Bandaríkin eru nú að kalla allt herlið sitt heim frá Afganistan eftir 20 ára langt stríð sem hefur kostað meira en tvö hundruð þúsund líf og tvær trilljónir dollara. Talíbanar fagna sigri og árangurinn virðist í fljótu bragði lítill.
Breski heimspekingurinn Bertrand Russell sagði að stríð skæru ekki úr um hver hefði rétt fyrir sér, þau skæru aðeins úr um hver væri eftir. Talíbanar vissu sem var, þegar innrásarher Bandaríkjanna bar að ströndum þeirra fyrir tveimur áratugum, að þetta yrði langhlaup en ekki spretthlaup.
Stríðsfréttaritari lýsti því á dögunum í viðtali hvernig það hefði verið að koma til Kandahar, höfuðvígis talíbana, rétt eftir að borgin féll í hendur innrásarliðsins í desember árið 2001. Hvert sem hann leit sá hann skeggjaða og reiðilega menn sem stóðu á götuhornum og störðu út í loftið.
„Hvað eru þeir að gera?“ spurði fréttaritarinn túlk sinn. „Þeir eru að bíða eftir að Bandaríkjamenn geri mistök,“ …
Athugasemdir