Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sigga Dögg segir umræðuna stutt komna: „Bökkum úr dómarasætinu“

Sigga Dögg kyn­fræð­ing­ur seg­ir fólk hafa ver­ið út­hróp­að fyr­ir að lýsa upp­lif­un sinni af kyn­lífs­vinnu. Mik­il­vægt sé að skilja reynslu­heim annarra og upp­lif­un­um kvenna hafi oft ver­ið hafn­að í um­ræð­unni. Meiri áhersla sé nú er­lend­is á að kon­ur fái greitt fyr­ir klám og stofni jafn­vel eig­in klám­síð­ur.

Sigga Dögg segir umræðuna stutt komna: „Bökkum úr dómarasætinu“
Sigga Dögg Kynfræðingur segir reynsluheim kvenna ítrekað hafa verið hunsaðan í gegnum tíðina. Mynd: Siggadogg.is / Aldis

Þegar talað er um klám og kynlífsvinnu er mikilvægt að skilja veruleika þeirra sem starfa í slíku, en ekki dæma hann. Kynlöngun fólks sé ólík og reynsluheimur þeirra einnig. Þetta segir Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, og bendir á að skoða þurfi málefni eins og OnlyFans og kynlífsvinnu frá mörgum sjónarhornum, meðal annars réttindum og öryggi verkafólks.

Sigga Dögg hefur tekið virkan þátt í umræðunni um kynlífsvinnu sem geisað hefur á samfélagsmiðlum undanfarna viku. Hún segir rannsóknarniðurstöður á alþjóðavettvangi draga upp allt aðra mynd af henni en er sýnd hérlendis. „Þar er verið að tala um skömm, hvað þetta er fjölbreyttur bransi, hvað það eru ólík störf innan hans og hvernig fólk tilheyrir honum,“ segir hún. „Allt í einu fær maður að sjá marglaga mynd af þessu. Ég tala ekki af persónulegri reynslu um kynlífsvinnu, en fagþekking mín byggir á þessu alþjóðlega samtali sem hefur ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynlífsvinna á Íslandi

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár