Þegar talað er um klám og kynlífsvinnu er mikilvægt að skilja veruleika þeirra sem starfa í slíku, en ekki dæma hann. Kynlöngun fólks sé ólík og reynsluheimur þeirra einnig. Þetta segir Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, og bendir á að skoða þurfi málefni eins og OnlyFans og kynlífsvinnu frá mörgum sjónarhornum, meðal annars réttindum og öryggi verkafólks.
Sigga Dögg hefur tekið virkan þátt í umræðunni um kynlífsvinnu sem geisað hefur á samfélagsmiðlum undanfarna viku. Hún segir rannsóknarniðurstöður á alþjóðavettvangi draga upp allt aðra mynd af henni en er sýnd hérlendis. „Þar er verið að tala um skömm, hvað þetta er fjölbreyttur bransi, hvað það eru ólík störf innan hans og hvernig fólk tilheyrir honum,“ segir hún. „Allt í einu fær maður að sjá marglaga mynd af þessu. Ég tala ekki af persónulegri reynslu um kynlífsvinnu, en fagþekking mín byggir á þessu alþjóðlega samtali sem hefur ekki …
Athugasemdir