Vesturlönd verða að venjast því að Kínverjar taki harðar á móti gagnrýni en áður, segir kínverskur fréttaskýrandi í samtali við Stundina. Ríkið sé orðið of öflugt til að fara leynt með styrk sinn og yngri kynslóðir þrýsti á að Kína taki forystu í Asíu og á heimsvísu.
Carl Zha er fréttaskýrandi sem heldur meðal annars úti hlaðvarpinu Silk and Steel. Hann er fæddur í Kína, bjó um tíma í Bandaríkjunum en er nú búsettur í Indónesíu. Hann segir í samtali við Stundina að kínverska æskan sé mun róttækari en þeir sem eldri eru.
„Það er mjög sterk þjóðerniskennd meðal yngstu kynslóðanna og ég held að það stafi aðallega af ólíkum reynsluheimi,“ segir Zha. „Ég ólst upp í Kína á níunda áratug síðustu aldar þegar landið var enn þá mjög fátækt. Menningarbylting Maós var fólki enn í fersku minni og ég man vel eftir mótmælunum á Torgi hins himneska friðar. En …
Athugasemdir