voru hins vegar lagðar fram í fjórum málum. Í janúar síðastliðnum var Jóhannes síðan dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum.
Athugasemdir