Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“

Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­seta­hjón leigja út nýkeypta íbúð sína á 265 þús­und krón­ur á mán­uði. Með­al­leigu­verð sam­bæri­legra íbúða er 217 þús­und krón­ur. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, spyr hvort for­seta­hjón­in séu föst inni í for­rétt­inda­búbblu. For­seta­hjón­in fengu ut­an­að­kom­andi ráð­gjöf um mark­aðs­verð.

Formaður Eflingar segir forsetahjónin þátttakendur í „tryllingslegu gróðabraski“
Spyr hvort engin mannréttindi séu æðri því að fá að græða? Sólveig Anna gagnrýnir forsetahjónin harðlega fyrir að vera orðin þátttakendur í leigubraski fjármagnseigenda og eignafólks. Mynd: Pressphotos.biz

Nýkeypt fjögurra herbergja íbúð forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid var auglýst til leigu á dögunum á 265 þúsund krónur á mánuði. Fermetraverð leigunnar leggst á 2.816 krónur en meðal fermetraverð sambærilegra íbúða á sama svæði í mars síðastliðnum var 2.307 krónur. Formaður Eflingar segir að hún hefði aldrei getað ímyndað sér að forsetahjónin hefðu geð í sér til að gerast þátttakendur í græðgisvæðingu á leigumarkaði.

„Mér finnst ótrúlegt að fólk sem er í mestri forréttindastöðu í samfélaginu geti ekki hamið sig í græðgi,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, en henni var bent á umrædda leiguauglýsingu á dögunum.

Samkvæmt kaupsamningi eignarinnar, sem er íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á Hringbraut í Reykjavík, greiddu forsetahjónin 47 milljónir króna fyrir eignina. Kaupsamningnum var þinglýst 29. mars síðastliðinn. Íbúðin var skráð til leigu á fasteignavef Vísis 12. mars síðastliðinn en hefur nú verið tekin þaðan út, væntanlega sökum þess að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár